Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 31

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 31
sleppti Mummi tóginu. Gerðist þetta á ellefta timanum árdegis. Síðan sigldu þeir skipstjóri, stýri- maður og vélstjóri Árna til Keflavík- ur. Þangað var komið um kl. eitt eftir hádegi. Aðrir af áhöfninni fóru úr Mumma yfir í Maríu Júlíu, sem flutti þá til Sandgerðis. Það réði trúlega mestu við björg- un Árna Þorkelssonar, að veður var skikkanlegt, að vísu SV-kaldi og nokkur sjór. Hins vegar mátti lítið út af bera, svo menn og skip týndust ekki. Enginn annaren Hafsteinn gat bjargað bátnum við þær aðstæðúr sem þarna voru. Þarna voru þó margir bátar og auk þess varðskip, sem engan kafara hafði innan- borðs. Ef veður hefði versnað með- an á björgun stóð hefði báturinn trú- lega sokkið. Síðar kom í Ijós, að vatnsþétt skil- rúm á milli lestar og aftur- og fram- skips, björguðu bátnum. Þar sem nokkur síld var í lestinni, hefðu tré- skilrúm brostið um leið og sjór fór að renna niður í lestina og síldin komst á hreyfingu við velting báts- ins. Síðar krafðist Hafsteinn Jóhannsson, 3,5 milljóna króna í björgunarlaun. En upphæðin var u.þ.b. helmingur af matsverði skips og afla. Hafsteinn byggði kröfu sína á, að hann hefði lagt sig í stórhættu við björgunina, er aðrir gátu ekkert gert. Undirréttur tók undir þessa kröfu, taldi að hér væri um algjöra björgun að ræða. Hafsteinn hefði lagt sig í lífshættu úti á rúmsjó í náttmyrkri, en sýnt mikið snarræði og dugnað. Enda gat báturinn sokk- ið þá og þegar meðan á björgun stóð. Bátur og afli var mtinn á sjö milljónir króna. Undirréttur dæmdi Hafsteini 800 þúsund krónur í björgunarlaun, en Hæstiréttur lækkaði þau I 500 þúsund auk vaxta. Árni Þorkelsson var stálbátur, 101 lest, smlðaður I Austur-Þýska- landi 1961. Eigandi Helgi Eyjólfs- son o.fl. ( Keflavík. (Vegna prcntaravcrkfalls í des. 1963, var lítið minnst á málið í dagblöðum. Þó eru greinar í þessum blöðum: Alþbl. 21. des. 1963: „Vatnsþéttu skilrúmin björguðu bátnum“. Mbl. 21. des. 1963: Síldarbátur leggst á hliðina undan þunga vörp- unnar“. Mbl. 3. maí 1964: „Hafsteinn frosk- maður krefst 3,5 milljóna kr. björg- unarlauna“. Málsatvik eru ítarlega rakin í: Hæsta-réttardómum 1966, bls. 194-200). 1964 Sjómanni bjargað frá drukknun Aðfaranótt 2. janúar 1964, féll skipverji af v.b. Smára GK milli báts og bryggju í Keflavíkurhöfn. Maður- inn var nokkurn tíma í sjónum áður en hjálp barst. Varð honum ekki meint af. Nafns hans er ekki getið. (Stuttar fréttir í Mbl. og Þjóðviljan- um 3. jan. 1964). V.b. Árni Þorkelsson bjargar tíu mönnum Að morgni mánudagsins, 13. jan. 1964, voru síldarbátar að veiðum á austurkanti Síðugrunns, austur af Vestmannaeyjum. Meðal báta voru Hringver VE 393 og Árni Þorkels- son KE 46. Hringver var að háfa inn gott kast, þegar báturinn lagðist skyndi- lega á hliðina. Lest bátsins var þá rétt full af síld, í henni voru tæpar ellefu hundrað tunnur. Hæg suð- vestan átt var, en nokkur kvika. Skipverjar lokuðu öllum hurðum og lúgum, en báturinn réttist ekki. Heldur hélt áfram að velta. Liðu vart meira en tíu til fimmtán mínútur, þar til hann sökk. Sendur Hringversmenn strax út neyðarkall. Næstur báta var Árni Þorkelsson. Skipstjóri á bátnum var ísleifur Guðleifsson, úr Keflavík. Árni Þorkelsson hélt þegar af stað og innan stundar sáu menn á Á.