Faxi - 01.05.1979, Page 5
farið nœrrí lagi ef upphœðir
allar vœru reiknaðar í alnum
eða fiskum.
Hinn 13. september 1969 í
mikilli rigningu hófust fram-
kvœmdir á lóð kirkjunnar að
undangenginni helgistund. Guð-
laug Stefánsdóttir frá Þórukoti
stakk fyrstu skóflustunguna
með aðstoð tveggja lítilla
stúlkna. Að því búnu hófu
stórvirk tœki störf.
Við þetta tœkifœri mun ég
ekki rekja byggingarsögu þessa
húss nákvæmlega skref fyrir
skref, aðeins geta verktaka.
Arkitekta er þegar getið og
einnig verkfrœðinga. Fyrsti
byggingarmeistarinn var Hjalti
Guðmundason Keflavík,
skilaði hann húsinu upp úr jörð
með gólfplötu. Næstur til þess
að veita verki þessu forstöðu
var Grétar Haraldsson Njarð-
vík, byggði hann vesturhluta
byggingarinnar, safnaðarsal,
anddyri og skrifstofu. Að
síðustu kom til sögu fyrirtœkið
„Hús og innréttingar” í Sand-
gerði og hafa þeir innt af
höndum smíðavinnuna tilþessa
dags. Múrarameistari hefir
lengst af verið Trausti Einars-
son Njarðvík og hefir hann
einnig annast járnalögn. Nú
síðasta sprettinn hefir Tómas
Hansson annast múrverk. Raf-
virkjameistarí við húsið frá
byrjun hefir verið Ingólfur
Bárðarson Njarðvík. Málara-
meistari hefir verið Ólafur
Guðmundsson Njarðvík. Hita-
lögn í gólfin lagði Sigurður
Guðmundsson Kópavogi en
röríagnir að öðru leyti þeir
feðgar Asbjörn Guðmundsson
og Guðbjörn Ásbjörnsson
Njarðvík. Kirkjuhurðirnar,
eins og annan innri frágang í
kirkjunni teiknaði Gunnar G.
Einarsson starfsmaður á Arki-
tektastofunni. Eirsláttinn á
hurðirnar framkvœmdi Þorkell
Skúlason Kópavogi en hand-
föngin eins og fleiri járnsmíða-
vinnu fyrir húsið voru unnin í
Vélsmiðju Ol. Ólsen Njarðvík.
Ágúst Guðjónsson blikksmiður
í Keflavík hefir unnið eirvinnu,
sem er nokkuð mikið afíkirkj-
unni s.s. á altarisgrátum,
predikunarstól, gólflistum
o.fl. Hitateikning var unnin af
Fjarhitun í Reykjvík en raf-
teikning af Tryggva Sigur-
bjarnarsyni Reykjavík.
í upptalningu þessari er að-
eins getið verktaka í hinum
ýmsu greinum byggingarvinn-
unar og þökkum við þeim
öllum fyrir þeirra þátt í þessari
framkvœmd allri. Einnig
þökkum við öllum þeim starfs-
mönnum, sem hér hafa unnið á
vegum verktaka og hafa þeir
skilað góðu verki í öllum
greinum. Það veldur vissulega
nokkru óhagrœði þegar ekki er
hægt að /talda viðstöðulaust
áfram við húsbyggingu. í hvert
sinn, sem hlé verður á fram-
kvœmdum þarf að vissu marki
að fitja upp á þegar hafist er
handa á ný. En allir okkar
starfsmenn hafa verið umburð-
arlyndir og skilið okkar
aðstöðu. Við fœrum þeim
öllum okkar alúðar þakkir.
Þá þökkum við fjölmörgum
konum og körlum, sem hafa
rétt okkur hjálparhönd með
sjálfboðaliðsvinnu við
bygginguna og einnig ýmis-
konar fyrirgreiðslu, sem engin
greiðsla hefir verið innt fyrír.
Blessist þeirra hugir og hendur.
