Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Síða 22

Faxi - 01.01.1983, Síða 22
MINNING Skúli Helgi Skúlason byggingameistari, Keflavík Hinn 11. desember sl. var kvaddur hinstu kveðju í Kefla- víkurkirkju einn af þekktustu borgurum Keflavíkur, Skúli Helgi Skúlason byggingarmeist- ari. Hann lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík 3. des. sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Skúli Helgi var fæddur 5. febrúar 1913 í Miðdal í Laugar- dal, Arnessýslu, en fluttist árs- gamall með foreldrum sínum til Keflavíkur, þar sem hann átti heima síðan. Foreldrar Skúla Helga voru hjónin Skúli Skúlason smiður og kona hans Guðrún Guðmunds- dóttir. Þau bjuggu fyrstu árin í húsinu við Kirkjuveginn, sem nú er nr. 29. Þar átti Skúli heima fyrstu árin í Keflavík. En fjög- urra ára gamall fór hann í fóstur til föðursystur sinnar, Önnu Skúladóttur, og manns hennar, Högna Ketilssonar, sem bjuggu í Koti, en það er nú húsið nr. 4A við Hafnargötu. Þá voru öll hús hér með sér- stöku heiti og þá oft kennd við íbúana. En þegar Högni fluttist hingað, var þama lítill torfbær, sem hann keypti og reif og byggði þama lítið og snoturt hús, sem hann lét halda gamla nafn- inu, þótt því hefði sómt veglegri nafngift. Þau hjónin Anna og Högni vom annáluð fyrir snyrti- mennsku, enda bám húsakynni þeirra þess vitni. Þama ólst Skúli Helgi upp og átti þar heimili þar til hann kvæntist og stofnaði sitt eigið heimili að Heiðarvegi 16 í Kefla- vík. En það hús teiknaði hann og byggði og þar átti hann heima þar til hann flutti í hús sitt, sem hann einnig teiknaði og byggði, að Tjarnargötu 30. Snemma kom það í ljós, að Skúli var góðum gáfum gæddur. Sérstaklega lá stærðfræðin vel fyrir honum. Faðir hans var hag- leikssmiður og hafði Skúli Helgi fengið þann eiginleika í vöggu- gjöf, og hóf hann fljótt eftir fermingu störf að húsasmíði með föður sínum, og hjá honum lærði hann allt hið verklega við þá iðn- grein. Þegar Skúli Helgi hafði lokið námi við Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði hóf hann nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi á einum vetri, 1930-31. Meistaraprófi lauk hann vorið eftir, 1932. Námsferill Skúla Helga ber órækt vitni um dugnað hans og hæfileika. Þar sem aldursmunur okkar Skúla Helga var nokkur, eða nær 9 ár, var eðlilegt að kynni okkar á þessu tímabili væm lítil. En þeg- ar ég hóf nám í Kennaraskólan- um haustið 1930 og hafði fengið húsnæði í Reykjavík, í herbergi í suðurenda loftsins í húsinu við Sóleyjargötu nr. 9, þá kemur í ljós, að þar eru til húsa tveir Keflvíkingar, á norðurloftinu. Þessir Keflvíkingar voru Geir Jónsson, nú stórkaupmaður í Reykjavík, sem var að hefja nám við Verslunarskóla íslands, og Skúii Helgi Skúlason, sem hafði þá innritast í Iðnskólann í Reykjavík. Þeir bjuggu saman á norðurloftinu hjá Helga Her- manni Eiríkssyni skólastjóra, en ég leigði suðurloftið ásamt Gunnari Ólafssyni, sem þá var við nám í Kennaraskólanum, og var húsráðandi okkar Sigfús Johnsen hæstaréttarritari. í þessu húsi höfðum við Skúli fæði, hvor hjá sínum húsráð- anda. Mig minnir að fæðið hafi kostað 25 krónur á mánuði og húsnæði 50 kr. fyrir hvom á mán- uði. Þennan vetur kynntumst við Skúli vel og hélst sá kunnings- skapur alla tíð síðan, eftir því sem aðstæður leyfðu. Skúli Helgi var byggingafull- trúi í Keflavík á ámnum 1945- 1958. Á þessu tímabili áttum við mikið og gott samstarf að skipu- lagsmálum Keflavíkur. Á þess- um ámm var unnið að skipulagi Keflavíkur, einkum á svæðinu frá Vesturgötu að Faxabraut og frá Hafnargötu til heiðar. Þá var valið svæðið fyrir Bamaskólann við