Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 7

Faxi - 01.12.1987, Page 7
Hjónabandið er byggt upp á því síð- amefnda í ríkum mæli og þess verð- ur að gæta í hjónafræðslu. Hvemig lítur hjónabandið okkar út? Þessi erfiða staða hjónabandsins og íjölskyldulífsins alls í dag ætti að verða til að opna augu okkar fyrir því að skoða vel hvað það er sem í raun á sér stað á milli hjóna og fjöl- skyldumeðlima. Eða hvers konar fyrirbæri er eiginlega hjónabandið? Hvað er það sem gerist í þessu nána sambandi karls og konu sem við er- um að slæðast eftir og þyrstir í, en sem okkur tekst ekki alltof vel að höndla og sem við vitum ekki hvemig við eigum að nálgast? Hvemig getum við dýpkað sam- band okkar í milli svo við höldum áfram að þroskast saman? Hverjar eru okkar þarfir, vonir? Hvernig get ég lært að lifa í svo nánu sambandi? Hvað þyrfti ég að gera til þess að ég geti orðið örlítið betra foreldri en ég er? Eigum við að líta okkur nær og spyrja hvemig gengur hjá okkur? Eg ætla að grípa til líkingar sem mér finnst sjálfum gott að hafa í huga og gæti hjálpað okkur. Prófum að skoða hjónaband okkar eins og það sé garður. Við erum í hjóna- bandinu komin til að rækta sam- eiginlega þennan garð. Skoðum nokkrar myndir: - Sum hjón hafa alla tíð frá því þau giftust verið að stækka garðinn sinn, planta einhverju nýju, og um leið og illgresi hefur skotið rótum er það umsvifalaust fjarlægt. Stund- um þarf átak til þess í sameiningu og víst er að það er auðveldara að standa saman við það verk eins og önnur. — Sum eiga þannig garð sem er svo sem allt í lagi, en ekkert spenn- andi, kannski mikið um tré en fá þeirra blómstra og engar litlar og skrautlegar plöntur sjást þar. Það er fátt sem gleður augað og þau hafa sjálf lítið lagt sig fram við að rækta sína eigin hugmynd. Þau hafa kannski farið eftir fyrirmynd pabba og mömmu og í ljós hefur komið að það hefur ekki gefist svo vel í þeirra hjónabandi. — Sum hjón halda að það skipti öltu máli að kaupa allt inn í garðinn og það helst á fyrsta ári og þá hljóti ánægjan og gleðin að koma jafn- hliða. - Sum eru fyrir löngu búnir að gefast upp en gera ekkert í málinu, hvorki planta nýju né slíta upp, lifa saman af gömlum vana. Og þannig gætum við haldið áfram með líkinguna. Hvað er til ráða? Það væri unnt að fara þá ieið að skoða nákvæmlega garð hvers og eins og sjá hvaðan illgresið kom og grafast fyrir um það í bókstaflegri merkingu. Thikna upp vanda- málalínurit af hjónabandinu og það þarf oft að gera þegar allt er komið í hnút. Önnur leið væri að h ugga þá sem eiga heima í svona erfiðum garði og reyna eftir mætt að styðja þá við að finna einhvem veg yfir fmmskóginn. Ein leið er eftir og hún er sú að byija á að skoða hjónin sem mikilvægar plöntur sem búa yfir miklum þrótti sjálf og efla þann mátt og vöxt á alla kanta, svo þau blómstri sjálf, verði hinu hvatn- ing til að dafha og um leið verður hjónaband þeirra þakið blómum og stómm trjám sem smátt og smátt auka við vöxt sinn. Það er nefniiega mikilvægt fyrir okkur að íhuga að hver og einn býr yftr mætti til vaxtar sem unnt er að auka og efla andlega, líkamlega, í samskiptum við aðra og lifandi virku afli. Og það hjálpar okkur líka að vilja bæta hjónaband okkar að við þráum ölf að fá að dafna á ein- hvern hátt, lifa tífinu lifandi eins og sagt er og eigum þá von í brjósti að hjónabandið sé stíkur vettvangur fyrir eftirsóknarvert líf. Væri það ekki stórkostlegt ef við gætum þroskast og vaxið í þá átt sem veitt gæti okkur, maka okkar, börnum okkar og samferðafólki mikla lífs- hamingju og ánægju og orðið til þess að leggja okkar skerf að betra sam- félagi? í þessu samhengi er rétt að benda á að hvorki hjónin né einstaklingur- inn í hjónabandinu eru einangrað fyrirbæri. Til þess að hjónabandið sé farsæl eining þá þurfum við að þroskast á /jórum mikilvœgum sviðum, varðandi okkur sjáif, og í samskiptum okkar við aðra menn, umhverfi okkar og við Guð. Sameiginleg vinna Hjónabandi er sameiginleg vinna okkar hjónanna, þar sem við búum sjátf yfir möguleika til að gera hjónabandið skemmtilegt, ánægju- legt og gera okkur betur undirbúin að mæta þeim erfiðieikum sem koma fyrir hjá öllum hjónum. Það er eitt af þvf sem ég fullyrði ásamt