Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1983, Side 11

Faxi - 01.01.1983, Side 11
Þorsteinn Gíslason JÓN TÓMASSON: HÁ EMBÆTTI Um nýliðin áramót tóku tveir Suðumesjamenn við háum stöðum. Þorteinn Gíslason, skipstjóri, tók við starfi fiski- málastjóra, eftir að hafa verið varafiskimálastjóri í 12 ár. Gísli Alfreðsson, leikari, var ráðinn Þjóðleikhússtjóri. Faxi óskar þeim báðum velfamaðar og vegsauka í þessum stötfum. Þorsteinn Gíslason Þorsteinn Gíslason er fæddur 1.12. 1928 í Kothúsum í Garði. Foreldrar hans eru Gísli Eggerts- son, skipstjóri (dáinn fyrir nokkr- um árum) og kona hans Hrefna Þorsteinsdóttir, sem bæði voru Garðbúar að stofni. Komungur fór Þorsteinn að stunda sjó- mennsku, 14 ára var hann kokkur á m/b Geir goða, með föður sín- um. Þorsteinn fór í Kennaraskólann og lauk þar kennaraprófi 1952 og skipstjómarprófi lauk hann frá Sjómannaskólanum ári síðar. Haustið 1953 gerðist hann kennari heima í Garðinum- ,,fór að kenna með mínum gamla góða skóla- stjóra Sveini Halldórssyni og tók við skólastjórn af honum er hann hætti ári síðar og var skólastjóri næstu sex árin“. Haustið 1960 gerðist Þorsteinn kennari við Sjómannaskólann í Reykjavík. Öll sumur var hann á sjó til 1980 og skipstjóri frá 1958. Hann var farsæll og fengsæll skip- stjóri eins og landskunnir bræður hans, Eggert og Ámi. Þorsteinn hefur verið í stjóm Síldarverksmiðja ríkisins í 12 ár og þar af stjórnarformaður þeirra s.l. sex ár. Fiskifélag íslands er 72 ára göm- ul stofnun. Það var stofnað 1911 í kjölfar ört vaxandi útgerðar og nánast byltingar í atvinnuháttum. Sjávarútvegur var þá að taka við forystuhlutverki af landbúnaði sem frá landnámstíð hafði verið aðal atvinnuvegur þjóðarinnar. Fiskifélag íslands er elst þeirra samtaka er að sjávarútvegi standa °g hefur miklu hlutverki að gegna sem skipt er í ýmsar deildir. Al- uienna deildin sér um daglegan rekstur og ýmis félagsleg málefni. má nefna fiskiræktardeild, tíeknideild, skýrsludeild, hagdeild °geinnigsér F.í. um Aflatrygging- arsjóð sjávarútvegsins. Þá ann- ast það ráðgjöf um sjávarútvegs- mál og leggur áherslu á fræðslu- starf, gefur út ritið Ægi og sjó- mannaalmanakið auk fjölmargra kennslu- og fræðslubóka um sjáv- arútveg. Einnig hefur félagið verið tengiliður og samningsaðili milli stjómvalda og sjávarútvegsins. Það er því ljóst að starf það sem Þor- steini hefur verið falið er margþætt og mikilvægt, þar sem hann verður að hafa yfirumsjón með öllunt þessum starfsþáttum auk þess sem hann er málsvari stjórnar og stofn- unarinnar útávið. Er Þorsteinn var spurður um hvernig starfið legðist í hann svar- aði hann: ,,Ég er bjartsýnn á fram- tíðina. Ég þekki mig dálítið þarna innan veggja. Starfslið skrifstof- unnar er um 30 manns, allt ágætis sómafólk, sem hefur tekð mér vel. En það verður enginn hægðarleik- ur að fara í föt forvera minna í starfinu, þeirra Davíðs Ólafssonar og Más Elíssonar, sem samanlagt hafa gegnt starfi fiskimálastjóra í rúm 40 ár.“ Faxi trúir því að fötin muni fara Þorsteini vel og að hann muni efla farsæld F.