Faxi - 01.12.1987, Side 43
Njáll Benediktsson, Garði:
Dysin í Gufhskálastekk
TVær aldir eru síðan uppvíst varð
um hin hryllilegu grimmdarverk að
Gufuskálum í Leiru. Það var seint 1
júlímánuði 1787. Á þessum tíma
var séra Egill Eldjámsson prestur á
Útskálum í Garði. Foreldrar hans
voru Eldjárn Jónsson prestur að
Möðruvallaklausturbrauði, dáinn
1725, og Þórvör dóttir Egils prest í
Glaumbæ, Sigfússonar. Egill vígðist
að Mosfelli í Mosfellssveit 1752, en
fékk Útskála 1753. Egill var rúm-
lega sextugur þegar þessi atburður
gerðist. Ölsækinn nokkuð og tæp-
ast ráðandi orðum sínum og gerð-
um, þegar hann komst í búðina í
Keflavík, þar sem tunnurnar stóðu
á stokkum. Það hafði firrt hann
margri mæðu að síðustu tvö ár hafði
hann haft sér við hönd ungan að-
stoðarprest séra Guðmund Böðv-
arsson tengadson sinn. Meðal sókn-
arbarnanna var hálffertugur bóndi
á Gufuskálum í Leiru, Jón Sæ-
mundsson að nafni, kvæntur Guð-
rúnu Helgadóttur. Munu þau hjón
hafa verið heldur við efni, enda
töldust Gufuskálar girnileg jörð og
Iæiran það byggðarlag á öllu Rosm-
hvalanesi er best lá við fiskimiðum.
Það var miðsvæðis, hvort heldur
sótt var í Garðsjó eða fiskur var
genginn í Stakksijörð og undir
Vogastapa.
A heimili Gufuskálahjóna var
kona ein um fimmtugt, Elín Stef-
ánsdóttir að nafni, niðursetningur á
bænum. Bjó bróðir hennar, er Berg-
þór hét, að Flankastöðum á Mið-
nesi, en framan af ævi hafði þetta
fólk verið í koti einu við Fuglavík í
skjóli Þorgeirs Markússonar er í
eina tíð var prestur á Útskálum, en
missti kjól og kall sökum þess að
honum varð að fótakefli sú freistni
að flingra við kaupmannsseðla í
Keflavík í ábataskyni. Hafði maður
Elínar, heitið Guðmundur Runólfs-
son og fleyttust þau lengi í þurrabúð
með böm sín og svipað og aðrir fá-
tæklingar í móðuharðindunum
komust þau á vonarvöl og hefur Elín
að líkindum verið þrotin að heilsu
og burðum er hún lenti á sveit. Þá
var mannfæð mikil og víða vantaði
hjú jafnskjótt og batnaði í ári og
búhagir skánuðu.
Ekki virðist hafa verið dælt að tala
við Elínu. Hún var svarkur í geði,
illskeytt og orðljót og ákaflega mis-
lynd. Þótt hún blessaði einhvem
aðra stundina gat hún formælt hon-
um hroðalega í næstu andrá. Slfk
skapbrigði voru tíð og ekki sök
hennar einnar, því að atlætið sem
hún bjó við, virðist hafa verið miður
gott og oft var henni skapraunað
með ýmsu móti.
Vinnumenn tveir voru á Gufu-
skálum, Ingimundur Bjarnason og
Ingjaldur Jónsson og er þess eink-
um getið að þau Ingjaldur og Elín
Greinarhö/undur, Njúll Benediktsson,
Gardi.
elduðu löngum saman grátt silfur
og var heift og hatur þeirra á milli.
Gufuskálahjón voru einu mann-
eskjurnar, sem Elín hrakyrti ei né
áfelldist. Þó muldu þau ekki undir
hana. Var það eitt með öðm að hún
var naumt haldin í mat og varð
henni það á þetta sumar að krytja
sér ost og mataróveru einhverja úr
búri húsfreyju. Þetta komst upp og
voru henni settar harðar skriftir.
Húsbændurnir ógnuðu henni og
sögðust ætla að kæra glæp hennar
fyrir séra Agli á Útskálum og Jón
bætti því við orðum sínum til
áherslu, að hann myndi gefa henni
hinn versta vitnisburð í öllum
greinum. Glúpnaði hún mjög við
slíkar hótanir. Þótti í flest skjól fokið
fyrir sér og barst lítt af. Vænti hún
sér einskis góðs af presti og hrepp-
stjómm ef hún yrði fengin þeim til
hirtingar.
Þetta mun hafa gerst seint í júlí-
mánuði 1787. Að kvöldi síðasta
dags mánaðarins kom Ingimundur
Jónsson frá Stóra-Hólmi að Gufu-
skálum þar sem hann ætlaði að
ganga að slætti nokkra daga. Þenn-
an dag var Elín fámálug framar
venju og uggandi mjög um hag sinn.
Um kvöldið stundi hún og hljóðaði
sem fársjúk væri. Stoðaði ekki þótt
á hana væri hastað og þegar fólk
þreyttist á kveini hennar og fór að
ganga á hana hvað að henni amaði
svaraði hún með löngum harmatöl-
um. Var það mergur málsins að hún
væri hrakin og ofsótt í einstæðings-
skap sínum og jafnvel maður henn-
ar hefði farið frá henni svo að hún
hefði enga stoð af honum haft. Yrði
hún nú hrakin frá Gufuskálum lægi
ekki annað fyrir henni en deyja út af
manna á meðal og væri þá eins gott
að hún sálgaði sér. Harðnaði svo
ræðan að hún missti á sér alla stjóm
og var þá farið að impra á því að
sækja séra Egil út að Útskálum til
þess að tala um fyrir henni. Gaf hún
í skyn að prestur ætti lítið erindi til
Fiskskúrar. Gufuskálavör árið 1920.
HAXI 311