Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Síða 34

Faxi - 01.12.1987, Síða 34
ei,ní»-y"d ■ ugmyndir læknavísindanna um hina ýmsu þætti mannlegrar heilbrigði hafá trúlega breyst meira á síðustu tveimur áratugum en á mörgum öldum þar áður. Segja má að heilbrigðishugtakið hafi síðustu tvo áratugina verið í hraðfara útvíkkun. Þessi útvíkkun eins mikilvægasta hugtaks afira menningaþjóða mannkynssögunnar á rætur sína að rekja til aukinnar þekkingar á uppbyggingu og starfsemi mannverunnar. Sú aukna þekking er afrakstur fullkomnari rannsóknartækja og ekki síður, áreiðanlegri rannsóknarað- ferða. Þessi grein mun fýrst skýra lítillega frá nokkrum þáttum þessarar nýju þekkingar, sxðan draga upp víðfeðma og nýstárlega mynd af frum- þáttum mannlegrar heilsu og að lokum benda á hvað heilsurækt á þeim víða grxmdvelli felur í sér. Höfundur þessarar greinar, Ámi Hólm, hefur undan- farinn áratug stundað rannsóknir i sálarfrœði og á síðari árum sérstaklega hvað varðar samspil sálar- lífs og heilbrigði. Arni er mörgum Suðurnesjabúum að góðu kunnur, en hann var kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja árin 1980 til 1982. Einnig gekkst hann fyrir nokkrum fjöl- skyldunámskeiðum á sama tima. Að loknu kennara- prófi hélt Árni til náms í Bandaríkjunum, þar sem hann lauk B.A. prófi í stœrðfrœði, M.A. prófi í uppeldisfrœði og síðan doktorsprófi í uppeldis- og ráðgjafasálfrœði. Grein sú er hér birtist lýsir hluta af þeim niðurstöðum sem rannsóknir Áma hafa leitt í Ijós. ar sem mikið hefur verið rit- að og rætt um næringu og líkamsrækt (með allgóðum árangri á íslandi, þó betur megi ef duga skal), munu þeir þætt- ir ekki ræddir hér, heldur teknir fyrir þeir þættir sem lítið sem ekk- ert hafa komið fyrir almennings- sjónir hér á landi. Niðurstöður ým- issa rannsókna hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að ýmistlegt annað en þjálfunarleysi og rangt fæðuval leiðir til miður góðrar heilsu. Kem- ur þar sumt á óvart. Sameiginlegt þeim þáttum sem teknir verða fyrir er hið nána og flókna samband sem nú er vitað að ríkir milli hugans og líkamans. Hér er ekki átt við sambandið milli heil- ans og líkamans, sem að sjálfsögðu er náið (þar sem drjúgur þáttur heilastarfseminnar er að stjóma og viðhalda eðlilegri starfsemi hinna ýmsu h'ffæra líkamans), heldur sambandið milli tilfinninga, hugs- ana, vilja og viðhorfa annars vegar og líkamans hins vegar. Rannsóknir hafa sýnt að þar leynist margt merkilegt. Áhrif streitu á heilsuna Streita leiðir til kvíða, önuglyndis og þunglyndis og, á háu stigi, til höfuðverkjar, þyngsla fyrir brjósti og jafnvel magasárs. Þessi sálrænu og líkamlegu einkenni streitu þekkja allir, en fáir vita um það nána samband sem er á milli streitu og vamarkerfis líkamans. Rann- sóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að áhrif streitu á heilsuna em áþreifan- legri en marga grunaði. Sýnt hefur verið fram á að minnkandi fram- ieiðsla vamarfruma líkamanns er samfara streitu. Ein af hinum þrem- ur tegundum varnarfruma líkam- ans em kallaðar T-fmmur (frá enska heitinu ,,thymus“ yfir hóst- arkirtilinn). Tiiraunir hafa staðfest að framleiðsla þessara T-fmma minnkar þegar streita er til staðar sem leiðir til þess að líkaminn er berskjaldaðri fyrir innrás veira, baktería, sveppa og annarra mót- efnisvaka (T-fmmur gefa frá sér efni sem er mikilvægur liður í útrým- ingu mótefnisvaka).1 Ahrif streitu á heilsu manna á okkar tímum em svo mikil að þeir iæknar og rannsóknamenn sem nú skrifa kennslubækur í læknisfræð- um staðhæfa að 50-80% af sjúk- dómum í dag séu annaðhvort geð- veffænir eða streituskyldir sjúk- dómar.2 Heilbrigði og geðblær En ekki er það aðeins streita sem áhrif hefur á framleiðslu og starf- semi vamarfruma, því nú hafa rannsóknir sýnt að geðblær er tengdur starfsemi vamarkerfisins. Arthur A. Stone við Ríkisháskóla New York fylkis í Bandaríkjunum gerði nýlega rannsókn þar sem 30 tannlæknanemum var gefið hættu- laust lífrænt efni sem líkaminn myndar mótefni gegn. Yfir tveggja mánaða tímabil var framleiðsla mótefna mæid og nemamir beðnir að lýsa geðblæ sínum þrisvar í viku. Þegar allar tölur vom bomar saman kom í ljós að framleiðsla mótefn- anna var lægst þegar skapið var ekki upp á það bestad Þessi niðurstaða gefur vísbend- ingu um að vamarkerfi líkamans sé ekki einungis viðkvæmt fyrir streitu, heldur að glaðværð og dap- urleiki spili þar inn í einnig. Marga hafði gmnað að þama væri sam- band á milli, en þetta er í fyrsta sinn sem vísindalegar rannsóknir benda til að svo sé. Áhrif tilfinningaálags Nota má orðið hleðslutilfinningar yfir tiifinningar sem hiaðast upp í 302 FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.