Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Síða 26

Faxi - 01.12.1987, Síða 26
í bændasamfélagi fyrri alda voru nokkur landsvæði þannig í sveit sett að sjávarútvegur varð mikilvægari atvinnugrein en landbúnaður. Sam- einkenni þeirra staða var að búíjár- rækt var örðug en fengsæl fiskimið skammt undan landi. Verstöðvar undir Jökli á Snæfellsnesi, Vest- mannaeyjar og Suðumes voru mik- ilvægustu byggðir af því tagi. Land- mest var síðastnefnda svæðið og þar urðu sviptingar mestar eftir að sam- keppni hófst um íslenska skreið á 14. öld. Fjölmargir búðsetumenn bjuggu þar á landlitlum eða land- lausum kotum og því valt öll af- koma fólks á aflabrögðum. Góð hefði hún oft orðið ef allur arður hefði mnnið til þeirra sem aflann sóttu úr sjó en því fór fjarri. Land- eigendur bára úr býtum drjúgan hlut. Á kaþólskum tíma eignuðust Skálholtsstóll og Viðeyjarklaustur flestar jarðeignir suður með sjó en í kjölfar ,,siðbótar“ urðu eigenda- skipti: Danakonungur og ríkis- menn í Kaupmannahöfn drógu til sín eignir kirkjuvaldsstofnana — svo að um langt skeið hvarf sá auður úr landi sem áður rann til annarra hér- aða innanlands. Fram eftir öldum var byggð þétt- ust þar sem skemmst var á mið og er mikil saga tengd Grindavík, Höfn- um og stöðum í hinum foma Rosm- hvalaneshreppi sem nú era í Mið- neshreppi og Gerðahreppi. Skemmra er síðan fram stigu í sviðsljós kaupstaðir tveir sem nú era fjölmennustu byggðarlög á Suðumesjum, Keflavík og Njarð- vík. Þeir bæir standa við samnefnd- ar smávíkur innst í Stakksfirði. Keflavík var sögurýrt smábýli fram að Básendaflóði 1799. í Njarðvík Jón Böðvarsson: Þéttbýlismyndun við innanverðan StakksQörð bjuggu að vísu stundum mikils- metnir ríkismenn á íslenska vísu - en báðir vora staðimir bændabýli og þéttbýlismyndun verður þar raunveralega engin fyrr en á 20. öld. Þótt Keflavík hafi verið versl- unarmiðstöð alla 19. öld vora íbúar þar einungis um 240 fyrir hundrað áram og staðurinn ekki sérstakur hreppur fyrr en eftir síðustu alda- mót. Árið 1908 urðu Keflavík og Njarðvík sérstakt og sameiginlegt sveitarfélag. íbúar vora þar talsvert færri en í Gerðahreppi — fjölmenn- asta byggðarlagi á Suðumesjum. Við manntalið 1910 töldust Gerð- hreppingar 647 en 575 bjuggu í Keflavík — Njarðvík. Sameiginlegt hreppsfélag vora þorpin til ársins 1942. Tímabilið frá aldamótum til 1940 var hnignunarskeið á Suðumesj- um. Margt olli en tvennt var þyngst á metum: gegndarlaus ásókn er- lendra fiskiskipa sem toguðu upp í landsteinum ogþurrjósu miðin - og slæm hafnarskilyrði eftir að vél- bátaútgerð hófst en árabátar hurfu. Góð hafnarskilyrði fyrir nokkuð stór fiskiskip urðu úrslitaatriði í byggðarþróun. Áföll vegna breyttra aðstæðna bitnuðu á Hafna-, Gerða- og Vatnsleysustrandahreppum; Grindavík og Miðneshreppur (Sandgerði) héldu í horfi — en jöfn og stöðug mannfjölgun varð í Kefla- víkurhreppi. í upphafi síðari heimsstyrjaldar bjó þar tæpur helmingur Suður- nesjabúa: 1578 manns af 3482 á svæðinu öllu sunnan Straums. íhugunarvert er hvaða þátt haf- skipabryggjan í Keflavík átti í þeirri framvindu. Á tveim næstu áratug- um ijórfaldaðist