Sólvallagötu, Skrúðgarðs- svæðið afmarkað, garðland Verkalýðsfélagsins tekið undir byggingar, og Vatnsnesvegur lagður frá Suðurgötu að Hring- braut, sem þá var nýlega lögð. Einnig var þá Tjamargata lögð upp til heiðar. Fáa dreymdi þá að heiðin ofan Nónvörðu yrði nokk- urn tíma byggð. Starf byggingafulltrúa var þá mikið á þessum tíma, sem að sjálfsögðu er ávallt í vaxandi byggð, og til viðbótar því var starf þetta unnið að mestu utan venjulegs vinnutíma og fyrir lága þóknun. Eftir að Skúli Helgi hætti störf- um byggingafulltrúa var hann í skipulagsnefnd á árunum 1968 til 1978. Ekki hef ég tölu á þeim fjöld húsa, sem Skúli byggði hér í Keflavík á starfsferli sínum, en þau eru mörg, og á þann hátt hefur hann einnig átt þátt í að móta svip byggðar í Keflavík á þessum árum. Hann teiknaði að sjálfsögðu og byggði hús sitt við Tjarnar- götu 30, sem er stílhreint og fer vel við gróskuríkan gróður, sem þau hjónin hafa ræktað á liðnum árum og segir sá gróður aðdáun- arverða sögu af áhuga þeirra hjónanna, smekkvísi þeirra og dugnaði til þess að rækta og fegra umhverfið til yndis og ánægju allra, sem geta notið fagurs um- hverfis. Auk þeirra starfa Skúla, sem nú hafa verið greind, rak hann í mörg ár, ásamt bróður sínum, Guðmundi, trésmíðaverkstæðið Reyni í Keflavík í húsi sem þeir bræður byggðu og er það hús nú aðsetur Tónlistarskóla Keflavík- ur. Árin 1936 og 1937 hafði Iðnað- armannafélag Keflavíkur skóla í Keflavík til undirbúnings náms í iðnskóla. Skóli þessi var til húsa í skólastofum Félagshúss. Kennsl- una önnuðumst við Skúli Helgi, bæði árin. Var þetta vísir að Iðn- skóla Suðurnesja, sem stofnaður var 1943. Skúli var einn af stofnendum Byggingaverktaka Keflavíkur hf. 1957 og var stjórnarformaður þeirra um árabil, og á sama tíma ráðgefandi þar í sínu fagi. Eftir að hann hætti formennsku, hélt hann störfum áfram í sínu fagi, svo lengi, sem kraftar leyfðu, enda kunnu starfsfélagar hans vel að meta forystuhæfileika hans á frumbýlisárum fyrirtækis- ins. Skúli var um skeið í stjórn Iðn- aðarmannafélags Keflavíkur og ritari þess á árunum 1934-38. Hann var heiðursfélagi þess. Á annasömum æviferli Skúla hafa tómstundir hans verð fáar, til að sinna tómstundagamni eða íþróttum. Þó vissi ég til, að hann hafði áhuga á tafli og iðkaði hann það nokkuð á skólaárum sínum. Enda var það íþrótt við hans hæfi. Systkini Skúla voru þessi: Guðmundur, trésmíðameistari í Keflavík, Elín, ekkja Vilhelms Ellefsen, og Sigríður, ekkja Hall- dórs Fjalldals, báðar búsettar í Keflavík, og Sigrún, sem býr í Reykjavík. Hinn 25. nóvember árið 1939 gekk Skúli Helgi að eiga eftirlif- andi konu sína, Ragnheiði Guð- mundu Sigurgísladóttur, sem ættuð er frá Akranesi. Hafa þau búið í Keflavík alla sína búskap- artíð, og hafa þau átt miklu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru þessi: Jón Gunnar, verkfræð- ingur, kvæntur Hildigunni Ólafs- dóttur, afbrotafræðingi; Skúli, verkfræðingur, ókvæntur; Bald- ur, kennari, kvæntur Kristínu Jónasdóttur, kennara; Anna, meinatæknir, gifti Brynjólfi Mogensen, lækni; Sigurgísli, sál- fræðingur, kvæntur Kristínu Ulf- ljótsdóttur, hjúkrunarfræðingi; Guðrún, gift Magnúsi Eggerts- syni, starfsmanni við Álverið í Straumsvík; Arna, hjúkrunar- fræðingur, gift Júlíusi Einars- syni, pípulagningameistara; Hrefna Margrét, læknanemi, og Katrín Freyja, menntaskóla- nemi. Barnabörnin eru nú 12. Um leið og ég þakka góðum dreng ánægjuleg kynni og sam- starf á löngu liðnum árum, fær- um við hjónin konu hans og börnum, svo og öðrum aðstand- endum, hjartanlegar samúðar- kveðjur. Ragnar Guðleifsson 22 - FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.