Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 14

Faxi - 01.12.1987, Page 14
töldu ekki ástæðu til að hafa þar áhrif á. Við lifum nýja tíma. Það er ósk mín til Sparisjóðsins á þessu 80 ára afmæli hans, að hann megi vaxa og dafna og að stjómendur hans hafi ávallt í huga það sem áður hefur verið sagt, ,að kjaminn verður að vera sterkur, stinnur og seigur, ef hann á að vera þess megnugur að halda því er utaná hann hleðst.“ Til hamingju með afmælið, Suðumesjamönnum til heilla. Steinþór Júlíusson. g veit ekki hvort það er með ykkur eins og mig. En ég verð að játa það að fyrstu árin sem ég sat að- alfundi og haustfundi Sparisjóðs- ins vissi ég ekki hvert hlutverk ábyrgðarmanna hans var. Mér var það að vísu ljóst að ábyrgðarmenn kusu í stjóm tvo af þrem stjómar- mönnum og samþykktu reikning- ana, þegar þeir vom bomir upp. Að öðm leyti virtist mér að Karvel sinnti skyldum allra með há- stemmdum og skáldlegum ræðu- flutningi eftir að formaður og sparisjóðsstjórarnir höfðu flutt skýrslur sínar. Eftir ræðu Karvels virtust aðrir ábyrgðarmenn ekki sjá ástæðu til að taka til máls. Að sjálfsögðu má álíta sem svo, að menn hafi verið það ánægðir og sáttir við það sem þeim hafði ver- ið flutt að þeir sæju ekki ástæðu til að ræða það frekar eða vekja máls á öðm. Eða hafa menn ekki verið meðvitaðir um þá ábyrgð, sem á þeim hvílir sem ábyrgðar- aðilar? Nú veit ég, að það er ekki að vilja stjómar eða sparisjóðsstjór- anna að ábyrgðaraðilar ræða ekki málefni Sparisjóðsins á fundum. Alveg hið gagnstæða. Eg veit að vísu ekki hvað haustfundimir eru gamlir, en ég held að til þeirra hafi verið stofnað til að reyna að auka þátttöku sparisjóðsaðila í starfsemi Sparisjóðsins, auk þess sem þeir fylgdust betur með gangi mála, að fengnum þeim upplýs- ingum, sem þar vom bomar á borð. Það er skiljanlegt að stjóm og sparisjóðsstjórar vilji hafa á bak við sig vel upplýstan hóp manna úr byggðarlögunum. Það styrkir stöðu Sparisjóðsins í sam- keppninni. Þeir em hæfari en aðrir til að taka málstað Spari- sjóðsins, ef á þarf að halda. Þeir hafa í höndum upplýsingar og vitneskju, sem aðrir hafa ekki. Þetta er það, sem snýr út á við. En það er ekki síður nauðsynlegt til að styrkja innviðina, að spari- sjóðsaðilar láti í sér heyra á fundum Sparisjóðsins. Þótt við höfum haft á að skipa í ábyrgðar- stöðum greinda og gegna menn, þá skjátlast þeim eins og öðram. Skýst þó skýrir séu. Þeim er til góðs að finna að sparisjóðsaðilar fylgist með og komi sínum sjónar- miðum á framfæri. Heiðarleg og hreinskilin gagnrýni er öllum til góðs. En nú má spyrja. Er hægt að ætlast til að sparisjóðsaðilar hafi möguleika á að halda uppi gagn- rýni eða fitja upp á nýjungum á fundum Sparisjóðsins. Tökum reikningana á aðalfundi. Spari- sjóðsaðilar fá þá í hendur í fundarbyrjun. Þetta er margra blaðsíðna plagg. Endurskoðað af löggiltum sem félagslega kosnum endurskoðendum. Það inniheldur viðamiklar fjármálalegar upplýs- ingar um innlán og útlán og um reksturafkomu og eignastöðu Sparisjóðsins. Sparisjóðurinn er á okkar vísu nokkuð stór stofnun og reikningar hans viðamiklir. Þetta er sett upp eftir ákveðnu kerfi og raun samandregnar niðurstöður úr umfangsmikilli reikningsfærslu. Ég held að ábyrgðaraðilar almennt hafi sára litla möguleika á að gagnrýna reikningana. Þeir vita að hér er allt satt og rétt, yfirlýst og sannprófað af endurskoðendum sem þeir