íTúafjöldi við vík- umar tvær. Því olli flugvallargerð á heiðinni vestan við. Mikil eftirspurn varð eftir vinnuafli og fólk hvaðan- æva af landinu settist þar að. Njarð- vík varð sérhreppur 1942 og Kefla- vík hlaut kaupstaðarréttindi í mars- mánuði 1949. — 1960 bjuggu 4700 manns í Keflavík en 1312 í Njarðvík, samtals 6012. Þá bjuggu í hinum sveitarfélögunum fimm samtals 2912 íbúar. Borgartúni 21 - Sími 10440 Óskum öllum Suðurnesjabúum (SíeÖtíegra jóía og farSœíbar á komanbi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða VÖRUFLUTNINGAR FRIÐRIKS ÍVARSSONAR SÍMI 92-27071, GARÐI Þessar tölur sýna að fyrir aldar- fjórðungi var yfirgnæfandi meiri- hluti fólks við innanverðan Stakks- fjörð aðkomumenn, — fólk sem ekki á hér ættarrætur. En hlutfall þess er hærra en tölurnar gefa til kynna því að margir innfæddir Suðumesja- menn fluttu brott á þessu skeiði. Oft er því fram haldið að eins kon- ar gullgrafaraandrúmsloft hafi þá ríkt hér um slóðir og víst má gild rök færa fram til stuðnings þeirri skoð- un. Hið aðflutta fólk vann við tekju- öflun miklu lengur dag hvern en teljast má eðlilegur vinnutími. Öðr- um stundum varði það til þess að reisa sér hús og koma undir sig fót- um í nýju umhverfi. Við slíkar að- stæður er eðlilegt að félagslíf sé fáskrúðugt en fleira tafði menn- ingarlega kjölfestu. Herstöðin sem mesta vinnu veitti hafði vissulega mikil áhrif. Nálægð við höfuðborg- arsvæðið átti einnig drjúgan hlut að máli. Þangað var og er auðvelt að sækja tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og aðra menn- ingarviðburði. Efist menn um áhrifamátt þessa atriðis ættu þeir að íhuga hvers vegna Húsvíkingar og Akureyringar eiga miklu þróttmeiri leikfélög en Hafnfirðingar og Kópa- vogsbúar. Fleiri veigamiklar ástæður mætti nefna til skýringar á því að heil- brigður byggðametnaður óx þá ekki að sama skapi og íbúafjöldinn. En ef hliðsjón er höfð af aðstæðum má telja furðulegt hve vel landnemarnir hafa fest rætur á þeim aldarfjórð- ungi sem liðinn er síðan aðstreymis- bylgjan lækkaði risið. Afkomendur þeirra era þó miklu tengdari Suður- nesjum og bæði Keflavík og Njarð- vík hafa náð þeim árangri að standa gömlum og grónum þéttbýlisstöð- um jafnfætis sem atvinnu- og menn- ingarlegar heildir — eða heild. Við síðasta manntal vora íbúar á Suðumesjum samtals 14.315 og skiptust þannig milli staða: Keíla- vík 6.993, Njarðvík 2.254, Grinda- vík 1.997, Miðneshreppur 1.251, Gerðahreppur 1.067, Vatnsleysu- strandarhreppur 633 og Hafna- hreppur 120 íbúar. Á Rosmhvala- nesi búa því 11.565 manns og hinir fáu íbúar í Hafnahreppi tilheyra sama atvinnu- og þjónustusvæði. Raunar era Keflavík og Njarðvík samvaxnir staðir og vita fáir aðrir en heimamenn hvar mörkin á milfi liggja- I upphafi greinar drap ég á hve skammt er síðan Keflavík og Njarð- vík urðu þéttbýlisstaðir. Rétt er að enda greinarkom þetta með því að hnykkja þar örlítið á. Er Keflavíkurkirkja var reist 1914-1915 má heita að hún hafi rúmað alla íbúa þorpsins en hún var þó útkirkja frá Utskálum. Nú þykir hún smá. Keflavík varð ekki sér- 294 FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.