Faxi - 01.05.1979, Side 22
SAGNIR
AF SUÐUR-
NESJUM
Sagnir af Suðurnesjum heitir ný bók eftir Guðmund Á Finn-
bogason frá Hvoli í Innri-Njarðvík. Kom hún út fyrir síðustu jól,
útg. er Setberg.
Guðmundur rifjar upp gamlar minningar um menn og málefni
sem eru kryddaðar notalegri kímni. Það verður enginn svikinn af
þessari bók, enda finnst í henni mikill fróðleikur og grunur minn
er margir bíði með eftirvæntingu eftir meiru frá Guðmundi og
má hann ekki gleyma kviðlingum sínum.
Guðmundur segir í bók sinni m.a. frá Símoni Sigurðssyni og
Þórdísi Ófeigsdóttur, konu hans, sem bjuggu í Kóngsgerði í Leiru
1860.
Guðmundur yrkir um Símon:
Lítið oft þó léti í maga
lundu glaða Símon bar.
Fátæktina festi á snaga
fór að semja skrítlurnar.
Hafinn yfir heimsins gengi
hungur basl og mæöustand.
Grannur sló á gamans strengi
gullu hljómarvítt um land.
Það er besti auöur öllum
andanns gull sem verða kann.
Mikiö ofar matardöllum
marga gleði Símon fann.
Með þessum vísum lýsir Guðmundur
Símoni best.
þegar ég var að vaxa úr grasi í Garð-
inum hcyrði ég marga brandara hafða
eftir Símoni og lifa þeir enn á vörum
manna. Skulu nokkrir þeirra sagðir hér
eins og ég man þá best.
Árið 1860 búa í Kóngsgerði í Leiru
Símon Sigurðsson, 34 ára ættaður úr
Sigluvíkursókn og kona hans Þórdís
Ofeigsdóttir, 31 árs, ættuð úr Njarð-
víkursókn. Eitt barn var hjá þeim þá,
Sigurður 3 ára.
Árið 1860 er kaupmaður í Keflavík
sem hét Pétur Duus, 65 ára. Símon átti
oft erindi í verslun Duus enda líka bytt-
an þar á stokkum en Símoni þótti sop-
inn góður. Símon þótti orðheppinn og
fljótur til svara og rnargir brandarar
eftir honum hafðir sem flestir eru
geymdir, þó skal rifja upp nokkra:
Kóngsgerði var talið til tómthúsa en
þó mun hafa verið þar smá túnblettur.
Eitt sumar voru þau hjón að taka
saman heytugguna vildi Símon leggja
lítið undir sátuna til þess að fá hana
sem hæsta. Svo kom að því að Símon
náði í stiga og rétti Þórdís honum hey-
tugguna. Þegar allt heyið var svo
komið í sátuna fer Símon upp á hana
og kallar: „Er logn á jörðu Þórdís
mín“. Með þessu vildi Símon láta það
út ganga að í Kóngsgerði væru há hey.
Eitt vor var Símon að þurrka vertíð-
arfiskinn sinn á klöppunum fyrir neðan
Kóngsgerði. Staflaði hann fiskinum í
stakk rétt fyrir ofan flóðfarið en um
nóttina gerði austan strckkings vind
með nokkrum sjógangi og fór allur
staflinn í sjóinn. Morguninn eftir
kemur nágranni Símonar á gluggann til
hans og segir að allur fiskurinn sé
kominn í sjóinn en Símon rís upp með
hægð og segir: „Hann átti með það
blessaður sjórinn, hann var úr honum
hvort sem var“, og Símon lagði sig til
svefns aftur.
Nú var ástandið eigi gott hjá Símoni;
út-skrift hjá verslun Duus í Keflavík
ekki fáanleg þar sem inn-skrift var
farin í sjóinn, en Þórdís var að nudda í
Símoni að eitthvað yrði að taka til ráða
þar sem allur matur væri á þrotum.
