Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 10

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 10
SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Njarðvíkurútibú Sparisjóösins í Keflavík var stofnað fyrir 10 drum. Útibú Sparisjóðs- ins í Garði var opnað Jyrir 5 ú rum. Þann 7. nóvember s.l. voru liðin 80 ár frá því Sparisjóðurinn í Keflavík var stofhaður. Af þessu tilefni var efnt til hátíðarhalda af ýmsu tagi og er lauslega áætlað, að milli 4000—4500 manns hafi komið í afgreiðslur sparisjóðsins á afmælisdaginn. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur á sínum áttatíu ára starfstíma átt drjúgan þátt í þeirri almennu uppbygg- ingu sem orðið hefur hér á Suðurnesjum. Við hann hafa starfað ffá upphafi menn sem lagt hafa metnað sinn í að vinna svæðinu vel. Faxi sendir Sparisjóðn- um í Keflavík og starfsfólki hans hamingjuóskir sínar á merkilegum tímamótum. Svo skemmtifega vill til, að einmitt um þessar mundir eru 10 ár frá því Sparisjóðurinn í Keflavík opnaði útibú í Njarðvík, 5 ár ffá opnun útibúsins í Garðinum og á s.l. hausti var opnað útibú í Grinda- vík. Þannig hefur gildi Sparisjóðsins í Keflavík enn aukist á hinum síðari árum, því nú þjónar hann betur markmiði sínu, að vera sjóður allra Suðurnesja- manna. Ábyrgðarmenn sparisjóðsins komu saman í tilefni afmælisins og héldu sértakan hátíðarfund. Var hann með nokkru öðru sniði en venjulegir fundir. Fluttar voru nokkrar ffamsöguræður, þar sem fjallað var um störf og markmið stofhunarinnar. Fjöldamargir tóku síðan til máls, m.a. báðir sparisjóðsstjóramir, þeir Tómas Tómasson og Páll Jónsson, en nú eru liðin fimmtán ár ffá því þeir tóku við sínu starfi. Ásgeir Einarsson og Steinþór Júlíusson hafa góðfúslega veitt Faxa leyfi til að birta ræður þær er þeir fluttu á fundimun. En gefum fyrst orðið Ragnari Guðleifs- syni, heiðursborgara Keflavíkur. Hinn 7. nóvember síóast- liðinn var mirtnst 80 ára afmælis Sparisjóðsins í Keflavík með hátíðar- fundi stjómar og trúnaðarmanna sjóðsins, en þeir eru úr öllum sveitarfélögum Suðumesja. Ég fór að hugsa um það, er ég kom heim af fundinum, að líklega hefði ég verið eini fundar- maðurinn sem leit Sparisjóðinn í Keflavík á fyrstu ámm hans. Þegar ég var sjö ára gamall, var ég farinn að stokka upp línu hjá vélbátunum, eins og þá var algengt að strákar gerðu og fengu þá 25 aura fyrir bjóðið sem var þetta 360—400 önglar, þó kom fyrir að við fengjum 30 eða jafnvel 35 aura, þegar við stokkuðum upp fyrir sjómennina. I þá daga var aldrei róið á helgum dögum á vorin og sumrin, en þá þurftu sjó- mennimir að stokka upp eitt bjóð hver til þess að létta á störfum landmannanna. Nú bar svo við eitt sinn á laugardegi að sjómann vantaði strák til þess að stokka upp eitt bjóð fyrir sig og bauðst til að borga fyrir það 35 aura. Ég tók þetta að mér og fékk fyrirfram greidda 30 aura, en fimm auramir komu nú aldrei. Þessa aura sem ég vann mér inn við uppstokkun línu og við fisk- vinnu á reitum, geymdi ég í spari- bauknum mínum, sem var lítill peningaskápur úr málmblöndu og á hurðinni var sérstök læsing, þannig að vissir tölustafir á hurð og hún urðu að standast á, þegar sparibaukurinn var opnaður. (Þennan sparibauk gáfu mér fóstri minn Sigurður Bjamason og amma mín, Valdís Erlendsdóttir, en hjá þeim ólst ég upp frá 7 ára aldri.) Við þessa vinnu kom það fyrir að maður stakk sig í puttana og þá gróf stundum í þessu. Ég man sérstaklega eftir einu slíku atviki. Það var farið að grafa í fingri á vinstri hendi. Ég fór tii Þorgríms læknis. Hann átti þá heima í húsinu sem hann lét byggja og nú heitir Kirkjulundur. Apótekið var í þeim hluta hússins sem nú er forstofan. Þorgrímur leit á fingurinn og þvoði hann vel, þar til hann segir: ,,Er þér ilit?“ Ég svaraði víst litlu. Hann sá hvað mér leið. Hann leiddi mig nú inn í skrifstofu sína, sem var í suðvesturhiuta við- byggingarinnar. Þar lagði Þorgrímur mig á leðurklæddan legubekk, ljósgulan á lit. 278 FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.