Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 3
EIRÍKUR ALEXANDERSSON
sss
samstarf — sameining
Nú, þegar VIII. alþjóðamót lands-
byggðarinnar, stendur yfir á Suður-
nesjum og ungir og sprækir skák-
menn, innlendir sem erlendir, leiða
saman hesta sína, er vel við hæfl að
huga að því manntafli sem hér er
leikið á vettvangi sveitarstjórnar-
mála. Ritstjóri þessa blaðs fór
reyndar fram á það við mig, að ég
reyndi að gera lesendum grein fyrir
þeirri þróun sem ég sæi fyrir í sam-
vinnu sveitarfélaganna á Suður-
nesjum.
Byijunin
Samstarf sveitarfélaganna á Suð-
umesjum var lengst af mjög lítið,
þegar afréttarmál og fjallskil era
undanskilin. í tímans rás voru
mörk sveitarfélaganna sífellt að
breytast og nöfn þeirra um leið, og
það var ekki fyrr en árið 1942. Þeg-
ar Njarðvíkurhreppur klofnaði út
úrþáverandi Keflavíkurhreppi, sem
sú skipan sveitarfélaganna, sem við
þekkjum í dag komst á. Keflavíkur-
hreppur hafði hins vegar klofnað út
úr Rosmhvalaneshreppi hinum nýja
árið 1908 og Njarðvíkurnar út úr
Vatnsleysustrandarhreppi og sam-
einuð urðu þessi sveitarfélög þá aö
Keflavíkurhreppi. Rosmhvalanes-
hreppur hinn nýi náði yfir það
landssvæði, sem nú er Gerðahrepp-
ur og Keflavík en var klofningur úr
Rosmhvalaneshreppi frá 1886, er
núverandi Miðneshreppur varð til.
Núverandi sveitarfélagamörk era
því ekkert náttúrulögmál, eins og
sumir vilja vera láta, og nöfnin á
sveitarfélögunum sjálfum ekki
heldur. Þegar litið er á þessi mál í
sögulegu samhengi er því eðlilegra
að líta á núverandi stöðu sem bráða-
birgðaástand fremur en endanlega
skipan mála, eins og mönnum er þó
svo tamt að gera.
Samvinnu sveitarfélaganna í nú-
tíðarmynd má rekja til ársins 1946,
er þau sameinuðust um byggingu
Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishér-
aðs, en frá þeim tíma til ársins 1971
var samvinnan óveraleg. í byrjun
árs 1971 var svo Samstarfsnefnd
sveitarfélaganna á Suðumesjum,
komið á laggimar, og þar með hófst
sú þróun samstarfs sveitarfélag-
anna sem enn stendur yfir og er enn
að aukast og mótast. Enginn getur
sagt fyrir um það með vissu, hvert
sú þróun muni leiða okkur. Mér er
þó ætlað að reyna.
Arið 1978 þótti mönnum sem
samstarfið hefði fest sig svo í sessi,
að nauðsyn bæri til að lögfesta það.
Var þá Samband sveitarfélaga á
Suðumesjum stofnað sem formleg
landshlutasamtök sveitarfélaga og
því settar samþykktir eða lög til að
vinna eftir. Þá þegar á aðeins átta
ára samstarfstímabili höfðu mörg
þeirra fyrirtækja og stofhana risið,
sem okkur þykja sjálfsagðir horn-
steinar tilverunnar í dag, fyrirtæki
og stofnanir eins og hitaveitan, iðn-
skólinn, sem nú er fjölbrautaskól-
inn, heilsugæslan, heilbrigðiseftir-
litið og dvalarheimili aldraðra, svo
að eitthvað sé nefnt.
Þegar hér var komið sögu, má
segja á skákmannamáli að byrjun-
inni væri lokið í samstarfsskákinni.
Eg tel að við höfum komið vel út úr
byrjunni, staðan var góð og menn-
irnir komnir í spilið. Miðtafiið var
að hefjast með allri þeirri eftirvænt-
ingu sem því jafnan fylgir.
Miðtaflið
Flestir þekkja sæmilega vel til
samstarfs sveitarfélaganna nú
orðið, og þó að það sé rekið með
ýmsu móti, undir mismunandi fé-
lagsformum eða samstarfsreglum
gengur það manna á milli gjarnan
undir samheitinu S.S.S. Sumir
halda að S.S.S. sé einhver silki-
húfa ofan á öðrum silkihúfum,
sem óhjákvæmilega tróna á
toppnum á flestum svona kerfum.
