Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 24

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 24
Nú þjálfa hestamenn hesta sína af kappi. ná þeim í form eftir kyrrstöður vetrarins. Ilérá fteirá Fitjum - ekki er þó vitað til að þeireigierindi við bœjarsljóra Njarðvikur, sem er til húsa í framhhð þessa hi'tss. Marga góða gœðinga eiga Suðurnesjamenn og dugmikla á veðhlaupabrautinni. - Mynd J. T. ingarnir kunni vel að meta heimsókn söngmannanna úr sjávarþorpunum þar sem fiskimenn þeirra voru áður tíðir gestir. Söngstjórinn Steinar Guðmundsson og undirleikarinn Ragnheiður Skúla- dóttir eru bæði ágætlega verki sínu vaxin. Karlakórinn var nú, eins og ævin- lega, til sóma fyrir hérað okkar. Faxi óskar þeim fararheillar í væntanlegri söngför og þakkar þeim stórt framlag ■ menningarlíf Suðurnesja. JT- Hafskip Suðumes Hafskip h.f. hefur nú opnað vöruaf- greiðslu í Keflavík að Iðavöllum 6 fyrir viðskiptavini sína á Suðurnesjum. Með þessu móti er nú hægt að tollaf- greiða innflutning hjá bæjarfógetanum í Keflavík og þannigfækka m.a. óþarfa sendiferðum til Reykjavíkur. Umboðsaðili Hafskips hf. á Suður- nesjum er Trésmiðja Þorvaldar Ólafs- sonar, Iðavöllum 6, Keflavík. Laugardaginn 14. apríl sl. var vöru- afgreiðslan sýnd gestum, sem síðan var boðið til léttra veitinga í K.K.-húsinu. Þorvaldur Ólafsson, forstjóri flutti stutt ávarp bauð gesti velkomna og sýndi síðan aðstöðu skipaafgpeiðslunn- ar, sem er til húsa hjá Trésmiðju Þor- valdar Ólafssonar. Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur, tók því næst til máls. Fagnaði þessum áfanga í sam- göngumálum Suðurnesja og færði fram heillaóskir aðilum til handa. f veislusal K.K.-hússins ávarpaði framkvæmdastjóri Hafskips, Kjartan Ragnarsson gesti og starfsmaður Haf- skip Suðurnes, Friðjón Þorleifsson, skýrði hver starfsemi félagsins yrði hér í framtíðinni. PRENTSMIÐJUPÚKINN sá þrjótur gerði FAXA grikk í síðasta blaði. Hann flæmdi upp í Flæðarmálið þeirri missögn að Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í Grindavík væri bæjar- stjóri. Ekki svo að skilja að Jón hafi ekki oft orðið að hlaupa í hlutverk bæjarstjóra í fríum og forföllum þeirra - og sinnt því með ágætum. Ofdrykkjumenn og áfengt öl Árið sem leið, voru 860 drykkju- menn og aðrir vímuefnaneytendur lagði inn á Borgestadssjúkrahúsið í Porsgrunn í Noregi. - Athugað var sér- staklega hvers konar vímuefna þeir neyttu aö jafnaði og vildu helst. Niður- stöður urðu sem hér segir: 54% vilja helst áfengt öl. 35% vilja helst sterka drykki. I 1% vilja önnur vímuefni en áfengi. Upplýsingar frá Heilbrigðisráði Osló- borgar benda og til þess að áfengt öl sé yfirleitt ekki notað sem svaladrykkur heldur miklu fremur sem vímuefni. Þá sýnir ný bresk rannsókn, sem fram fór á vegum læknasamtaka, sem vinna gegn áfengisböli og kallast Action on Alcohol Abuse (AAA), að meira en tveir þriðju drykkjumanna i Bretlandi drekka einkum bjór, tæp- ur þriðjungur sterka drykki. Loönuvertíð Litla loðna dýrið í sjónum - loðnan - hefur verið örlát við sjómennina ívet- ur og fært sumum þeirra ríkulega af- komu. Ýmsir hafa þó ólundast yfir því að Færeyingar greiða a.m.k. helmingi meira fyrir loðnuna en íslenskar verk- smiðjur gera. Ekki eru menn á eitt sáttir hverjar ástæður liggja til. Flestir virðast þó telja að stjómleysi og linkind stjórnvalda við fjárfestingar- aðila og kröfugerðamenn til sjós og lands, valdi þarna einkum. En eitt er víst að þetta er íhugunarefni, sem að af má læra, ef menn vilja horfast í augu við staðreyndir. Loðnan var svo ágeng við fjöruborð- ið að landkrabbar tóku til sinna ráða Hér háfa þeir blessud dýrin upp við bryggjustöplana. Næstur á myndinni er Hafsteinn Guðnason, vigtarmaður, f.v. skipstjóri á loðnu- bát. I miðið er Karl Sigurbergsson, hafnarvörður, f.v. skipstjóri og fjærst stendur Auðunn Karlsson, sem í áratugi hefur verið formaður á lóðsbátnum. Hann erá níræðisaldri, harðduglegur og færist allur í auk- ana þegar aflabörgð eru sæmileg. og öfluðu vel við landfestar enda allir fyrrverandi sægarpar og aflaklær. Góöir vortónleiakr Karlakór Keflavíkur hélt vortón- leika fyrir styrktarfélaga og gesti 17. og 18. þ.m. í Félagsbíói í Keflavík. Undirritaður var á fyrri tónleikun- um og var þá troðfullt hús og undir- tektir ágætar - stemning svo góð sem frekast má vænta. Kórinn varð að end- urtaka nær alla söngskrána, þrátt fyrir að þar væri ekki mikið af nýjum tón- verkum. Æskilegt er að leitað sé á brattann með nýjum og viðameiri viðfangsefn- um, en að þessu sinni var tilhögun þessi kannske eðlileg þar sem tónleik- ar þessir vora nánast undirbúningur að væntanlegri söngför til Færeyja um mánaðamót maí/júní í vor. Söngskráin var vel tvinnuð verkum innlendra og erlendra höfunda, yfir- leitt létt og skemmtileg lög, sum út- heimta þrótt, sem þessi fimmtíu og tveggja manna kór fer létt með. Kórinn býr bæði yfir mýkt og krafti - hljóm, sem gaman er að hlusta á. Einsöngvararnir fjórir komust vel frá sínum hlutverkum og urðu allir að end- urtaka söng sinn, við mikinn fögnuð áheyrenda. Eg trúi því að frændur okkar Færeyj- £=3 KEFLAVÍK Fasteignagjöld Seinni gjalddagi álagðra fasteignagjalda 1984 er 15. maí n.k. Góðfúslega greiðið gjöldin á gjalddaga og forðist á þann hátt álagningu dráttarvaxta og innheimtu- kostnað. Innheimta Keflavíkurbæjar 120-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.