Faxi - 01.12.1987, Síða 21
Dekkið var alveg hreint svona
hvítþvegið, enginn laus hlutur, allt
farið, sem ekki hafði verið sett í lest,
eins og t.d. hlerarnir yfir stýrissveif-
inni og stýrisrúllunum.
Nú svo spyr ég Albert að því
hvemig hafi gengið. Ja, hann svarar
þessu þannig til. ,,Það er bara
þandakomið ekkert fiskirí." Um
leið og ég fékk þetta svar þá bara
vissiégaðþettavarílagimeð bátinn
og fór í land aftur án þess að segja
nokkurn skapaðan hlut. Þessu
gleymi ég aldrei.
Það síðasta sem ég frétti af þessuip
báti var, að hann þótti mikið happa-
skip vestur í Olafsvík og hét þá
Þórður Ólafsson. Þá var hann kom-
inn mjög til ára sinna og af sér geng-
inn og þurfti mikið til sín, en eig-
andinn ætlaði aldrei að tíma að
farga honum því honum fannst
hann svo gott sjóskip. Eigandi báts-
ins talaði tvisvar við mig um þetta,
en því miður man ég ekki nafn
hans.
Þetta var mjög góður bátur, ef til
vill sá besti sem ég smíðaði. En ég
smíðaði ekki nema þessa þrjá báta,
sem ég hef sagt frá og svo um áratug
síðar tvo báta, Svaninn fyrir Stein-
dór Pétursson og Guðbjörgu fyrir
Arnar hf í Sandgerði.
Steindór Pétursson hafði áður átt
annanSvan, sænskan ,,blöðrubát“,
sem strandaði við Gerðahólma. Og
það var svo magnað, að ég teiknaði
nýjan bát og í hann voru notaðir
dekkbitarnir úr strandaða bátnum,
vélin, lestarkarmurinn vélarreisnin
og stýrishúsiö.
Þetta var allt prjónað ofan á bát-
inn. Ég man að þeir komu hingað
suður frá skipaeftirlitinu og trygg-
ingarfélaginu, til að sjá þetta, hvort
þetta væri bara hægt. En þetta
reyndist býsna góður bátur og gekk
vel. Einn annar bátur varð til eftir
sömu teikningu og Svanurinn, það-
M/b Svanur KE 6, var 56 tonn ad stœrd, byggdur 1954.
M/b Gudbjörg GK 220,
1957.
57tonn
ad
stœrð, i smídum í Dráttarbraut Ke/lavikur árid
var Bjami frá Dalvík, smíðaður í
Danmörku. Hann hét sfðast Vatns-
nes og var þá í eigu þeirra félaga
Hilmars Magnússonar og Odds
Sæmundssonar.
Seldi teikningamar á4000
krónur
Það er eiginlega Mummi, sem
gerði það að verkum, að menn fóm
að sækjast eftir teikningum hjá mér.
Nú var hann bara venjulegur hekk-
bátur eins og reyndar bæði Hrönn
og Ólafur Magnússon.
Síðar fór ég svo lfka að teikna báta
með svonefndu kríserhekki. Þeirrar
gerðar vom t.d. bæði Svanurinn og
Guðbjörgin. Upphaf „kríser-
hekks" má rekja til tundurspilla,
það skutlag dregur minni sjó á eftir
sér, en hefðbundið hekklag. Og
auðvitað varð það tíska að hafa bát-
ana af þessari gerð.
Þetta vom nú á þessum tíma
ósköp litlar teikningar. Það var svo
miklu minni búnaður í bátum þá.
Og ég man að ég seldi lengi vel þess-
ar teikningar á 4000 krónur.
Bátamir sem ég teiknaði á þessum
tíma vom af stærðinni 50-60 tonn
og smíðaðir víða erlendis og hér
heima t.d. smíðuðu þeir á Akranesi
fýrir Guðfinnsbræður, Guðfinn (61
tonn), Dröfn í Hafnarfirði, m.a. það
fræga skip Víðir II, 56 tonna bát,
sem aflakóngurinn Eggert Gíslason
fiskaði hvað mest á. Einnig vom
þessir bátar smíðaðir á Norðfirði, og
í Ytri-Njarðvík, Ólfur Magnússon
(58 tonn) og Hrönn II (60 tonn) auk
Gunnars Hámundarsonar, sem ég
teiknaði upp úr teikningunni af
Mumma. En Halldór í Vömm setti
mér það skilyrði að báturinn mætti
ekki vera nema um 45 tonn. Ég vildi
FRAMHALD Á BLS. 340.
M/b Baldur KE 97 á heimaslód. Míb Bergvík KE 55 á landleið með sildarfarm.
FAXI 289