Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 6

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 6
Þorvaldur Karl Helgason Um hjónanámskeið í Skálholtsskóla Ritstjóri Faxa hefur beðið mig að fara nokkrum orðum um hjóna- námskeið sem ég hef staðið íyrir í Skálholtsskóla að undanfömu. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla og þroska okkur sjálf, bæta samband okkar sem hjóna, og styrkja hjónaband okkar með því að vera saman með öðmm hjónum. Það miðar að því að glæða hjóna- bandið nýju lífi, með ýmsum þeim leiðum sem liggja til aukins vaxtar, og skoða hvað það er sem hingað til hefur kannski átt mestan þátt í því að hindra vöxt okkar út frá gmnd- vallarsjónarmiðum mannlegra sam- skipta. Nokkrar forsendur Ég vil í upphafi geta þess hvers vegna farið var af stað. Ég tel upp nokkrar ástæður sem að mínu mati liggja þar til gmndvallar. 1. Sú fyrsta varðar áhyggjur allra hugsandi manna af tíðni hjóna- skilnaða. En því til stuðnings má nefna að lögskilnaðir vom hér fyrir svo sem tuttugu ámm um 140 á ári en em nú nálægt 500. Allir sem velta því fyrir sér og hafa áhyggjur af þeim 500 bömum sem þannig em slitin upp með rótum um leið, hljóta að spyrja hvort ekki sé unnt að gera eitthvað til að fækka hjónaskilnuð- um. Þetta áhyggjuefni og raunhæf viðbrögð við því er ekki hvað síst of- arlega í huga okkar prestanna, sem framkvæmum flestar giftingar hér á landinu og em sáttaðilar í nánast öllum hjónaskilnuðum. 2. Við vitum að marg háttarþjóð- félagsbreytingar undanfama ára- tugi hafa leitt til þess m.a. að þeim böndum sem tengdu hjón saman hefur fækkað, eins ogt.d. sameigin- legur atvinnurekstur til sveita. Því meir reynir væntanlega á þau bönd sem eftir em og þau þola síður þetta mikla álag og því ekki nema von að mörg þeirra bresti. Það er eitt af megin verkefnum allra hjóna- fræðslu að reyna að styrkja þessi bönd með öllum tiltækum ráðum. Og svo ég nefni eitt annað sem ég tel hafa áhrif á stöðu hjónabandsins vegna þjóðfélagsbreytinga er að nú em meiri líkur á því að hjónaefni í dag hafi ólíkari bakgrunn heldur áður var og því ólíkari sjónarmið sem þarf að bræða saman. Séra Þorvaldur Karl Helgason. 3. Annars staðar, eins og í Banda- ríkjunum, hafa menn sömu áhyggjur og við af því hversu veik- burða hjónabandið virðist vera í dag. Þeir hafa nú að baki nokkra reynslu af rannsóknum og nám- skeiðahaldi sem komið hefur að gagni við að spoma við þessari þró- un. Fyrir tveimur ámm gafst mér kostur á að stunda framhaldsnám í hjóna- og fjölskylduráðgjöf við guð- fræðiskóla þar og með það farar- nesti ásamt 10 ára prestsstarfi hélt ég af stað og boðaði til námskeiðs í Skálholtsskóla. Þar eystra hafði rektor skólans sýnt málinu mikinn áhuga og það var reyndar hann sem brást svo við skrifum mínum ann- ars staðar um þetta mál að hann bauð fram skólann og vildi ólmur fara af stað. Til liðs við mig fékk ég svo sr. Birgi Ásgeirsson sóknarprest á Mosfelli, sem hefur stundað svipað fram- haldsnám í Bandaríkjunum á mjög virtri stofnun, sem fæst við meðferð áfengis- og fíknieíhasjúklinga. Hvað er til ráða? Það er ekki til einfalt svar við spumingunni hvað er til ráða. Við gætum látið okkur detta ýmislegt í hug. Við gætum krafist þess að þjóðfélagið í krafti löggjafar herti lög um giftingarskilyrði, leyfi til lög- skilnaðar ofl. Kirkjan gæti tekið þátt í því með fyrirskipunum í von um afturhvarf til hinna gömlu góðu daga þegar skilnaðir vom hverfandi fáir. Samt vitum við að þetta dugar ekki. Það er ekki unnt að tryggja hamingjusamt hjónaband með lög- um eða boðum og bönnum og við snúum ekki klukkunni aftur á bak. Væntanlegri leið er aö snúa sér að forvarnarstarfi með almennri umræðu um stöðu hjónabandsins og fjölskyldunnar og taka t.d. upp fræðslu um hjónabandið í námsefni framhaldsskólanna. Hjónaskilnaðir em vissulega dýrir fyrir þjóðfélagið og það væri mikill spamaður í því fólginn að halda þeim niðri með vamaraðgerðum. Það er eðlilegt að spyrja hvort ekki sé unnt að byrgja branninn áður en bamið er dottið í hann. En hér þarf að gæta vel að. Nokk- uð hefur verið gert af því að ræða um notkun getnaðarvama sem þátt' í forvamarstarfi vegna fóstureyð- inga. Þess háttar kynfræðsla er þó einhvem veginn á skjön við þá stað- reynd að kynlífið er meira en bara getnaður. Slík fræðsla er að minni hyggju neikvæð og missir marks. Ég ræði það ekki frekar, hér aðeins bent á sem dæmi um forvamarstarf með neikvœðu formerki, þar sem meir er höfðað til tæknilegrar hliðar en ekki svo mjög til tilfmninga ein- staklinganna, né lífsviðhorfs þeirra. Atvinnurekendur — launþegar Sjóöurinn vill hér meö minna á samkomulag aöila vinnumarkaöarins frá kjarasamningunum í febrúar 1986 um greiðslu iögjalda fil lífeyrissjóöa. í 4. gr. kjarasamningsins segir m.a. „Frá 1 janúar 1987 aukasf iögjalda- greiöslur fil lífeyrissjóöa þannig, aö fil viöbótar núgildandi iögjaldi skal starfsmaöur greiöa 1% af yfirvinnu, ákvœöisvinnu, bónus eöa öörum launum, sem ekki er greitt iögjald af samkvœmt gildandi reglum. Meö sama hœffi skal atvinnurekandi greiöa 1.5%. Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar iögjaldagreiöslur þannig, aö starfSmaöur greiðir 2% og atvinnurekendur 3%, og frá 1. janúar 1989 greiöir starfsmaöur 3% og atvinnurekandi 4,5%. Frá 1. janúar 1989 greiöir starfsmaöur 4% iögjald til lífeyrissjóðs af öllum launum og atvinnurekandi meö sama hœtti 6%. LÍFEYRISSJÓÐUR VERKALÝÐSFÉLAGA Á SUÐURNESJUM SUÐURGÖTU 7 — 230 KEFLAVfK — SiMI 92-13803 274 FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.