Faxi - 01.12.1987, Síða 26
í bændasamfélagi fyrri alda voru
nokkur landsvæði þannig í sveit sett
að sjávarútvegur varð mikilvægari
atvinnugrein en landbúnaður. Sam-
einkenni þeirra staða var að búíjár-
rækt var örðug en fengsæl fiskimið
skammt undan landi. Verstöðvar
undir Jökli á Snæfellsnesi, Vest-
mannaeyjar og Suðumes voru mik-
ilvægustu byggðir af því tagi. Land-
mest var síðastnefnda svæðið og þar
urðu sviptingar mestar eftir að sam-
keppni hófst um íslenska skreið á
14. öld. Fjölmargir búðsetumenn
bjuggu þar á landlitlum eða land-
lausum kotum og því valt öll af-
koma fólks á aflabrögðum. Góð
hefði hún oft orðið ef allur arður
hefði mnnið til þeirra sem aflann
sóttu úr sjó en því fór fjarri. Land-
eigendur bára úr býtum drjúgan
hlut. Á kaþólskum tíma eignuðust
Skálholtsstóll og Viðeyjarklaustur
flestar jarðeignir suður með sjó en í
kjölfar ,,siðbótar“ urðu eigenda-
skipti: Danakonungur og ríkis-
menn í Kaupmannahöfn drógu til
sín eignir kirkjuvaldsstofnana — svo
að um langt skeið hvarf sá auður úr
landi sem áður rann til annarra hér-
aða innanlands.
Fram eftir öldum var byggð þétt-
ust þar sem skemmst var á mið og er
mikil saga tengd Grindavík, Höfn-
um og stöðum í hinum foma Rosm-
hvalaneshreppi sem nú era í Mið-
neshreppi og Gerðahreppi.
Skemmra er síðan fram stigu í
sviðsljós kaupstaðir tveir sem nú
era fjölmennustu byggðarlög á
Suðumesjum, Keflavík og Njarð-
vík. Þeir bæir standa við samnefnd-
ar smávíkur innst í Stakksfirði.
Keflavík var sögurýrt smábýli fram
að Básendaflóði 1799. í Njarðvík
Jón Böðvarsson:
Þéttbýlismyndun
við innanverðan
StakksQörð
bjuggu að vísu stundum mikils-
metnir ríkismenn á íslenska vísu -
en báðir vora staðimir bændabýli
og þéttbýlismyndun verður þar
raunveralega engin fyrr en á 20.
öld. Þótt Keflavík hafi verið versl-
unarmiðstöð alla 19. öld vora íbúar
þar einungis um 240 fyrir hundrað
áram og staðurinn ekki sérstakur
hreppur fyrr en eftir síðustu alda-
mót. Árið 1908 urðu Keflavík og
Njarðvík sérstakt og sameiginlegt
sveitarfélag. íbúar vora þar talsvert
færri en í Gerðahreppi — fjölmenn-
asta byggðarlagi á Suðumesjum.
Við manntalið 1910 töldust Gerð-
hreppingar 647 en 575 bjuggu í
Keflavík — Njarðvík. Sameiginlegt
hreppsfélag vora þorpin til ársins
1942.
Tímabilið frá aldamótum til 1940
var hnignunarskeið á Suðumesj-
um. Margt olli en tvennt var þyngst
á metum: gegndarlaus ásókn er-
lendra fiskiskipa sem toguðu upp í
landsteinum ogþurrjósu miðin - og
slæm hafnarskilyrði eftir að vél-
bátaútgerð hófst en árabátar hurfu.
Góð hafnarskilyrði fyrir nokkuð
stór fiskiskip urðu úrslitaatriði í
byggðarþróun. Áföll vegna breyttra
aðstæðna bitnuðu á Hafna-, Gerða-
og Vatnsleysustrandahreppum;
Grindavík og Miðneshreppur
(Sandgerði) héldu í horfi — en jöfn
og stöðug mannfjölgun varð í Kefla-
víkurhreppi.
í upphafi síðari heimsstyrjaldar
bjó þar tæpur helmingur Suður-
nesjabúa: 1578 manns af 3482 á
svæðinu öllu sunnan Straums.
