Faxi - 01.05.1979, Page 4
Iii.skup íslands, hr. Sitfurbjörn Einarsson, vígði kirkjuna, en vígsluvottar voru (frá v.) sr. Björn
Jónsson, Friðrik Valdimarsson, sr. Bragi Friðriksson og Guðrún Birna Gísladóttir.
KIRKJAN í Ytri-Njarðvík var
vígð á sumardaginn fyrsta að
viðstöddu fjölmenni. Biskup
íslands, hr. Sigurbjörn Einars-
son, vígði kirkjuna og var
prcstur sr. Ólafur Oddur Jóns-
son. Vígsluvottar voru sr.
Björn Jónsson, sr. Bragi
Friðriksson, Friðrik Valdi-
marsson og Guðrún Birna
Gísladóttir, ekkja sr. Páls heit-
ins Þórðarsonar sem þjónaði
Njarðvíkurprestakalii þar til
hann féll frá sl. haust.
Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju
söng við athöfnina og aðstoðuðu
hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu-
hljómsveit Islands, en stjórn-
andi var Helgi Bragason. Ein-
söng sungu Elísabet Erlings-
dóttir, Guðmundur Sigurðsson
og Halldór Vilhelmsson.
Kirkjan í Innri-Njarðvík hef-
ur lengst af verið sóknarkirkja
Ytri-Njarðvíkinga, en
Ytri-Njarðvík varð sérstök sókn
1968. Framkvæmdir við kirkju-
bygginguna hófst í september
1969 en Örnólfur Hall og Orraar
Þór Guðmundsson teiknuðu
hana.
Kirkjuvígsla í Njarövík:
HVERNIG VAR ÞETTA
HÆGTÁTÍUÁRUM?
Herra biskup yfir íslandi og
frú, herra prófastur yfir Kjalar-
nesprófastdœmi og frú og þið
öll, sem hér eruð samankomin
gestir og heimamenn. Eg bið
ykkur öll hjartanlega velkomin
hingað til þessarar eftirmið-
dagskaffidrykkju. Til þessarar
samkomu er efnt af sóknar-
nefnd, systrafélagi Ytri-Njarð-
víkursóknar og kvenfélaginu
Njarðvík til þess að fagna þeim
áfanga, sem náðst hefir í dag í
trúar og öðru menningarlífi
Njarðvíkinga. Okkur þykir sem
áfangi þessi sé mjög stór og
vœntum við þess að við munum
njóta þess starfs sem hér hefir
verið unnið um ótalin ár.
Með nokkrum orðum mun
ég nú leitast við að lýsa stöðu
Y-Njarðvíkinga í kirkju og
safnaðarmálum í gegnum
tíðina, byggingu kirkjunnar og
því hvernig þetta hefir tekist, á
þó ekki lengri tíma en raun ber
vitni.
Kirkjan í Innri-Njarðvík var
sóknarkirkja Y-Njarðvíkinga í
gegnum aldir. í I-Njarðvík er
fyrst getið um kirkju í kirkju-
skrá Páls biskups Jónssonar
um I2oo. Njarðvíkurkirkja til-
heyrði Hvalnesþingum en var
lengst af þjónað af prestum, sem
sátu íKirkjuhvoli íHöfnum.
Árið 1810 var Njarðvíkur-
sókn lögð til Kálfatjarnar-
prsetakalls. Mun Kálfatjarnar-
prestur hafa þjónað Njarðvík-
urkirkju allt til ársins 1917 er
kirkjan var lögð niður og
Njarðvík, Innri og Ytri samein-
uð Keflavíkursókn í Útskála-
prestakalli. Þannig stóðu málin
til ársins 1944 er kirkjan í I-
Njarðvík var endurreist. Varð
þá I-Njarðvík sérstök sókn, en
Y-Njarðvík fylgdi Keflavík
áfram.
Árið 1952 var stofnað Kefla-
víkurprestakall með tveimur
sóknum, Keflavíkur (Keflavík
og Njarðvík) og I-Njarðvíkur-
sókn.
Árið 1968 varð Y-Njarðvík
sérstök sókn. Árið 1964 var
stofnuð Keflavíkursókn B.
vegna íbúa á Keflavíkurflug-
velli og starfsfólks þar. Þessi B.
sókn heyrði undir Utanríkis-
ráðuneytið Guðsþjónustur
voru haldnar í lögreglustöðinni
í Grœnási.
Við stofnun Y-Njarðvíkur-
sóknar var Keflavíkursókn B.
lögð niður og runnu eignir
hennar til Y-Njarðvíkursóknar
og íbúar þar síðan í Y-Njarð-
víkursókn.
Stofnun Y-Njarðvíkursókn-
ar bar upp á 28. jan. 1968. Var
þá kosin sóknarnefnd, sem að
mestu er óbreytt enn. Guðs-
þjónustur hafa þetta tímabil
verið haldnar í félagsheimilinu
Stapa og þökkurn við fyrir það
langa og góða samstarf.
Strax á fyrstu fundum sókn-
arnefndarinnar var rœtt um
kirkjubyggingu í Y-Njarðvík
og var það raunar eðlilegt
áframhald, sem uppi hafði
verið um alllangt skeið um það
mál.
Upphaf þeirrar hugmyndar er
hœgt að rekja til þess að hinn 8.
maí 1948 stofnaði heiðurskon-
an Þórlaug Magnúsdóttir í
Höskuldarkoti Kirkjubygg-
ingasjóð Y.-Njarðvíkur „til
minningar um unga látna ást-
vini frá Höskuldarkoti". Stofn-
fé sjóðsins var kr. 1000.00.
ákvœði skipulagsskrár voru
m.a. að þegar höfðustóllinn
hefði náð því að vaxa í kr.
1000.000.00 skyldi sjóðnum
varið til kirkjubyggingar í Y,-
Njarðvík. Þá var einnig mœlst
til þess að vígsla kirkjunnar
fœri fram 1. sumardag.
Á útmánuðum og vormánuð-
um 1968 var rœtt við skipulags-
nefnd í Njarðvík og skipulags-
stjóra ríkisins, og biskup
íslands um stærð og staðsetn-
ingu kirkjunnar og var henni
valinn staður á milliBrekkustígs
og Reykjanesvegar. 23. maí
1968 voru samþykktir til verks-
ins arkitektarnir Ormar Þór
Guðmundsson og Örnólfur
Hall. 14. mars 1969 voru í
sóknarnefnd samþykktar
teikningar að kirkjunni og
kosnir í byggingarnefnd þeir
Friðrik Valdimarsson, Guð-
mundur Gunnlaugsson og
Oddbergur Eiríksson.
Verkfræðistofan Hönnun s/f
hafði þá verið fengin til að
annast verkfrœðistörf við
bygginguna og höfðu þeir gert
kostnaðaráœtlun, sem hljóðaði
upp á fjórar milljónir króna og
má vel vera að sú áœtlun hafi
FAXI — 4