Þ. Hringver hverfa (djúpið. Skammt frá Olíuflutningaskipid Litlafell. V.h. Jón tíarðar úr tíarði. sást Ijós á gúmíbát Hringvers- manna. Er að var komið, var gúmí- báturinn aðeins blásinn upp til hálfs, og mátti vart tæpara standa. í bátnum var sjór, mennirnir blautir, og einn synti í sjónum við bátinn. Um borð i Á.Þ. fengu Hringvers- menn heitt kaffi og þurr föt. Því næst var haldið til Vestmannaeyja. Klukkan var þá um sjö að morgni. Til Eyja var komið kl. fjögur síðdegis. Þetta var fyrsta ferð ísleifs Guð- leifssonar, skipstjóra, með Á.Þ. Hann var því ekki með bátinn, er hann var hætt kominn V af Garð- skagaað morgni 19. des. 1963. En þar munaði litlu, að Á.Þ. sykki með svipuðum hætti og Hringver. (Mbl. 14.jan. 1964: „iVeir Eyjabátar sukku á Síðugrunni í gærmorgun“. Árbók SVFÍ 1966, bls. 77-83. M.s. Litlafell siglir á hafnargaröinn Um kl. ellefu f.h., hinn 21. janúar 1964, sigldi m.s. Litlafell á hafnar- garðinn I Vatnsnesvík. Var skipið að koma með olíufarm og þar sem enn var hásjávað lenti skipið á skjól- garðinum sjálfum. Brotnaði skarð úr veggnum og sér vel móta fyrir því utan við vinnuskúrinn á garðinum. Að vísu var steypt í skarðið fljót- lega. Áreksturinn varð, þegar vélar skipsins svöruðu ekki hringingu úr brú, um að halda aftur á bak. Lenti skipið með akkerisaugað á skjól- garðinn. Dældaðist stefnið, en ekki kom gat á það. Litlafell losaði síðan ollufarminn við gömlu hafskipa- brygguna. (Stutt frítt í Mbl. 22. jan. 1964). V.s. Hamravík bjargar áhöfn Jóns Garðars Um kl. fimm, að morgni miðviku- dagsins 22. jan. 1964, er v.s. Jón Garðar frá Garði, var á siglingu sex- tán sjómllur SA af Hjörleifshöfða, lagði vindhviða skipið á hliðina, svo það sökk á sjö til tíu mfnútum. Þeir á Jóni Garðari voru á síld, fengu gott kast daginn áður. í lest bátsins voru níu hundruð til níu- hundruð og fimmtíu tunnur, en á dekki voru um hundrað tunnur. Um kl. 1,20 aðfaranótt miðvikudags, var lagt af stað með farminn til Vest- mannaeyja. Menn gengu til náða, en skipstjóri, háseti og vélstjóri voru á vakt. Um miðnætti hafði hvesst nokk- uð af suðvestan og kvika var tölu- verð. Allt gekk þó vel, þar til kl. fimm um morguninn. Lagði þá hvöss vindhviða bátinn á stjórnborðssíð- una. Sáskipstjóri að báturinn myndi ekki rétta sig við. Sendi hann því út neyðarkall. Einnig kveiktu skipverj- ar öll Ijós á bátnum, til að auðvelda leit að honum. Enda fór svo, að nærstaddur bátur, Hamravík KE 75, kom fljótlega á staðinn. Skipverjar á Jóni Garðari komust flestir fá- klæddir í gúmíbát, en var bjargað um borð í Hamravík eftir u.þ.b. tlu mínútur. Skipstjóri á Hamravík var Magnús Bergmann frá Keflavík, en skipstjóri á Jóni Garðari var Sigurður Brynj- ólfsson. (Mbl. 23. jan. 1964: „Þriðja síld- veiðiskipið sekkur — mannbjörg“. Árbók SVFÍ 1966, bls. 77-83). Framhald í næsta blaði íjölumaður vá- tryggingafélags nokkurs fór í ýmis fyrirtæki og seldi þjófnað- artryggingar. Hann hitti for- stjóra eins fyrirtækis að máli: — Viljið þér þjóftryggja allt innbú skrifstofunnar? Forstjórinn: — Allt nema klukkuna. Pað fylgjast allir með henni. FAXI 299
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.