í. meðan hann klæðist þeim. Gísli Alfreðsson tók við starfi Þjóðleikhússtjóra nú um áramótin. Gísli er fæddur í Reykjavík, en fluttist til Keflavíkur 5 ára gamall er faðir hans Alfreð Gíslason réðst þangað sem lögreglustjóri og odd- viti og varð síðar bæjarfógeti og sýslumaður. Móðir Gísla er Vigdís Jakobsdóttir píanókennari. Vigdís og Alfreð voru mjög virk í fé- lagsmálum Kefavíkur, einkum á stjórnmálasviðinu, enda var Alfreð lengi í bæjarstjórn og eitt kjörtímabil þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi. Til annarra félagsmála lögðu þau hjónin einnig drjúgan skerf, t.d. var Alfreð hvatamaður að stofnun Rotarýklúbbs Keflavíkur og fyrsti forseti hans og síðar umdæmis- stjóri íslenska Rotarýumdæmisins. Vigdís vann hins vegar að stofn- un Tónlistarfélags Keflavíkur og Tónlistarskóla Keflavíkur. Hún var fyrsti formaður félagsins og formaður skólanefndar. Bæði þessi félög starfa enn með miklum blóma. Gísli ólst því upp við miklar fé- lagslegar hugrenningar og athafnir á því sviði, enda held ég að rétt sé munað að hann hafi í æsku stofnað Dýravemdunarfélag barna í Keflavík, en líklega hefur það liðið undir lok. Þau tvö félög sem mest drift var í á bernsku- og unglingsárum Gísla hér í Keflavík voru Barnastúkan Nýjársstjarnan, undir stjóm Framnessystra og Skátafélagið Heiðabúar, þar sem Helgi S. var félagsforingi. Gísli var mjög virkur í þessum félögum og á vissan hátt var þar lagður gmnnur að því er koma varð. Bæði félögin unnu mikið og gott unglingastarf, m.a. þjálfuð stjóm- un og mannleg samskipti, leik- starfsemi og margþætt skemmti- starf. í félögum þessum fékk Gísli mörg hlutverk og dyr að leiklist- inni lukust upp. Að barnaskólanámi loknu lá leiðin til Reykjavíkur. Þar lauk Gísli gagnfræða- og stúdentsnámi. Við þau tímamót standa margir óráðnir á krossgötum þar sem framtíðin brosir við þeim til allra átta. Hjá Gísla toguðust á tækni- og leiklistarbraut. Kannske hefur hagkvæmnin valdið því að verk- fræði var valin. Hann fór til Múnchen í Þýskalandi og nam þar rafmagnsverkfræði í tvö ár. En í þeirri borg á gyðjan Thalia einnig hof - Kammerspielen-leikhúsið - og hún ásótti Gísla bæði í vöku og svefni með þeim afleiðingum að hann yfirgaf Technische Hochs- chule og innritaðist í leiklistarskól- ann við Kammerspielen-leikhúsið. Að námi loknu vann hann í eitt ár við Residenz-leikhúsið í Mún- chen. Hann kom heim í des. 1961, réðst þá strax að Þjóðleikhúsinu, þar sem hann hefur verið á föstum samningi síðan, og ýmist leikið eða leikstýrt. Þá hefur Gísli starfað við útvarp og sjónvarp einnig við kvikmynd- un. Félagsmál leikara hefur Gísli látið til sín taka - verið lengi í stjórn Félags íslenskra leikara og formaður félagsins í s.l. sjö ár. Hann þekkir því innviði stofnun- arinnar frá öllum hliðum og því líklegur til að gera þar góða hluti. Vinnuveitendur Athugið að tilkynna skrifstofu bæjarins um þá starfsmenn ykkar, sem Iðgheim- ili eiga i Njarðvík. Bæjarstjóri FAXI -11

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.