treysta. Aðalatriðið er: er tap eða gróði. Menn eru glaðir, ef það er gróði, en gramir, ef það er tap. Að vísu geta menn lýst gleði sinni eða gremju, og eiga sjálfsagt að gera það. Reikningamir em mjög vel skýrðir, þannig að menn hafa lítið um að spyrja á eftir. Þó held ég að upplýsingar, sem settar era fram með glæmm festist ekki í minni. Þær þyrftu að vera á prenti og gætu þá frekar vakið umræður. Venjulega em ekki önnur mál á dagskrá aðalfundar, sem geta vakið umræður. Öðm máli gegnir um haustfund- inn. Hann er opnari og ekki eins formfastur og aðalfundur og þá ættu menn að geta látið ljós sitt skína ef þeir hafa vilja til. Þá vil ég næst spyrja. Til hvers ætlast lögin af sparisjóðsaðilum? Hvert er þeirra hlutverk í spari- sjóðakerfinu samkvæmt laganna hljóðan? Eftir athugun á lögum um sparisjóði nr. 87/1985 og samþykktum fyrir Sparisjóðinn í Keflavík frá 3/10/86, sem byggðar em á fyrmefndum lögum, þá finnst mér hlutverk sparisjóðsaðila ekki vera mikið, þótt nauðsyn- legt sé. í fyrsta lagi eru sparisjóðs- aðilar nauðsynlegir til þess að hægt sé að stofna sparisjóð. I öðru lagi eru þeir nauðsynlegir til að kjósa ákveðinn hluta sparisjóðs- stjórnar. í þriðja lagi eru þeir nauðsynlegir til að samþykkja ársreikninga sparisjóðsins og setja honum samþykktir. í fjórða lagi em þeir nauðsynlegir til að slíta sparisjóðnum. Að öðru leyti en hér kemur fram, þetta er að vísu í grófum dráttum og mér kann að hafa yfirsést eitthvað, er rétt að geta þess að í 17. gr. laganna segir ,,að æðsta vald í málefnum sparisjóðs er í höndum aðalfunda og auka- funda“. Á þessu sést að æðsta valdið er ekki í höndum ábyrgðar- aðila nema svona í 5—6 klukku- stundir á ári. í hina 8754 eða 5 fer stjóm sparisjóðs með málefni hans, og æðsta vald. Á þessu sést að nauðsynlegt er fyrir ábyrgðar- aðilana að nota vel og af skör- ungsskap valdið meðan það gefst. Svo öllu gamni sé nú sleppt þá má sjá það af því sem hér hefur verið sagt að ábyrgðaraðilar hafa ekki beint mikil áhrif á starfsemi spari- sjóðs. En þeir eru nauðsynlegir fyrir tilveru sérhvers sparisjóðs. Að lokum vil ég spyrja. Hvers- vegna hafa sparisjóðsaðilar ekki frumkvæði í málefnum sparisjóðs- ins? Hversvegna bera þeir ekki fram mál af eigin frumkvæði? Ég hefi ekki orðið var við slíkt. Margar ástæður má sjálfsagt til tína. í samþykktum er tekið fram að á aðalfundi má ekki taka fyrir önnur mál en þau, sem getið er í dagskrá. Þó er hverjum spari- sjóðsaðila heimilt að fá ákveðið mál tekið til úrlausnar á aðal- og aukafundum sparisjóðsins, ef hann gerir skriflega kröfu um það til sparisjóðsstjórnar með svo miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þessi ákvæði eru vægast sagt nokkuð fráhrindandi. Það er ótímasettur fyrirvari og menn þurfa að gera skriflega kröfu til að fá mál tekið fyrir. Fari menn á stað gegn svona fráhrindandi orða- lagi, þurfa þeir greinilega að vera vel undirbúnir, og það kostar bæði tíma og fyrirhöfn. Þetta orðalag virkar þannig á mig, að það sé verið að reyna að hindra spari- sjóðsaðila frá því að hafa fmm- kvæði um að bera fram mál. Ég hef þessi orð ekki fleiri. Mér skilst að sú orðræða, sem hér fer fram sé til þess gerð að brjóta upp venjubundna fundi og fá umræður. Það sem hér hefur verið að framan sagt er fest á blað í þeim tilgangi og þeim tilgangi einum. Ásgeir Einarsson. 282 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.