Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1961, Side 59

Faxi - 01.12.1961, Side 59
F A X I 215 Áðalstöðin færir út kvíarnar Aðalstöðin h/f hefir nýlega fært allveru- lega út kvíarnar, hvað afgreiðsluskilyrði snertir. Byggð hefir verið afgreiðslustöð á lóð félagsins á Hafnargötu 86. Þar sem hér er um nýtt fyrirtæki að ræða, brá ég mér á fund forstjórans, Hauks H. Magn- ússonar, sem frá öndverðu hefir veitt þessu myndarlega og ört vaxandi fyrirtæki forstöðu og er, ef svo mætti segja, vakinn og sofinn yfir velferð þess. Haukur tekur kvabbi mínu vel, gengur með mér um salarkynni stöðvarinnar, gömul og ný, og sýnir mér allt það markverðasta, sem þar er að sjá og leysir greiðlega úr spurning- um mínum, varðandi stofnunina, útfærsl- una og reksturinn. Ástæðuna til þessarar nýbyggingar segir hann fyrst og fremst hafa verið þá, að Aðalstöðin hafi ekki talið sig orðið veita almenningi nógu góða þjón- ustu, þar sem benzín- og olíusala hafi stór- aukizt á undanförnum árum, vegna fjölg- unar á farartækjum og vaxandi velmeg- unar hjá Suðurnesjabúum. Telur hann, að með þessari nýju afgreiðslustöð verði unnt að stórbæta þjónustuna, og að nú sé svo komið, að Aðalstöðin sé fyllilega sam- keppnisfær við hvaða bifreiðastöð í land- inu sem er. í hinni nýju benzín- og olíustöð félags- ins vinna 2 menn, sem hafa með sér vakta- skipti, þannig að þar er alltaf 1 maður við afgreiðslustörf, er sinnir óskum viðskipta- vinanna fljótt og greiðlega. I afgeriðslunni, sem er björt og rúmgóð, er auk benzíns og olíu ávalt hægt að fá allskonar „atlas“- vörur, s. s. frostlög, bón, ísvara, sem er nýj- ung, leður- og plasthreinsir, læsingaáburð, rúðuvökva, o.fl. o.fl. Einnig fást þar hjól- barðar af ýmsum stærðum og gerðum, þar á meðal hinir vinsælu snjóhjólbarðar, snjó- keðjur, flestar stærðir og margar gerðir af bílabóni. Einnig fást þar þvottakústar, kerti í bílmótora, luktarsamlokur 6 og 12 volta, límsuðubætur, nylonsleftó, og ýmsar fleiri nauðsynlegar bílavörur eru væntanlegar. Þá fást þar einnig allar tóbaks- og sælgætis- vörur. Aðspurður segir forstjórinn, að fyrir- hugað sé, að stækka sjálft þvottaplan stöðv- arinnar og færist það þá nær benzínaf- greiðslunni, sem verði mjög til þæginda. Einnig verður, þegar því verður við komið vegna frosta, steyptar aðkeyrslur að stöðvar- húsunum, sem Haukur telur mjög aðkall- andi. Norðan við smurstöðina hefir verið byggt stórt og rúmgott port, sem er ætlað til geymslu á smurolíutunnum og ýmsu fleiru, er tilheyrir rekstri smurstöðvarinnar. Bætir þetta nokkuð útlit stöðvarinnar og bifreiða- stæðið við samkomustaðinn Aðalver stækk- ar til muna. Þá hefir félagið nýverið opnað benzín- og olíusölu á Keflavíkurflugvelli, sem var orðið mjög aðkallandi og er einnig til mikilla þæginda fyrir bifreiða- eigendur á flugvellinum. Einnig hefir þar verið sett upp mjög fullkomið auglýsinga- skilti, lýst með neonljósastöfum. — Hvernig gengur með reksturinn á Aðalveri, Haukur? — A meðan við erum svo lánsamir, að njóta starfskrafta forstöðukonunnar, frú Vilborgar Guðnadóttur, kvíði ég engu í þeim efnum. En úr því þú minnist á þetta, Hin nýja benzínafgreiðsla. tel ég rétt að hér komi fram, að þar sem Aðalver hefir á undanförnum árum notið sívaxandi vinsælda og farið þar fram úr okkar björtustu vonum, þá hefir verið ákveðið, að stækka samkomusalinn, og mun hann þá koma til með að rúma yfir 200 manns. Er nú langt komið að fullgera nauðsynlegar teikningar þar að lútandi. Verður væntanlega ráðizt í þessar fram- kvæmdir eftir áramótin, ef ekkert ófyrir- séð hamlar. — En hvernig er afkoma bílstjóra stöðv- arinnar? — Eg tel þetta vera eitt bezta ár, sem stöðin hefir starfað. Hún hefir aldrei verið sterkari viðskiptalega séð en einmitt nú. Okkur dylst þó ekki, að dýrtíðin er mikil og þar af leiðandi verður nettóhagnaður bílstjóranna of lítill. En með ráðdeild og hagsýni ná þeir þó endunum saman. — Hefir þú nokkru við þetta að bæta, Haukur? — Já, ég vil þakka Keflvíkingum og öðrum Suðurnesjamönnum fyrir mikil og vaxandi viðskipti og þó alveg sérstaklega fyrir hlýhug þeirra til stöðvarinnar. Og við munum hér eftir sem hingað til reyna að kappkosta, að fylgjast með þróun tímans, enda stefna allar framkvæmdir að því marki. H. Th. B. Hlín, hið ágæta ársrit norðlenzkra kvenna, barst mér í hendur nú fyrir skömmu, en ritstjóri þess er hin þjóðkunna og stórmerka kona, Halldóra Bjamadóttir, sem í aldurdómi sín- um lætur sig ekki muna það, að gefa út slíkt öndvegisrit,’ sem Hlín er. — Að þessu sinni sem oftast áður er ritið fullt af frásögnum um menn og málefni, má þar til dæmis nefna frásögn um Unu í Unuhúsi, þáttinn, þar sem konurnar velja sér vísu, en það var fyrir eitt skeið eftirsóttur samkvæmisleikur, sem sann- arlega gæti verið til fyrirmyndar enn þann dag í dag. Þar er einnig að finna minningar- greinar um látnar sæmdarkonur, greinar um uppeldismál, heimilisiðnað, garðyrkju og heil- brigðismál og margt fleira nytsamlegt og fróðlegt. Frú Halldóra Bjarnadóttir á orðið að baki sér langan og merkan starfsferil. Fyrst sem kennari og skólastjóri og þó kannski fyrst og fremst fyrir gagnmerk störf sín í þágu heimilisiðnaðarins og sem ritstjóri Hlínar. Myndin á forsíðunrú er af Kálfatjöm á Vatnsleysuströnd. Myndin er tekin úr flugvél og sér yfir kirkjuna, bæjarhúsin og næsta umhverfi.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.