Símon tekur tóman poka og fer til
Keflavíkur, hittir kaupmann Duus og
skrökvar því að honum að ástandið sé
ekki gott hjá sér: Nú hafi konan dáið í
morgun og ekkert sé til í kotinu og það
sé ansi slæmt að geta ekki gefið lík-
mönnunum kaffisopa og hvort hann
Duus geti ekki látið sig hafa útskrift
þegar svona standi á. Duus vorkennir
Símoni og lætur hann fá kaffi, sykur,
mjöl og ýmislegt fleira. Símon fer
glaður með pokann á bakinu syngjandi
út Hólmsberg til Þórdísar sinnar og
verður af þessu nokkur kátína.
Nokkru seinna fer Símon til Kefla-
víkur og kcmur i verslun Duus. Pétur
Duus var feitur og mjög hóstagjarn.
Þegar Duus sér Símon kallar hann til
hans: „Ilvcrnig líður konunni þinni,
Símon minn“. Símon svarar um hæl:
„Og hóstað gat hún fyrir fitunni í
morgun“.
Nú líða nokkrar vikur þar til Simon
kemur í verslunina Duus. Pétur Duus
sér Simon, kallar til hans og býður hon-
um innfyrir búðarborðið og inn á skrif-
stofu. Símoni finnst þetta nokkuð
skrítið og er við öllu búinn. Pétur Duus
tekur vindlakassa og réttir Símoni
vindil en áður hafði Duus sett púður i
vindilinn. Duus varð að fara fram í búð
til að ná í eldspitur. Á meðan skiftir
Símon um vindil, tekdur vindil Péturs
og lætur sinn í staðinn. Nú kemur
Pétur inn með eldspýtustokkinn kveikir
í vindlinum. Setjast þeir síðan hver á
móti öðrum og ræðast við í léttum dúr.
Allt í cinu springur vindillinn í munni
Péturs. Þá stendur Símon upp og segir:
„Er nú fjandinn að sækja þig Duus.“
Eina vertíð er Símon bjó í Kóngs-
gerði var ótiðarsamt. Lá mikið í
norðan- og austanáttum. Gaf ekki á sjó
og fiskmeti upp gengið þar í norðan-
áttum. Símon fer með tvo hesta og
ætlar að kria út fiskmeti sér til bjargar.
Hann kemur á eitt stórbýlið í Höfnum
þar sem hann var vel kunnugur. Hús-
frúin var smávaxin og fíngerð kona og
hjartahlý. Hún var með herðakistil á
baki sem myndaði kryppu. Húsfrúin
kemur út þegar hún sér Símon og segir:
„Ósköð er að sjá hestana þína Símon
minn, þeir eru svo horðair og járna-
lausir“. Símon svarar að bragði: „Já og
já, þeir eru ckki farnir að setja upp
kryppuna enn kona góð.“
Eitt sinn fór Símon til kirkju að Út-
skálum, en hann fór oft til kirkju.
Prestur á Útskálum var þá merkisprest-
urinn síra Sigurður B. Sívertsen. Hann
kom oft inn á skaðsemi víns i stólræð-
um sinum. Eftir messu kemur prestur
til Símonar, hcilsar honum og spyr
hvort honum hafi ekki líkað ræðan.
Símon svarar: „Og já og já — glös voru
á borðum hjá Salomon konungi en ckki
vissi ég hvað í þeim var og blessuðum
frelsaranum okkar þólti sopinn góður,
enda útbýtt við altarið."
Njáll Benediktsson.
Minning:
Agnar Júlíusson
frá Bursthúsum
Nýtt ár hefur heilsað. Hækkandi
sól boðar komandi vor, sigur lífs-
ins í ríki náttúrunnar. Jesús sagði:
„Ég er upprisan og lífið, sá sem
trúir á mig, mun lifa þótt hann
deyi.“ Ég vil gera þau dýrðlegu
fyrirheit að yfirskrift örfárra
minningarorða um mág minn og
kæran vin, Agnar Júlíusson, sem
lést á Landspítalanum 19. jan.
síðast liðinn. Minningarnar frá
meira en þrjátíu ára kynnum leita
nú á hugann, og allar eru þær
bjartar og hlýjar.