Ég fullyrði þó, að svo er ekki
a.m.k. ekki í þeirri neikvæðu
merkingu, sem að jafnaði fylgir
þessu orðalagi. Ég fullyrði að
samstarfið sparar sveitarfélögun-
um ómæld útgjöld og gerir þeim
kleift að veita aukna þjónustu. En
svona mikið og margbrotið sam-
starf er alls ekki auðvelt í fram-
kvæmd. Eftir því sem það verður
umfangsmeira verður það jafn-
framt flóknara, öll ákvarðanataka
tekur lengri tíma, nefndum,
stjórnum og ráðum fjölgar stöðugt
og helstu ráðamenn og starfs-
menn sveitarfélaganna eiga fullt í
Eiríkur Alexandersson
fangi með að komast yfir öll hin
margvíslegu störf, sem oft þarf að
vinna á tvennum og þrennum víg-
stöðvum. Og þar sem þróunin er
öll á þann veg, að sífellt fleiri verk-
efni eru unnin sameiginlega og
heimaverkefnum fækkar að sama
skapi, verða þær raddir sífellt há-
værari sem telja að sameining
sveitarfélaganna í eitt stórt og öfl-
ugt sveitarfélag sé það eina rétta
samstarfsform.
I samstarfsmálunum erum við
nú stödd í miðtaflinu. Þá er ákaf-
lega þýðingarmikið að taflið þróist
vel, markmiðssetningin þ.e. her-
fræðin sé ákveðin og markviss svo
ekki verði um endurtekningar og
fálm að ræða sem leiði til ófarnað-
ar. Og það þarf að taka skjótar
ákvarðanir í samræmi við mark-
miðin, svo sem eins og hvort eigi
að einfalda stöðuna með upp-
skiptum, og eiga þá á hættu að
þurfa að sætta sig við jafnan hlut,
eða hvort eigi að halda fullum
styrk og stefna fast og ákveðið að
sigri.
Sumir þeir sem eru hlynntir
sameiningu sveitarfélaganna eru
þeirrar skoðunar, að nú eigi að
velja þann kostinn að einfalda
stöðuna, þ.e. að sameina sem
fyrst þau sveitarfélög, sem nú
þegar kunni að vera tilbúin til
þess. (Þau sveitarfélög sem líkleg
eru talin til að vilja sameinast
strax eru Keflavík, Njarðvík,
Hafnir og Vatnsleysuströnd.) Ef
hin sveitarfélögin kjósi að standa
utan við, geti þau sameinasta hinu
stóra sveitarfélagi síðar, þegar
þeirra tími sé kominn. Aðrir eru
þeirrar skoðunar að stefna beri
markvisst að fullum sigri strax,
þó að skákin verði lengri og tví-
sýnni, og standa ekki í neinum
sameiningum fyrr en Suðurnesin
sameinist öll. Hitt er hins vegar
athyglisvert, að síðan í síðustu
sveitarstjórnarkosningum virðist
þeim sveitarstjómarmönnum
stöðugt fækka, sem eru þeirrar
skoðunar, að aldrei muni til
neinnar sameiningar koma.
Endataflið
Við eram enn í miðtaflinu og ekki
verður ennþá séð, hvort það verður
lengra eða skemmra. Mikið er undir
því komið, hvemig miðtaflið teflist
héðan af, hvort við komum til með
að standa vel eða illa að vígi í enda-
taflinu.
Ég var spurður, hvemig ég héldi
að þróun samvinnu sveitarfélag-
anna á Suðumesjum yrði í framtíð-
inni. Ég hefði getað svarað í ein-
lægni: ,,Ég veit það ekki.“
Mér hefur orðið tíðrætt um sam-
einingu sveitarfélaganna. Ég er
sjálfur sannfærður um, að samein-
ing þeirra væri öllum sem á Suður-
nesjum búa fyrir bestu. En þar með
er ekki sagt, að ekki sé hægt að
halda áffam lengi enn, með því að
endurbæta núverandi kerfi, sem
þratt fyrir allt tók miklum breyt-
ingum til batnaðar með nýjum sam-
þykktum S.S.S. sem samþykktar
vora á síðasta aðalfundi.
Tímahrak
Eitt það versta sem hent getur
skákmann er að lenda í tímahraki.
Hörðustu fylgjendur sameiningar
era þeirrar skoðunar, að við séum
nú þegar komin í hið versta tíma-
hrak. A.m.k. standi það orðið
Keflavík og Njarðvík veralega fyrir
þrifum, að þau eru ekki eitt sveitar-
félag.
Ég geri þig, ágæti lesandi, að dóm-
ara í þessari skák.
FAXI 271