íhugunarvert er hvaða þátt haf-
skipabryggjan í Keflavík átti í þeirri
framvindu. Á tveim næstu áratug-
um ijórfaldaðist íTúafjöldi við vík-
umar tvær. Því olli flugvallargerð á
heiðinni vestan við. Mikil eftirspurn
varð eftir vinnuafli og fólk hvaðan-
æva af landinu settist þar að. Njarð-
vík varð sérhreppur 1942 og Kefla-
vík hlaut kaupstaðarréttindi í mars-
mánuði 1949. — 1960 bjuggu 4700
manns í Keflavík en 1312 í Njarðvík,
samtals 6012. Þá bjuggu í hinum
sveitarfélögunum fimm samtals
2912 íbúar.
Borgartúni 21 - Sími 10440
Óskum öllum Suðurnesjabúum
(SíeÖtíegra jóía
og farSœíbar á komanbi ári
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
VÖRUFLUTNINGAR FRIÐRIKS ÍVARSSONAR
SÍMI 92-27071, GARÐI
Þessar tölur sýna að fyrir aldar-
fjórðungi var yfirgnæfandi meiri-
hluti fólks við innanverðan Stakks-
fjörð aðkomumenn, — fólk sem ekki
á hér ættarrætur. En hlutfall þess er
hærra en tölurnar gefa til kynna því
að margir innfæddir Suðumesja-
menn fluttu brott á þessu skeiði.
Oft er því fram haldið að eins kon-
ar gullgrafaraandrúmsloft hafi þá
ríkt hér um slóðir og víst má gild rök
færa fram til stuðnings þeirri skoð-
un. Hið aðflutta fólk vann við tekju-
öflun miklu lengur dag hvern en
teljast má eðlilegur vinnutími. Öðr-
um stundum varði það til þess að
reisa sér hús og koma undir sig fót-
um í nýju umhverfi. Við slíkar að-
stæður er eðlilegt að félagslíf sé
fáskrúðugt en fleira tafði menn-
ingarlega kjölfestu. Herstöðin sem
mesta vinnu veitti hafði vissulega
mikil áhrif. Nálægð við höfuðborg-
arsvæðið átti einnig drjúgan hlut að
máli. Þangað var og er auðvelt að
sækja tónleika, leiksýningar,
myndlistarsýningar og aðra menn-
ingarviðburði. Efist menn um
áhrifamátt þessa atriðis ættu þeir að
íhuga hvers vegna Húsvíkingar og
Akureyringar eiga miklu þróttmeiri
leikfélög en Hafnfirðingar og Kópa-
vogsbúar.
Fleiri veigamiklar ástæður mætti
nefna til skýringar á því að heil-
brigður byggðametnaður óx þá ekki
að sama skapi og íbúafjöldinn. En
ef hliðsjón er höfð af aðstæðum má
telja furðulegt hve vel landnemarnir
hafa fest rætur á þeim aldarfjórð-
ungi sem liðinn er síðan aðstreymis-
bylgjan lækkaði risið. Afkomendur
þeirra era þó miklu tengdari Suður-
nesjum og bæði Keflavík og Njarð-
vík hafa náð þeim árangri að standa
gömlum og grónum þéttbýlisstöð-
um jafnfætis sem atvinnu- og menn-
ingarlegar heildir — eða heild.
Við síðasta manntal vora íbúar á
Suðumesjum samtals 14.315 og
skiptust þannig milli staða: Keíla-
vík 6.993, Njarðvík 2.254, Grinda-
vík 1.997, Miðneshreppur 1.251,
Gerðahreppur 1.067, Vatnsleysu-
strandarhreppur 633 og Hafna-
hreppur 120 íbúar. Á Rosmhvala-
nesi búa því 11.565 manns og hinir
fáu íbúar í Hafnahreppi tilheyra
sama atvinnu- og þjónustusvæði.
Raunar era Keflavík og Njarðvík
samvaxnir staðir og vita fáir aðrir en
heimamenn hvar mörkin á milfi
liggja-
I upphafi greinar drap ég á hve
skammt er síðan Keflavík og Njarð-
vík urðu þéttbýlisstaðir. Rétt er að
enda greinarkom þetta með því að
hnykkja þar örlítið á.
Er Keflavíkurkirkja var reist
1914-1915 má heita að hún hafi
rúmað alla íbúa þorpsins en hún var
þó útkirkja frá Utskálum. Nú þykir
hún smá. Keflavík varð ekki sér-
294 FAXI