Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 41

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 41
ur, klámbúllur, sölubúðir, tónlist og hávaði einkennir þetta hverfi. Sum- ir lentu meira að segja í smáævin- týrum þarna. Fengu pílur í hjarta- stað og þurftu jafnvel að borga sig út af erótískum sýningum. - En hvað um það tíminn leið fljótt og þetta kvöld komust menn í fyrsta sinn í tæri við mat þeirra Thilendinga og getur enginn haldið því fram að hann sé bragölaus. Þar sem fólk var búið að vaka lengi og átti langt flug að baki, sem mér finnst margir gera nú of mikið úr, var ákveðið að hafa frjálsan dag, daginn eftir. Menn höfðu heyrt um þetta viðurkennda Tai-silki og átti leiðsögumaðurinn okkar hann Tao Wee fullt í fangi með að koma öllu liðinu til klæðskera. Þeir voru flest- ir indverskir og kom margt spaugi- legt á daginn við að gera öllum til hæfis. Klofbótin var of síð hjá þess- um en strengurinn of þröngur hjá öðrum, en allt hafðist þetta að lok- um og allir ánægðir að ég held, ekki síst Indverjamir sem löðursveittir vildu allt fyrir okkur gera. Margir þóttust góðir að geta stöðvað þá af í sölumennsku þegar komnar voru 12 skyrtur eða 8 safari-föt. En fleira var gert í Bankok, sjálfri englaborginni en fatakaup. Borgin hefur upp á margt að bjóða. Hún er samansafn andstæðna, - gamalt og nýtt, - austrænt og vestrænt. Spennandi hringiða með alls kyns uppákomum og heillandi mannlífi. I Iún stendur á bökkum Chas Phya-árinnar, sem er nokkurs konar lífæð landsins. Listaverkin eins og sum musteranna eru annars vegar og á hinn veginn fátæktin og örbirgðin eitt allsherjar kaos. Við skoðuðum nokkur muster- anna t.d. Wat 'IVaimit musterið með Búddha-líkneski úr skíragulli, sem er fimm og hálft tonn að vigt. Þetta lík- neski fannst fyrir ekki alllöngu síð- an, en það var allt hulið stein- steypu. Eflaust hefur það verið falið í einhverju stríðinu við Burma-búa en þessar tvær þjóðir hafa lengi eld- að grátt silfur saman. Líkneskið fannst fyrir tilviljun er sprunga kom í múrinn glitti í eitthvað hið innra. Að sjálfsögðu þurfa menn að fara úr skóm þegar slík dýrð er augum litin < og er því spaugilegt að sjá allan þann akur skópara og merkilegt að hver skuli finna sitt. Þama upplifð- um við jarðarför, ekki þá síðustu í ferðinni, en þetta var kínversk jarð- arför og fátt líkt með henni og okkar hefðbundnu. Minnti meira á mark- aðstorg þar sem hver prangarinn hrópaði upp gæði sinnar vöru, en að um útför væri að ræða. Ekki er Wat Benchamabopit musterið síður sérstætt. Það er stundum kallað ítalska musterið eða marmaramusterið, enda að öllu leyti byggt úr innfluttum, ítölskum marmara. Hrein listasmíð. Og ekki er íburðurinn minni innan dyra. I Wat Po musterinu er risalíkneski af Búddha í liggjandi stellingu. Okkur var spurn hvort hann væri að hvila sig, en fengum að vita að hann var aðeins að íhuga. Um stærð líknesk- isins má geta að iljar þess voru um mannhæð í þvermál. Kvöldið var síðan notað til þess að lara á þjóðlegan matsölustað og njóta tailenskrar matargerðarlistar um leið og dansarar sýndu okkur þjóðdansa sem er túlkun þeirra á þjóðsögum. Til þess að hafa þetta sem líkast raunveruleikanum hefur verið útbúinn nokkurs konar flór undir langborðið þannig að það leit út fyrir að við sætum flötum bein- um á gólfinu. Að sjálfsögðu skriðu framreiðslu- stúlkurnar á fjórum fótum við að bera í okkur allan þann sæg af rétt- um hvern öðrum betri, í krúsum og kyrnum. Ekki var mikill vandi að finna skóna sína í „hrúgunni" við útidyrnar að skemmtun lokinni og heim haldið í þykku og hlýju myrkrinu. Ekki er áhlaupaverk að heim- sækja konungshöllina. Það er í raun og veru rangnefni að kalla þetta konungshöll. Þetta er c.a. 220.000 fermetra svæði umgirt fjórum 1900 metra löngum múrveggjum. Fjöldi bygginga er nær óteljandi og hver annarri fbuniarmeiri. Þarna eru stjórnarskrifstofumar til húsa, að ekki séu nefnd öll musterin. Til dæmis má nefna konunglegu kap- elluna, sem stendur við hlið bústað- ar konungs og hefur að geyma Búddha-lficneski úr smaragði og er það klætt eftir árstíðum. Annars sagði 'Iho Wee okkur það að í 'Iái- landi væru ekki fjórar árstíðir, vor, sumar, vetur og haust eins og hjá okkur. Þar væm aðeins þijár. Heitt, heitara og heitast. Ekki minna undur er Dusit þyrp- ingin með útskornum þökum í pagóðu-stíl. Þá er það Cakri-þyrp- ingin eins og úr hvítum marmara með gulllögðum tumspírum. Ann- ars er eins og allur heimsins arkitektúr eigi þarna sín sýnishorn. Kambódískir turnar, gullnar spírur, já, meira að segja heilu byggingam- ar virðast hafa verið teknar frá göt- um Lundúna og þeim plantað hér. Þrátt fyrir þetta ósamræmi fannst mér umhverfið fallegt og menn skyldu muna að gefa sér góðan tíma til skoðunar og eiga nóg af ftlmum. Það er ekki alls staðar sem þú rekst á marga tugi metra háa tumspíru al- setta ekta blaðgulli. Eftir að hafa þurrkað af sér svit- ann og farið í sturtu var aftur lagt af FRAMHALD Á BLS. 352. Óskum starfsfólki okkar til sjós og lands gíebiíegra jóía og faréœfé komanbi ctr$ Pökkum vel unnin störf á liðnum árum Útgerð Gunnars Hámundarsonar Jóla- smákökumar okkar flytja ykkur bestu jóla- og nýársóskir frá okkur FAXI 309
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.