Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Síða 13

Faxi - 01.05.1979, Síða 13
hafa eingöngu nú verið seldar vörur gerðar af konum hér víðsvegar af Suðurnesjum og er það vissulega ánægjuleg þróun. Skipting sölu eftir uppruna vörunnar. Vörur úr ull..........71,7°/o Vörur úr skinnum . . 5,6% Skartgripir ........... 4,5% Keramik................ 2.4% Matvæli................. 5,9% Aðrar vörur............ 10,5% 100,0% Gjaldeyrisskil Árangurinn af starfsemi fyrirtækisins hefur verið mjög góður að mati allra sem nálægt sölumálum íslenzkrar iðnfram- leiðslu koma. Margar nýjar framleiðsluhugmyndir og end- urbætur hafa þróast með og fyrir tilstilli fyrirtækisins og fjölmörg ný viðskiptasambönd milli framleiðenda og erlendra heildsölu- og smásölufyrir- tækja hafa myndast. Á siðast- liðnu rekstrarári nam vörusala í verzluninni kr. 518. milljónir. Langhæztur hluti sölunnar er til útlendinga og á s.l. ári skil- aði fyrirtækið 92,34% sölunn- ar í erlendum gjaldeyri. íslenk- ur markaður h.f. var þvi sem fyrr annar stærzti aflandi gjaldeyris v/ferðamarina í landinu eftir Flugleiðum h.f. Skattagreiðslur fyrirtækisins á árinu námu um 40 milljónum króna og launa kostnaður 79 milljónir króna. Steinunn Guðnadóttir sölustjóri póstverzlunar. Postverzlunin Eins og ákveðið var strax í upphafi og reynzlan hefur sýnt, gæti varningur sá sem er á boð- stólum í verzlunum átt vísa kaupendur víða annarsstaðar ef hægt væri að koma honum á framfæri. Var því hafist handa strax eftir opnun verzlunarinn- ar að undirbúa og gefa út póst- pöntunarverðlista og hefja póstverzlun. Hafa verið gefnir Elías Guðmundsson aðstoðarverzlunarstjóri. út 8 listar. S.l. haust kom nýj- asti listinn út en hann er 36 lit- prentaðar síður og er gefinn út í 1C0.000 eintökum. Þessum list- um hefur verið dreyft víða um lönd og eru viðskiptamenn sem panta reglulega úr honum frá öllum heimsálfum en þó aðal- lega frá Bandaríkjunum. Póstsalan á s.l. ári nam 44 milljónum króna. Bygging iðnaðarog lagerhúsnæðis Frá stofnun fyrirtækisins hafa vörugeymslur fyrirtækis- ins verið utan vallarsvæðisins. Fyrir tveim árum var fest kaup á húsinu Bolafót 11 í Njarðvík og er þar nú prjónavörumót- takan og vörugeymslan til húsa. Vegna umræðna um byggingu nýrrar flugstöðvar var ákveðið að tryggja hentugt húsnæði innan byggðar í Kefla- vík en sem næst hinni væntan- legu flugstöðvarbyggingu. Byggingarlóð var fengin og búið er nú að reysa 940 m2 hús við Iðavelli 14b sem notað verður fyrir lagerhúsnæði og síðar meir fyrir iðnaðarstarf- semi. Miklar sviftingar eru nú í flugmálum og flugi yfir N-At- landshafið. Nýjar og stærri flugvélategundir geta flogið yfir hafið án millilendinga. Mikið er þó enn um flugvélar sem þurfa að taka eldsneyti en samkeppni millilendingaflug- valla á þessari flugleið er mikil og einungis réttlát lendingar- gjöld og þjónustugjöld og sam- keppnisfært eldneytisverð getur haldið Keflavíkurflugvelli inn i myndinni á næstu árum. Ljósmyndir: Ljósmyndastofa Suðurnesja krðnínn KRANAR ávallt til leigu! Frá 15 - 30 tonna lyftigeta, í allar hugsanlegar hífingar, steypu, landanir og símar KRANANS eru 1803 og 2224. Símar kranamanna: Pétur Jóhannsson Helgi Guðleifsson Jón Þór—1752 2656 2203 GARÐYRKJUÁHÖLD: Garðgaflar Stunguskóflur Garðhrífur Ristuspaðar Klóru og skóflusett Heyhrífur Kantskeri Trjáklippur Grasklippur Garðslanga Garðúðarar Garóbörur Slöngustadíf KAUPFÉLAG SUÐURNESJA JÁRN OG SKIP - FAXI — 13

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.