Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 23

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 23
Viötal viÖ KRISTÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR Nú fer því fólki ört fiekkandi sem fætt er fyrir aldamótin síðustu, þess vegna datt undirritaðri í hug að gaman væri að hafa tal af einni góðri konu hér í bæ sem fædd er 1895 og hefur búið í Keflavík síðan 1929, en það er Kristín Guðmundsdóttir á Suðurgötu 3 og gef ég henni orðið: Ég heiti Kristín Guömundsdóttir, er fædd 7. október 1895 að Hörgs- holti í Hrunamannahreppi, dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar ogkonu hans Katrínar Bjarnadóttur frá 'fungufelli í sömu sveit. Katrín var gift áður Árna Árnasyni frá Hamarsstöðum í Gnúpverjahreppi, áttu þau saman son, Árna sem síðan varð bóndi í Oddgeirshólum, kona hans var Elín Steindórsdóttir frá Hruna. Ég er næst yngst 13 systkina, elst- ur var Árni, þá Bjarni (dó 13 ára) næst var Guðrún, hennar maður var Skúli Skúlason frá Berghyl, síð- ar trésmiður hér í Keflavík, þá var Jón, lengi gestgjafi í Valhöll á Þing- völlum, hans kona var Sigríður Guðnadóttir, þá Kjartan, ógiftur myndasmiður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Guðmundur gullsmiður, ógiftur, dó á heimili mínu í hárri elli. Næst var Ólafía, gift Einari Þorkelssyni, þingskrif- ara, þá voru tvíburasystur sem dóu Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar nemendum, kennurum og öðrum Suðurnesjabúum gíeöiíegra jóía og farSœíbar d komanbi dri þökkum samstarfið á árinu SKÓLAMEISTARI í frumbernsku. Þá var það Guð- mann, bjó í Keflavík, hann var lengst af síldarmatsmaður, kona hans var Ólafía Ólafsdóttir, en hún var systir Einars manns míns. Næstur var Magnús, hans kona var Bjarnheiður Brynjólfsdóttir frá Norðfirði, en Guðmann og Magnús fórust í flugslysi með Glitfaxa 1951, næst í röðinni er ég, en maður minn var Einar Ólafsson, verkstjóri hjá Rafveitu Keflavíkur. Yngstur var Bjami, bóndi í Hörgsholti, hans kona var Jóhanna Guðmundsdótt- ir. Bjami gaf lengi út Hreppamann- inn. Ég ólst upp í Hörgsholti á mann- mörgu og skemmtilegu heimili. Gamli bærinn var byggður 1906, timburhús, þrír vinnumenn vom á heimilinu svo og þrjár vinnukonur. Á vertíð fóm vinnumenn í verið, en vinnukonur og unglingamir önnuð- ust kýr, kindur og hesta sem var mikil vinna. Bömin bám hey í pok- um í húsin og nefndu þau pokana eftir Njálu-mönnum, fallegustu pokamir vom Höskuldur Hvíta- nesgoði og Gunnar á Hlíðarenda, en Börkur digri var hálf ljótur, stuttur og digur, en Islendingasögur vom lesnar mikið á kvöldvökum. Sátu þá konur við að spinna, en vinnu- menn að kemba, vefa og spinna úr hrosshári og flétta reipi, sem heyið var bundið með, einnig notað í hnappheldur sem bundnar vom við framfætur hestanna. I vökulokin var æfinlega lesinn húslestur en það gerði faðir minn, síðan var sunginn sálmur. Á föstu vom passíusálm- amir sungnir. Baðstofan var stór, með rúmum föstum við veggina og hilla var fyrir ofan rúmin, alltaf sváfu tveir saman í rúmi. í geymslum vom stórar kistur sem í var geymt kom, ómalaður rúgur, sem malaður var heima og baka- FAXI 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.