Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1979, Page 21

Faxi - 01.05.1979, Page 21
Örfá minningarorð um Halldór Fjalldal frá Melgraseyri Við, sem komnir erum í seinni háifleik æviskeiðsins megum alltaf eiga von á því að vinir og samferðamenn hellist úr lestinni og leggi uppí lang- ferðina miklu og slíti samvist- um a.m.k. um sinn. Okkur bregður þó alltaf við og stundum erum við lengi að átta okkur á þessum vistaskipt- um. Svo er um mig nú þegar ég horfi á eftir Halldóri Fjalldal yfir móðuna miklu. Vissi ég þó að hann hefur um tveggja ára skeið barist hetjulega við grimman sjúkdóm, sem nú bar sigur af hólmi. Halldór varð tæplega 69 ára gamall, fæddur á vordögum 1910 að Melgras- eyri við Djúp. Faðir hans Jón H. Fjalldal var þjóðkunnur maður, framfara og félags- hyggjumaður mikill, en afi hans Halldór á Rauðamýri, sonur Jóns á Laugarbóli, einn af fremstu bændahöfðingjum landsins á sinni tíð. Eru þetta allt kunnar ættir við Djúp og víðar, atgerfisfólk og vel gert bæði til höfuðs og handa. Móðir Halldórs Jóna Krist- jánsdóttir frá Tungu á Naut- eyrarhreppi var rómuð fyrir- myndar húsmóðir. Halldór vildi ekki verða bóndi eins og forfeður hans, hann vildi takast á við önnur verkefni í lífinu. Hann fór því ungur að heiman, stundaði verzlunarnám og fékkst síðan við verzlun og margháttuð viðskipti unz yfir lauk. Síðustu árin vann hann á vegum Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem birgðavörður. Saga og lífshlaup Halldórs var ekkert frábrugðin sögu ýmissa annarra manna. Honum tókst að verða bjargálna maður, valt þó oft á ýmsu í þeim efnum, hann eignaðist ágæta konu, Sigríði Skúladótt- ur, Skúlasonar og þau eignuð- ust fjögur myndarleg og vel gefin börn. Með Halldóri og Sigríði voru góðar ástir alla tíð. Aldrei þó betri eða heitari en undir lokin. En það var maður- inn Halldór Fjalldal, sem var frábrugðin öðrum samtíðar- mönnum sínum, hann var, satt að segja, engum líkur. Fortaks- laust tel ég Halldór einn allra skemmtilegasta mann, sem ég hefi kynnst um dagana. Frá- sagnargleði hans, málfar og málblær og skopskyn var með eindæmum. Lítilfjörlegustu atburðir, sem aðrir hefðu naumast tekið eftir urðu á munni hans að hnitmiðaðri snilldarfrásögn, ómerkilegustu rekamoð urðu að listasmíð, er hann hafði um þau fjallað. Slík var list hans. Sigurður á Laug- arbóli frændi Halldórs var þjóðkunnur og ágætur sögu- maður og hefur frægð hans víða farið. Mér er þó nær að halda að Halldór hafi verið honum fremri í þessari list- sköpun. Vonandi ganga þessir hæfileikar að erfðum. Ekki má gleyma því að Halldór var mikill höfðingi og sást oft lítt fyrir í þeim efnum sem öðrum. Hann vildi hvers manns götu greiða og sparaði ekki fé í þeim tilgangi. Hann vasaðist í mörgu um dagana og gat þar oft oltið á ýmsu. Á köflum gat hann verið skemmtilega brokkalegur og þræddi ekki altaf troðnar slóðir. Hann ferðaðist mikið og kunni skil á mönnum og mál- efnum hvaðanæva að úr heim- inum. Frásagnir hans af skyndikynnum við menn og þjóðir voru ómenguð list. En hvert sem hann fór og hvað sem fyrir kom var hann sami öðlingurinn, sami hjarta- hlýi góði drengurinn, sem fyrst sá dagsljósið vestur við Djúp þar sem hann sleit sínum barns- skóm. Lendingin á Melgraseyri heitir Paradís. Þar hefur marg- ur sæbarinn og hrakinn náð landi eftir svalksama ferð um Djúpið. Halldór Fjalldal hefur nú lokið sinni og ráðið nökkva sínum til hlunns í Paradís hinni meiri. Þar mun þreyttum gott að hvílast. Ég sendi Sigríði Skúladóttur og niðjum þeirra hjóna dýpstu samúðarkveðju. Friðfinnur Ólafsson. Leikfélag Sandgeröis „ÁYZTU NÖF“ Það þótti nokkur dirfska af leikfélagi Keflavikur að færa upp Herbergi 213 í fyrra. Gunnar Eyjólfsson gerir betur. Hann kemur með lærisvein James Joyce, Thohton Wilder, og kallar út 40 manna lið til að sýna annað þckktastu verk Wilders, Á ystu nöf, í Sand- gerði. Vitaskuld er hér mikið í ráðist og vafalaust munu sumir frekar vilja sjá Ævintýri á gönguför. En á Suðurnesjum blómgast nú leiklist. Hvergi á landinu eru sýnd fleiri leikverk, ef höfuðborgin ein er undan- skilin. Og hvað var þá eðlilegra fyrir leikhúsmann á borð við Gunnar að láta áhugafólkið glima við heimsbókmenntir. Á ystu nöf grcinist i þrjá kafla, þar sem þrír aðallcikararnir koma við sögu í þeim öllum: Antrobus, frú Antrobus og Sabína. Antrobus líkist að ýmsu leyti nútíma bisness- manni, sem gleðst yfir uppfinn- ingum sínum á hjóli og staf- rófi, frúin aftur á móti er dæmigerð húsmóðir er hugsar mest um misheppnaðan son og á Sabínu þjónustu stúlkuna má líta á sem fulltrúa tilfinninga og ástleitni. Antrobus-fjölskyldan er svo færð aftur fram í tíma og rúmi. Hér gildir eins og raunar í öllum leikverkum skýr fram- sögn svo texti höfundar komist skilmerkilega til skila. Á því var nokkur misbrestur hjá Sandgerðingum. Mér fannst Sæunn Guðmundsdóttir, Heimir Mortens, Ólafur Gunn- laugsson og Hólmfríður Björns- dóttir skera sig úr að þessu leyti: framsögn þeirra allra var skýr og góð. Það sama má sesgja um Unni Guðjónsdótt- ur, bæði framsögn og leikur í besta lagi. Sviðsmyndin var mjög skemmtileg. Sandgerð- ingar sýndu Skirn eftir Guð- mund Steinsson við góðan orðstý í fyrra. Enn hafa þeir sótt í sig veðrið. Hafi þeir og Gunnar Eyjólfsson leikstjóri þökk fyrir ágæta skemmtun. Hilmar Jónsson. FAXI — 21

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.