Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 18

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 18
SKÚU MAGNÚSSON Sjóslysaannáll Kej FORMÁLI. Annáll þessi er saminn á árunum 1979-81. Fyrirhugað var að hann birtist í riti því sem Sögufélag Suðumesja ætlaði að gefa út. Þar sem óvíst er hvenær það rit kemur ákvað ég að biðja ritstjóra Faxa að birta annálinn. Sjóslysaannáll þessi byrjar snemma á 19 öld og nær allt til ársins 1976. Framan af eru atburðimir strjálir, en er líða fer á þessa öld verða fleiri slys og skipatjón enda vex útgerð hröðum skrefum. Annállinn nær aðeins yfir Keflavík og nefnir keflavíska báta, hvar svo sem þeim hefur hlekkst á. Einnigergetiðþeirra sem drukknað hafa eftirþvvísem heimildireru til um. Aðalheimildir eru dagblöðin, ennfremur tímarit, og nokkuð af óprentuðum gögnum á opinberum söfnum. Heimilda ergetið jafnáoðum við hvem atburð. Seinast mun égsvo birta skrá yfir allar heimildimar. Sjálfsagt má fáfyllrai upplýsingar um skipströnd á 19. öld í Keflavík. Og e.t.v. frá 17. og 18. öld, ef skjallegar heimildir væru kannaðar betur. Á égþásérstaklega við dómabækur. En það sem verður hér tapast ekki þangað til að slík könnun hefur verið gerð. Aðalatriðið er að hér er eingöngu stuðst við samtímaheimildir, sem eiga að vera tryggari en endursagnir síðari tíma. Inngangur — Staðhættir við Keflavtk Milli Keilisness á Vatnsleysu- strönd og Rosmhvalaness liggur breiður fjörður, sem Stakksfjörð- ur nefnist. Innstu takmörk hans eru sendin fjaran í Njarðvík. Fjörðurinn dregur nafn af stökum klettadrangi sem er skammt undan Hólmsbergi. Heitir drangurinn Stakkur. Hafa vesturmörk fjarð- arins stundum verið miðuð við klettadrang þennan, en hann er við norðurmynni Helguvíkur, sem svo mjög hefur komið við sögu í sambandi við olíubirgaðstöð varn- arliðsins. Eins og fyrr segir eru vesturtak- mörk Stakksfjarðar við Rosm- hvalanes, sem gengur norður úr Reykjanesskaga. Nafnið á nesinu er ævafornt, trúlega jafngamalt landnámi norrænna manna á þess- Skúli Magnússon. Höfnin í Vatnsnesvík í ágúst 1975. Erlent skip liggur við hafnargarðinn. Ljósm.: Jóhann Guðmundsson. um slóðum. Nú hefur það horfið úr daglegu tali, en nafnið Suður- nes komið í staðinn. Meðfram nesinu Stakksfjarðar- megin er Hólmsberg, hátt stand- berg, sem kennt er við hólma sem er skammt undan landi í Leiru. í Hólmsbergi er nokkurt fuglalíf. Helguvík gengur inn í Bergið til vesturs úr Stakksfirði. Víkin er lítil en hrein og þar leita skipin oft skjóls í vestan átt sem getur orðið nokkuð hvöss hér. Sumarfagurt er í Helguvík. í góðu veðri sér á fjallahringinn umhverfis Faxaflóa, allt frá Snæfellsjökli og Esju til syðstu fella á Reykjanesskaga. Blasir þá við Vogastapi og Vatns- leysuströnd. En á heiðskírum vetr- arkvöldum má sjá ljósadýrðina á Reykjavíkursvæðinu og jafnvel ljósin í skíðalyftum í Bláfjöllum. Ströndin frá Leiru og inn að Helguvík er þverhnýpt öll og hömrum girt. Aðeins á stöku stað er ruðningur niður að sjó þar sem hægt er að skjótast um. En sjór fellur víðast alveg að Berginu og þar er hyldýpi. Skipaleiðin er því hrein ef Stakkurinn er frátalinn. Vertíð eftir vertíð hafa skip og bát- ar siglt þessa leið frá verstöðvun- um í Keflavík, Njarðvík og Vog- um. Syðstu takmörk Hólmsbergs eru í Keflavík. Þess vegna hefur sá hluti bergsins stundum verið kall- aður Keflavíkurbjarg, einkum af ókunnugum. Þarna syðst er bergið víðast aflíðandi í sjó fram og auð- velt að komast þar til sjávar. Keflavík liggur á milli Hólms- bergs og Vatnsness. Víkin er lítil NVí. L. U/SrPJK K / ~~~ \ (O M * * } *tS2BBtL 2 2SS&ÆSÆ&. Fí MCr n NSKQC)f*FL-U£>m Pifi'é.fKYaaæai db 114-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.