Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 11

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 11
mínum voru alltaf miklir kærleik- ar.“ Þessi æskuminning Guðbjargar sýnir betur en ég get lýst, þeim aðstæðum sem hún ólst upp við og tilfinningu hennar til fólksins sem varð á vegi hennar. Hún var í Dals- koti þar til hún hafði náð þroska og aldri til að sjá fyrir sér sjálf. Sigurður Sigurðsson er fæddur í Garðshorni í Keflavík 13. júní árið 1895 og dó á heimili Marteins son- ar síns, Klapparstíg4, Njarðvíkur- bæ, 21. febrúar 1984, 88 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þórarinsdóttir, ættuð frá Hjáleigusöndum, Vestur-Eyja- fjallahreppi og Sigurður Gíslason, jarnsmiður og vélstjóri, ættaður frá Borgarholti á Skeiðum. (Um þau má lesa í 1. og 2. tölublaði FXA 1958). Þau hjónin eignuðust sjö börn, þau eru: Guðlaug, dó uppkomin. Gísli, jámsmiður og vélstjóri, giftur Margréti Jónsdóttur frá Spákonu- felli. Þau eru bæði látin. Guðrún, hún dó á bamsaldri. Sigurborg, maður hennar var Flannes Jónsson frá Spákonufelli, bróðir Margrétar, konu Gísla. Þau eru bæði látin. Sigurður, vélstjóri, giftur Guð- björgu Brynjólfsdóttur. Þau eru bæði látin. Þórður, vélstjóri. Kona hans var Kristjana Magnúsdóttir. Þórður fórst í bílslysi árið 1937. Kristjana á heima í Keflavík. Guðrún Helga, hennar maður var Kristinn Ingvarsson, orgelleikari við Laugarneskirkju í Reykjavík. Hann er látinn. Guðrún Helga er eina systkinið frá Garðshomi sem eftir er á lífi. Hún er hjá Ingunni dóttur sinni og Garðari Þormar, manni hennar í Reykjavík. Ennfremur tóku þau eitt fóstur- barn, Þórarinn Brynjólfsson, syst- urson Guðrúnar. Hann missti báða foreldra sína með stuttu tnillibili og var upp frá því sem eitt systkinanna. Kona hans var Þór- unn Bjarnadóttir. Hann lést árið 1946 en Þórunn býr í Keflavík. Það er vart hægt að skrifa um Sigurð Sigurðsson, án þess að minnast á Garðshomsheimilið. Það má segja að það sé þáttur úr byggð a- og atvinnusögu Keflavík- ur. Þau Sigurður Gíslason og Guð- rún Þórarinsdóttir fluttu til Kefla- víkur frá Hvaleyri við Hafnarfjörð um 1892. Þau keyptu gamla smiðju sem stóð á gatnamótum Aðalgötu og Túngötu þar sem gamla símstöðin var síðar reist. Þau byggðu sér bæ úr henni við hlið bæjar Eyjólfs Þórarinssonar, bróður Guðrúnar, og vom báðir bæirnir kallaðir Garðshorn. Fjölskyldan Austurgötu /9. Friðrik Hafsteinn, Sigurður, Ólöf Litja, Marteinn Brynjólfur, Guðrún Sigríður, Guðbjörg, Gunnlaugur Kjartan. A myndina vantar Maríu, sem dó á fyrsta ári og Ósk Sigurrós dóttur Sigurðar. I. œttarmót ,, Garðshornsœttar“ Sigurborg, Sigurður og Guðrún Helga. Að baki þeim eru myndir af foreldrunum og fyrstu Garðshornsbæjunum. Þetta var algengt byggingarlag við sjávarsíðuna fyrir og uppúr aldamótum. Gísli, Guðnín Helga, Sigurborg, Sigurður. Sigurður Gíslason var járnsmið- ur. I öðrum enda bæjarins hafði hann smiðju. Þar var trérenni- bekkur, eldsmiðja og fleiri áhöld til smíða. Ennfremur búnaður til að steypa með málma, því hann steypti ýmsa muni úr kopar. Þegar fyrsti vélbáturinn, mb. Júlíus, var keyptur til Keflavíkur árið 1906, gerðist hann vélstjóri á honum. Það fjölgaði fljótt vélbátunum og smiðjan í Garðshorni hófst upp á nýtt stig, því margt þurfti að lag- færa og gera við. Þess má ennfremur geta að Guðrún mun hafa eignast fyrstu saumavélina sem kom til Keflavík- ur og ekki nóg með það heldur einnig fyrstu eða aðra prjónavél- ina. Það má því segja að þau hafi verið frumkvöðlar á tæknisviði. í þessu umhverfi ólust þau upp systkinin í Garðshomi. Eins og allir á þessum tíma voru þau þátt- takendur í verkunum um leið og þau höfðu krafta til. Þau voru í smiðjuvinnunni, ekki meira en svo að þau réðu við fýsibelginn þegar þau voru látin blása undir eldinn. Það var því fylgst með og verkin lærðust snemma. Þegar synimir uxu upp fetuðu þeir í fótspor föðurins, og urðu járnsmiðirog vélstjórar. Árið 1920 voru feðgarnir allir, faðir og fjórir synir, samtímis vélstjórar á bátum úr Keflavík. Eg tel það nokkuð sérstætt að nú em þrír ættliðir frá þeim hjónum þar sem næstum all- ur karlliðurinn er annaðhvort eða bæði járnsmiðir eða vélstjórar. Sigurður Sigurðsson gerðist vél- stjóri strax á unglingsárum sínum. Fimmtán ára gamall var hann á Skagaströnd. Þá var það einhverju sinni að það vantaði mann sem gæti gangsett vélina í vélbátnum Dúfu, sem var dekkað sex manna far. Sigurður var að fylgjast með, hverju fram yndi og var þá spurður hvort hann kynni að setja í gang. Hann hélt það vera og tókst það. Þar með var hann vélstjóri á bátn- um það sem eftir var sumarsins. Upp frá því var hannoftastnær vélstjóri, fyrstu árin áýmsum stöð- um, Skagaströnd, Norðfirði, ísa- firði, en þó mest í Vestmannaeyj- um. 4. desember árið 1924 fékk hann vélstjóraskírteini í Vest- mannaeyjum. Árið 1920 réðst hann sem vél- stjóri á vélbátinn Sæfara frá Kefla- vík, hjá Olafi Bjamasyni, og var næstum samfellt með honum fram til ársins 1935 eða 1936. Þessar fyrstu vélar voru fmmstæðar og bilunargjamar. Vélamennimir voru því oftast önnum kafnir við viðgerðir milli róðra, ýmist við eig- in vél eða þeir vom að hjálpa öðr- um. A þessum árum var mikil sam- hjálp milli manna. FAXI-107

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.