Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Síða 15

Faxi - 01.12.1987, Síða 15
HVALSNESKIRKJA 100 ÁRA Þegar ég settist niður til að skrifa um Hvalsnes- kirkju 100 ára komu fyrst í hug minn orð Ketils í Kot- vogi er hann sagði:, ,Nú veit ég hvað ég geri. Eg byggi nýtt Guðsmusteri úr steini, sem staðið getur um ár og aldir.“ Eftirfarandi frásagnir hef ég frá föður mínum, Gísla G. Guðmundssyni. Voru honum sagðar þær beint: Gamall maður sem bjó lengi í ná- grenninu sagði frá því að einn hvíta- sunnudag var Ketill við fermingar- guðsþjónustu á Hvalsnesi ásamt svo miklum fjölda fólks að eigi komst inn í kirkjuna. Hafði hann þá á orði að ekki gæti hann til þess vitað að fólk, sem vildi hlýða á messu, hefði ekki þak yfir höfuðið. Einnig sagði frá Vigdís Ketilsdótt- ir frá því, að tveir menn komu innan af Nesi og tilkynntu föður hennar að leki væri kominn að þaki kirkjunn- ar á Hvalsnesi. Eftir nokkra um- hugsun mælti hann: ,,Nú veit ég hvað ég geri. Ég byggi nýtt Guðs- musteri úr steini, sem staðið getur um ár og aldir.“ Má segja þessi orð Ketils Ketils- sonar stórbónda og síðar danne- brogsmanns í Kotvogi séu upphaf þeirrar kirkju sem nú stendur á Hvalsnesi. Fleiri ástæður kunna að vera fyrir því að hann réðist í byggingu nýrrar kirkju eftir 22 ár. Þannig má vera að einhver áhrif hafi það haft að nú var verið að byggja steinkirkju í Njarð- vík, þá fyrstu á Suðurnesjum, en Njarðvík hafði áður verið annexía frá Hvalsnesi. Fyrri kirkju sína lét hann reisa árið 1864. Hafði hann þá nokkru áður orðið eigandi Hvals- nestorfunnar. En hver var hann þessi stórhugi Ketill Ketilsson. Hann var fæddur á Álftanesi 21. júlí 1823, sonur Ketils Jónssonar og Vigdísar Jónsdóttur. Sjö ára missti hann móður sína og fluttist þá með föður sínum að Kirkjuvogi í Höfnum. Hann varð snemma mikill maður bæði í sjón og raun, stór vexti, fullar 3 álnir á hæð, vel vaxinn og karlmaður að öllum burðum. Hann varð ungur snilldar formaður og mikill sjósóknari en um leið aðgætinn. Hann var orð- lagður söngmaður og forsöngvari í Kirkjuvogskirkju mestan hluta ævi sinnar. Ketill kvæntist 1858 Vilborgu Einksdóttur frá Litlalandi í Ölfusi. Eyrst eftir að Ketill kvæntist bjó hann sem þurrabúðarmaður í Kirkjuvogi en árið 1859 fluttu ungu hjónin að Hvalsnesi þar sem þau bjuggu í eitt ár. Þegar faðir hans brá búi í Kotvogi, eftir lát seinni konu sinnar, fluttust þau Ketill og Vilborg þangað og bjuggu þar samfleitt í 42 ár. Hvalsnestorfuna átti Ketill samt áfram og 1878 keypti hann Járn- gerðarstaðatorfuna í Grindavík og átti þessi höfuðból Suðumesja með- an hann lifði. Bygging Hvalsneskirkju hófst sumarið 1886. Ekki urðu veggir fullbúnir um haustið vegna þess að sóknarmenn neituðu að láta í té nokkra hjálp við grjótaðdrátt og vinnu. Lauk verkinu samt rúmu ári síðar og var kirkjan vígð á jóladag 1887 af sóknarprestinum sr. Jens Pálssyni í umboði biskups. Þetta er fyrsta kirkjan á Hvals- nesi, sem stendur utan kirkjugarðs svo vitað sé. Hún stendur á einum fegursta staðnum í túninu. Hvers vegna henni var valinn þessi staður veit ég ekki með vissu en tel líkleg- ast að sjósókn útvegsbændanna hafi ráðið með vissu en tel líklegast að sjósókn útvegsbændanna hafi ráðið þar miklu. Kirkjan sést vel af sjó og var og er enn í dag sjófarendum gott leiðarljós. Ég heyrði foreldra mína og gömlu mennina í Hvalsneshverf- Legsteirm Steinunnar dóttur Hallgríms. Hún lést í frumbernsku og mun fadir hennar hafa höggvid letrid á steininn. Veggtafla sem geymir mynd sém Hall- gríms og er á hann letmd eitt af Ijódum hans. inu tala um hjálparráðið í því að opna kirkjudymar ef sjólag versn- aði meðan menn vom í róðri, en kirkjudymar snúa beint móti Hvalsnessundinu. Kirkjan er byggð úr steini sem fleygaður er úr klöppum íyrir ofan túngarðinn. Til þess vom notuð tvö- föld fleygjám, sem rekin vom í klöppina með vissu millibili og hún þvinguð sundur. Síðan var steinn- inn dreginn að, að hætti samtímans, mest á hestum og svo höggvinn til með hamri og meitli. Stórviðir húss- ins þ.e. súlur í kór og fleira era reka- viðir af fjörum í nágrenninu. Annað efni var fengið frá Duus-verslun í Keflavík. Er leið á byggingu kirkjunnar höfðu byggingarmenn nokkrar áhyggjur af smíði predikunarstóls- ins þar sem þeir töldu sig ekki fá nægilega góðan við. En þá rak á fjör- ur næsta bæjar kjörvið góðan sem reyndist mahogni tré mikið og óskemmt með öllu. Var það því not- að í predikunarstólinn. Seinni tíma sérfræðingar hafa álitið sig þekkja þar mjög sjaldgæfan kjörvið frá Suð- ur-Ameríku. Steinsmíðina annaðist Magnús múrari Magnússon frá Gauksstöð- um í Garði, sá hinn sami og sá um steinsmíði Njarðvíkurkirkju. Lærði hann verk sitt við byggingu Alþing- ishússins og var eftir það kallaður Magnús múrari. Dmkknaði hann áður en byggingu Hvalsneskirkju lauk eða í marz 1887, en við verkinu tók Stefán Egilsson úr Reykjavík og lauk því sem eftir var. Magnús Ólafsson trésmíðameistari var yfir- smiður við bygginguna. Við skulum nú heyra lýsingu á kirkjunni nýbyggðri í vísitasíu ffá 1888 og bregða okkur um leið í hug- anum suður í kirkju og gera okkur grein fyrir hvort og hvaða breytingar hafa orðið á henni. ,,Ár 1888, 17.dag júlímánaðar vísiteraði prófasturinn í Kjalames- þingi, Þórarinn Böðvarsson, kirkju og söfhuð að Hvalsnesi. Hafði þar að undanfömu verið timburkirkja, sem búið er að rífa en byggja stein- kirkju. Var hún byggð ár 1887. Steinkirkja þessi er á lengd 20 álnir að utanmáli en breidd hennar 17 álnir að utan en þykkt veggjanna 20 þumlungar upp að þakskeggi. Gluggafog era fjögur á hvorri hlið með krosspóstum og em 6 rúður undir þverpóstinum en 2 hálfar bogarúður fyrir ofan þverpóst. Bogi úr höggnum steini er yfir gluggum FAXI 283
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.