Þá vil ég hér nefna fram-
kvœmdarsjórann okkar við
bygginguna frá árinu 1977
Friðrik Valdimarsson. Án þess
að á aðra sé hallað held ég að
það gœti orkað tvímœlis að við
hefðum getað vígt kirkjuna á
þessum degi eða á þessu ári ef
hans hefði ekki notið við hvað
varðar samtengingu verka og
úrlausna í margskonar vanda-
málum smœrri og stærri.
Þegar húsi er lýst þá er greint
frá nokkrum tölum og er því
fordæmi fylgt hér. Gólfflötur
jarðhœðar er 400 m2 í kjallara
108 m2. Mesta hœð í kirkjunni
fyrir utan turn er 8 m. Hœð á
turnspíru er 23 m. í kirkjunni
er œtlað rúm fyrir 230 sœti og
100 í safnaðarsal. Lóðarstœrð
er óákveðin. Kirkjan stendur í
norðanverðu svæði sem að
öðru leyti er hugsað sem skrúð-
garður. Byggingarleyfinu fylgdi
sú kvöð að ekki yrði hreyft við
fornum görðum og götum að
kórbaki.
Það sem sérstaka athygli
vekur í sambandi við þetta hús,
fyrir utan það hvað það er sér-
stakt ogfagurt eru fyrst klukk-
urnar í sínum klukkuturni. Þœr
eru smíðaðar hjá Portilla
Linares í Santander á Spáni.
Þœr eru þrjár, 400 kg. 290 kg.
200 kg. Hljómar þeirra eru La-
Do-Re.
Þá hurðirnar, sem eru að
heita má frumvinna hér á landi
fagrar og traustar. Gluggarnir
eru þannig gerðir að rúðurnar
eru felldar í steinfög að undan-
teknum turngluggum. Aðþessu
leyti eru báðar Njarðvíkur-
kirjurnar ísömu fjölskyldunni.
Hitalögnin er einstakt verk
og frumverk í húsum hér í
landi. Net af sérstökum plast-
rörum er lagt í gólfið. Hita-
veituvatnið er tekið inn með 60
gráðu hita. Hitanum til síðustu
kaloríu er náð úr vatninu svo
að 71. m. duga til þess að hita
húsið.
Fleiri merkilega hluti mœtti
telja í sambandi við þetta hús
en sú upptalning verður ekki
höfð lengri að sinni.
Einn þátturinn í þessari þulu,
er að gera grein fyrir því
hvernig þetta var hœgt á ekki
lengri tíma en raun ber vitni.
Tíu árin frá því að fyrsta
skólfustungan var stungin eru
ekki liðin fyrr en 13. sept. í
haust og Y.-Njarðvíkursókn er
ekki í tölu þeirra fjölmennari.
En við höfum átt góða að allan
tímann. I fyrsta lagi félög og
hópa, sem hér verða nefndir án
þess að getið sé hve framlag
hvers er mikið. Ég nefni fyrst
Kvenfélagið „Njarðvík” það
hófst handa með söfnun fyrir
kirkjubyggingunni í Y.-Njarð-
vík. Síðan koma í þéttri fylk-
ingu Systrafélag Y.-Njarðvíkur
kirkju, Brœðarfélag Y.-Njarð-
víkurkirkju, Lyonsklúbbur
Njarðvíkur, Sveitarfélagið,
Sóknirnar sem að Y.-Njarð-
víkursókn liggja, Sparisjóður
Keflavíkur og hlutaveltubörn-
in. Þá nefni ég biskup íslands
og embœttið, sem hann stýrir og
að síðustu Gísla Sigurbjörns-
son og hans fjölskyldu og er
framlag þeirra svo stórt og fjöl-
þœtt að sérstaka aðdáun vekur.
Þá hafa fjölmargir einstakl-
ingar rétt okkur hjálparhönd
með fjárframlögum smærri og
stærri og einnig í gjöfum í
munum. Athygli vekur hve þeir
eru margir í þessari sveit, sem
Söngstjórí, kór, biskup og prestar ganga til vigsluathafnarínnar, Fremstur gengur
Gísli Páll Pólssou.
FAXI — 5