Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1980, Qupperneq 5

Faxi - 01.10.1980, Qupperneq 5
Fórst þú aö kenna að námi loknu? „Vorið sem ég útskrifaöist fór ég að vinna á Keflavíkur- flugvelli við gæslustarf í liði Guðmundar Arngrímssonar. Þar vann ég svo í þrjú ár og beið átekta varðandi kennslu starf, sem að sjálfsögðu var markmiðið. Þá varst þu ógiftur og bjóst hjá Hallgrími? „Já. Hallgrímur og Lóa Þorkelsdóttir, kona hans, leigðu mér og það má næstum segja að þau voru mér bæði sem foreldrar og fræðarar. Ég hef síðan borið mikla virðingu fyrir þeim ágætu hjónum. Þau voru bæði miklar hugsjóna- og baráttumanneskjur, höfðu mikinn áhuga fyrir fræðslu- og uppeldismálum. Svo var það haustið 1952 að Hall- grímur sagði mér frá því ai kennara vantaði í mínum fögum við Barna- og Gagn- fræðaskóla Keflavíkur. Hann hvatti mig til að sækja um stöðuna og hefur sjálfsagt lagt mér gott orð á réttum stað. Ég fékk stöðuna og hef verið í henni síðan". ,,Hvernig var kennsluaó- staöan fyrir þessar greinar? ,,( byrjun var aðstaðan nokkuð frumstæð en þróaðist furðu fljótt til þeirrar aðstööu sem trúlega er hvað best hér á landi, miðað við grunnskóla. Margir kennarar víðsvegar að af landinu hafa komið hingað til að skoða aðstöðuna. Eg vil nota tækifærið til að þakka bæjar- yfirvöldum fyrir þeirra fram- sýni og skilning varðandi þennan þátt skólastarfsins, enda reyndist þar aðstaða við allra hæfi er Baðstofan byrjaði". Hvenær hófst starfsemi Baöstofunnar og hver voru tildrög aö henni? ,,Við byrjuðum á þessu vet- urinn 1968. Nú, tildrögin, já, þetta átti náttúrlega margar rætur. Kannski hefur hugmyndin kviknaö við um- ræður okkar Hallgríms um uppeldisgildi gömlu baðstof- unnar og tengsli milli kynslóðanna, sem beðið hafði hnekk við breytta lífs- hætti þjóðarinnar". Þú sagöir aö Baöstofufólk- iö heföi sest aö i hand- menntakennslustofu þinni og væri þar enn?“ Já, það er rétt. Rögnvaldur Sæmundsson skólastjóri, sá ágæti maður, leyfði þá heim- ilisfesti, sem síðan hefur Listaverk þetta eftir Erling heitir „Menningarvitinn". Eins og þeir ágætu menn, þá lýsir Ijós hans aóeins fram á nefið, en samt heldur hann sig sjá allan heiminn. verið búið við. Satt að segja held ég að skólinn hafi hlotið nokkra virðingu af þessu framtaki, því þetta mun trú- lega hafa veriö fyrsti klúbb- urinn á landinu sem hafði þessar handíðir (alþýöulist) að markmiði. Margir iðnað- armenn komu þarna.ýmisttil að aðstoða eða til að nema. Gamli baðstofuandinn var í hávegum hafður, allir voru virkir og samstarfið var gott. Vilt þú nafngreina ein- hvern öörum fremur af þessum gömlu iönmeistur- um, sem gengu þarna bæöi kennslu- og námsbraut? ,,Það er kannski erfitt að gera það. Þó hygg ég að ég geri engum rangt til, þó að ég nefni hér Óskar Kristjánsson á Brautarhóli í Ytri-Njarðvík, sem er listelskur trésmíða- meistari og snillingur í hönd- unum. Hann tók þátt í flest- um greinum iðju okkar og leiðbeindi mikið varðandi tréverk. Hvaö er þér nú minnis- stæöast frá þessu starfi þinu viö kennslu og i Baöstofu- starfinu? „Þegar ég lít yfir farinn veg í þessum efnum, gleðst ég yfir þeim mikla árangri sem náðst hefur. Árangurinn hefur óneitanlega staðfest, að undir vallarvæng veröur síður en svo fundinn nokkur Sódóma eða Gómorra, eins og ýmsir landsmenn virðast álíta. Ótrúlegur fjöldi ein- Hér glímir Erlingur viö aö gera leirmynd af einum góðborgara bæjarins. staklinga hefur sýnt það með áhuga sínum og afrekum, að hér er mjög góður efniviður. Brjóstvörn íslensku þjóðar- innar og menning hennar hefur að því leyti síður en svo bilað. í þeimefnumerhéralls engin lægð. Til viðbótar því er að framan getur má benda á mjög þróttmikið tónlistar- líf. Við eigum í fullu tré við alla aðra landshluta, hvað það snertir. Hver er ástæöan fyrir þvi? „Hingað hefur leitað kjarn- mikið og þróttmikið fólk hvaðanæfa að af landinu. Það reif sig upp frá kyrrstöðu og dofa, frá þeim þyrnirósar- svefni, sem lamaði flestar byggðir landsins eftir krepp- una miklu 1930-40. Hérfékk það góðar móttökur heima- manna og samstarfsgrund- völl til nýrra viðfangsefna, sem jók því bjartsýni, atorku og þor til átaka og sköpunar á ýmsum sviðum lista, sem það hafði varla hugmynd um að leyndist með því.“ Hvaö er nú framundan? „Það stendur til að fara til Noregs í haust í framhalds- nám í myndlist - skúlptúr - Framh. á sföu 122 FAXI - 121

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.