Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1987, Side 36

Faxi - 01.12.1987, Side 36
STAPAFELL VARAHLUTADEILD Tilvaldar jólagjafir: Rafmagnshandverkfæri Rafhlöðuvélar — Topplyklasett Verkfærakassar — Lóðboltar Jólaljósasamstæður — Jólatrésfætur STAPAFELL VARAHLUTADEILD SÍM111730 OG 12300 Tilkynning um ÁRAMÓTABRENNUR Þeim sem hafa œtlaö sér aö hafa áramótabrennu, á svœöi Brunavarna Suöurnesja, ber aö sœkja um leyfi til Slökkviliös B.S. í Keflavík. Skilyröi fyrir leyfisveitingar er, aö ábyrgöarmaöur sé fyrir brennunni. Brennur sem veröa hlaönar upp og ekki hefur veriö veitt leyfi fyrir, veröa fjarlœgöar. Umsóknir berist fyrir 23. desember 1987. LÖGREGLAN í KEFLAVÍK, NJARÐVÍK OG GULLBRINGUSÝSLU BRUNAVARNIR SUÐURNESJA og starfsgetu. Það felur einnig í sér að hafa viðunandi geð, raunhæft og skýrt skilvit og virkan, áhrifaríkan vilja. Það sem nú er upp talið mætti kalla starfsemitæki mannsins. Að hafa þessi tæki óskert og í góðu ástandi er sannarlega nauðsynlegt skilyrði fyrir að við ráðum við það sem mannlegt líf kallar á. En það er með starfsemitæki mannsins eins og öll önnur tæki og verkfæri — þau eru okkur til einskis gagns nema við kunnum að nota þau. Hvemig okkur tekst til við að nota starfsemitæki okkar (líkama, geð, skilvit og vilja) í viðskiptum okkar við ytri raunveruleika er miðkjarni mannlegrarheilbrigði. Mörgumles- endum mun eflaust finnast að hér sé um hæfni að ræða en ekki heilsu. Það er að vísu rétt ef við lítum ein- göngu á orsakahliðina. En þegar lit- ið er á afleiðingahliðina kemur í ljós að vanlíðan og vanheilsa era áþreif- anlegar afleiðingar þess að búa ekki yfir þessari hæfni, hvort sem það er tímabundiðeðalangvarandi. Heilsa og hæfni eru mjög tengd hugtök, þó fyrra hugtakið sé yfirleitt notað um getu sem kemur og fer af völdum einhverra tímabundinna áhrifa- þátta, en hið síðara um getu sem að jafnaði er alltaf til staðar. Að ráða ekki við hið líkamlega og félagslega umhverfi okkar er ekki eingöngu að kenna lélegum starf- semitækjum, þó stundum sé þaö tilfellið. Þar kemur margt annað til. Alveg eins og við getum átt skínandi góð og fullkomin verkfæri og ekki vitað hvar, hvernig og hvenær á að nota þau, getum við haft ágætis starfsemitæki án þess að kunna að fara með þau. Ef við höfum ekki lært hvar, hvemig, hvenær og hvers vegna á að beita líkama okkar, geði, skilviti og vilja við þau verkefni og þær kringumstæður sem hinir ýmsu þættir mannlegs umhverfis kalla á, er afleiðingin ekki heil- brigði, heldur sundrung - við erum vanheil, höfum ekki heilsu í þeirri víðu merkingu sem hér er til um- ræðu. Hugtakið persónuheilsa verður notað hér til að tákna alhliða heilsu einstaklingsins með tilliti til allra starfsemisviða mannverunnar (sem talin verða upp hér að neðan). Hug- takið persónuheilsa mætti skil- greina þannig; ákjósanlegasta ástand líkama og hugar samfara árangursríkri og ánægjuveitandi starfsemi í öllum viðskiptum við hið líkamlega, félagslega og tilverulega umhverfi. Að vera heilbrigður í þess- um skilningi er að vera heill á öllum sviðum mannlegs lífs, það er að hafa nothæf og áhrifarík starfsemitæki og að geta notað þau með viðunandi ár- angri í viðskiptum við hið þríþætta umhverfi mannsins. Hugtakið hið til- verulega umhverfi þýðir hér þær al- hliða kringumstæúur sem mannveran háir lífsbaráttu sína við og innifelur óvissuna um upphaf, tilgang og hlut- skipti mannlegrar tilveru (the human oondition). Starfsemisvið mannsins Þegar mannleg starfsemi er rann- sökuð til hlítar má skipta henni í frumustarfemi, sem lýsir starfsemi- tækjum mannverunnar (líkaman- um, geðinu, skilvitinu og viljanum) og vidskiptastarfsemi sem snýst um hvernig starfsemitækin eru notuð í viðskiptum við hina þrjá þætti um- hverfisins (hið líkamlega, hið fé- lagslega og hið tilverulega um- hverfi). Bæði frumstarfsemin og viðskiptastarfsemin verða að vera í lagi til þess að einstaklingurinn njóti góðrar persónuheilsu, eins og látið var að liggja hér að framan. Hér fyrir neðan verður gefin stutt lýsing á þeim sviðum sem falla undir frumstarfsemina og þeim sem falla undir viðskiptastarfsemina og síðan rætt um hvernig okkar eigiö atferli hefur úrslitaþýðingu varð- andi þá persónuheilsu sem við bú- um við hverju sinni. Þau „starf- semisvið" sem talin eru upp hér að neðan eru tekin beint úr Persónu- kerfinu sem greinarhöfundur hefur unnið að í nokkurn tíma og var lýst lítillega í viðtali við Morgunblaðið og Þjóðviljann sl. sumar. Frumstarfsemisviðin Undir frumstarfsemina falla íjög- ur svið. Fyrst er að nefna líkams- sviðid sem innifelur hinn áþreifan- lega líkama mannsins og hreyfibún- að hans (vöðva og tilheyrandi hreyfikerfi heilans). Heilsurækt hefur frá fyrstu tímum snúist um líkamssviðið, og það ekki að ástæðulausu. Líkaminn er áþreif- anlegasti hluti mannverunnar og líffærakerfm sem hann saman- stendur af, allt frá beinagrindinni upp í hinar ýmsu heilastöðvar eru undirstaða allrar reynslu okkar og framkvæmda. Þegar líkaminn er laus við sjúk- dóma ogmeiðsli, fær þau næringar- efni sem nauðsynleg eru efnaskipt- um hans og allri líffærastarfsemi og þá þjálfun sem þarf til að viðhalda vöðvakerfinu, höfum við góða lík- amsheilsu. Innifalið í líkamsheils- unni er ástand heilans sem líkam- legs líffæris, en þar með er það upp talið. Persónuheilsa er eitthvað ann- að og miklu meira. Hvemig okkur famast í lífinu er háð öllum þáttum persónuheilsunnar og líkamsheilsa er aðeins einn þeirra þátta. Enginn vafi leikur þó á að líkamsheilsan er undirstaðan að góðri persónu- heilsu, en eins og fram kemur hér 304 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.