mörgum öðrum, að við eigum sjátf heiimikið efni til þess að ná þessu marki. Við þurfum ekki að fara í skóia í marga daga til að læra það. Efnið í kökuna er upp í skáp, í okk- ur sjálfum. Við þurfum hins vegar að lœra að beita rétt þeim góðum gjöfum sem við búum yfir, vita hvenær við erum að eyðileggja fyrir okkur sjálfum, hvenær við erum að troða á maka okkar en ekki leggja honum lið, hvenær við erum að vaxa saman og hvenær við erum að vaxa frá hvert öðru eða erum stöðnuð. Við getum þroskað hjónaband okkar, ræktað það, eflt það, glætt það nýju lífi. Hjónabandið er ekki frekar en garðurinn sem búinn er til, fullgert í eitt skipti fyrir öll. Það má alltaf laga garðinn, bæta, hreinsa til og það þarf í rauninni að ger^st til þess að hann fari ekki í svo mikla óhirðu að stórkostlegt átak þurfi til að koma einhverri skikkan á hann á ný. Og hann má heldur ekki vera svo leiðinlegur að við teljum okkur trú um að ekkert sé unnt að gera til að lífga upp á hann. Meginiimihald námskeiðanna Á námskeiðunum reynum við að efla það sem vel gengur, en við get- um ekki kafað ofan í vandamál ein- stakra hjóna. Það verður að gerast á öðrum vettvangi. En til þess að við getum leyst mörg þessara vanda- mála í okkar hjónabandi teljum við að samband hjóna standi og falli mikið með því, að þau geti einfald- lega talað saman svo báðir aðitar skilji og séu sáttir. Það er forsenda þess að unnt sé að leysa vandamálin stór og smá. Þess vegna er talsverð- um tíma eytt í tjáskiptatœkni, hvað það er sem gerist þegar við töl- um saman, hvað það er sem hindrar að við skiljum hvort annað og hvað það er sem getur hjálpað að greiða leiðina. En auk þess er rætt um marga helstu innviði hjónabands- ins eins og vinnu, áhugamál, kyntíf, áhrif bemskuheimiiis á líf okkar og ferli tilhugaiífsins, svo eitthvað sé nefnt. En lítill væri árangurinn ef ekki væri unnt að taka nú þegar einhver ný spor til aukins vaxtar og þroska. Það er líka gert að svo miklu leyti sem unnt er á stuttu námskeiði og þá með aðstoð annarra hjóna. Þegar hjónin halda heim á leið í daglegt líf á ný, þá fyrst reynir á þau að standi sig og reynslan ein sker úr um hvort námskeiðið hafi skilað einhverjum árangri á þeirri göngu sem fram- undan er. Það skal undirstrikað að engin hjón em tekin tii meðferðar, og eng- um er stillt upp við vegg, heldur deilum við reynslu okkar með öðr- um hjónum, eins og við sjáif kjós- um, læmm af reynslu annarra og nýtum okkur það sem boðið er upp á til hjálpar. Við getum ekki sjálf breytt maka okkar en við getum breytt afstöðu okkar til hans/henn- ar og sú reynsla er okkur dýrmætt tæki til hjáipar. Þess vegna leggjum við mikla áhersiu á að hjónin sem koma em sjálf mikill sjóður fróð- leiks. Við breytumst við það líka að taka virkan þátt í umrœðum miklu fremur en hlusta á langa fyr- irlestra og því em þeir af skomum skammti. í Skálholtsskóla em tíu tveggja manna herbergi og að okkar mati er það ákjósanlegur fjöldi á svona námskeiði, 6-9 hjón saman, ekki fleiri en heldur ekki færri. Nám- skeiðið hefst á föstudagskvöldi og því lýkur eftir hádegi á sunnudag. Nokkur lokaorð Vitaskuld er hér ekki fundinn hinn stóri sannleikur um lausn á öllum hjónavanda né að þau hjón sem farið haft þurfi þar með ekkert að gera í málum sínum framar. Nei, miklu fremur er það einmitt þau sem hafa öðlast þá reynsiu að mega vera saman yfir eina helgi til að styrkja hjónaband sitt, þau em lík- legri til þess að halda áffam og vita betur en aðrir hvar hættumar em í samskiptum hjóna og hvenær þau em að sá til illgresis í stað fagurs gróðurs. Það er skref í átt tii betra hjónalífs að vera saman yfir eina helgi á góð- um stað í góðum hópi hjóna. Það er ekki svo oft sem gefst hjá hjónum sem flesta daga verða að sinna kalli lifandi og dauðra hluta í okkar nú- tíma samfélagi streitu og hávaða. Hjónafræðsla í formi helgamám- skeið er eitt andsvarið við auknum hjónaskilnuðum og breyttu þjóðfé- lagi, og vonandi það svar, sem af veikum mætti styrkir þetta mikil- væga samfélag okkar manna. »ÍSL£NZKUR MARKADUR HF. Q€Bííím<ö■ óskar Suöurnesjamönnum gíebiíegra jóía og farSœíbar d komanbi dri. Þökkum viöskiptin á árinu FAXI 275

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.