Agnar Júlíusson var fæddur 10.
des. 1903. Foreldrar hans voru
hjónin Agnes Ingimundardóttir og
Júlíus Helgason, sem lengu bjuggu
í Bursthúsum á Miðnesi. Agnar
ólst upp í stórum systkinahópi. Á
þeim árum voru lífskjör íslenskrar
alþýðu erfið og fast varð að sækja
á sjó og á landi, til þess að afla
lífsbjargar. Reyndi því snemma á
þor og manndóm uppvaxandi kyn-
slóðar og mun Agnar ekki hafa
látið sitt eftir liggja á þeim
vettvangi.
Hann byrjaði ungur að sækja
sjó á opnum róðrarskipum með
föður sínum og bræðrum. Agnar
dvaldi löngum á heimili foreldra
sinna, og reyndist þeim ávallt
hjálpfús og traustur sonur. Eink-
um móður sinni, er sjúkleiki sótti
hana heim á efri árum. Og lýsir
það betur en nokkuð annað hugar-
fari þessa mæta manns. Árið 1945
kvæntist Agnar Kristínu Sigurð-
ardóttur, mikilhæfri ágætis konu,
og byrjuðu þau búskap í Bursthús-
um. Þau eignuðust 5 dætur og
einnig gekk Agnar í föðurstað,
dóttur Kristínar, er fluttist ung
með móður sinni að Bursthúsum.
Allar eru j)ær myndar- og efnis-
stúlkur. Á heimili þeirra ríkti
ávallt gestrisni, alúð og hlýja, og
þar var gott að koma. En erfiðleik-
ar sóttu snemma að heimilinu.
Kristín átti oft við mikla van-
heilsu að stríða og varð að dvelja
langtímum á sjpkrahúsi. Þá reyndi
mikið á Agnar og ungar dætur
þeirra. En þar fór enginn meðal-
maður. Agnar var hlutskipti sínu
vaxinn. Glaður og traustur mætti
hann hverri raun, og gekk með
sigur af hólmi. Sjálfur átti Agnar
einnig við vanheilsu að stríða á
fullorðinsárum, og dvaldi um skeið
á Vífilsstaðahæli. En einnig þar
gekk hann með sigur af hólmi, og
náði aftur allgóðri heilsu.
„Verið ávallt glaðir,“ stendur í
helgri bók. Og þau orð voru vissu-
lega aðalsmerki þessa látna vinar
Hann var ætíð glaður, hvað sen
mætti honum á langri æfi, og gat
miðlað öðrum af sínum góðu eðlis-
kostum. Einn af hinum fegurstu
þáttum sannrar gleði er söngur-
inn. Agnar hlaut í vöggugjöf góða
söngrödd. Hann byrjaði ungur að
syngja í kór Hvalsneskirkju og átti
þar á söngloftinu um áraraðir
sínar dýrmætu gleðistundir í hópi
góðra félaga, eða uns hann fluttist
búferlum úr Hvalsnessókn. Árið
1976 missti Agnar Kristínu konu
sína. Eftir það hélt hann heimili
með dætrum sínum og bjó að
Sunnubraut 8 í Keflavík.
Góður maður er genginn. Ég
votta dætrum hans, dætrabörnum
og tengdasonum dýpstu samúð
mína, og bið þeim blessunar um
framtíð alla. Kæri mágur og vinur,
af alhug þakka ég þér, að leiðar-
lokum, alla þá hlýju og góðvild,
sem þú sýndir mér frá fyrstu
kynnum. Blessuð sé þín bjarta
minning.
I.S.
FAXI — 22