Faxi - 01.12.1987, Page 46
Þórðar Sighvatssonar á Býjarskeij-
um, Jóns Erlendssonar á Flanka-
stöðum og Snorra Jónssonar á
Lambastöðum. Kvöddu þeir síðan
til farar með sér tvo bændur á Haf-
urbjamarstöðum, Þórð Eiríksson
og Hafliða Pétursson. Þessi hersing
hélt öll að Gufuskálum að áliðnum
degi ásamt aðstoðarprestinum á
Útskálum, séra Guðmundi Böðv-
arssyni, því séra Egill aftók að fara
þangað sjálfur. Jón Sæmundsson
og Gufuskálamenn fleiri fylgdu
komumönnum niður að sjónum að
vestasta hjallinum, sennilega ekki
háreistu húsi. Munu gestimir hafa
búist við að þar þyrfti ekki að hafa
langa viðdvöl. En þeim brá nokkuð
í brún er þeir komu í hjallinn því að
öðmvísi var þar umhorts en þeir
áttu von á. Snærisspotti var bund-
inn um hjallbitann en líkið á hnján-
um á gólfi niðri í snömnni og hall-
aðist höfuðið dálítið út á hægri öxl.
Handleggimir héngu niður með síð-
unum. Enginn blámi var á andlitinu
að þeim virtist, tungan innan tanna
í munninum og augun með eðlileg-
um hætti í augnatóftunum. Snaran
sat uppi við kjálkabörð allfast hert
að hálsinum sem þó var hvorki
teygður né þrútinn að sjá eða hertur
saman og aðeins á honum lítið far
þar sem snærið herti að. Hrepp-
stjóramir litu hver á annan í spum,
því að þeim virtist líkið tæpast með
þeim einkennum sem em samfara
hengingu.
Þegar hreppstjórar gengu á Jón að
segja sér hið sannasta um allt það er
hann vissi, er ævilok Elína snerti,
sagði hann sem fyrr að hann vissi
ekki annað en hún hefði sjálf ráðið
sér bana. En þegar annar Hafur-
bjamarstaðabóndinn fór að furða
sig á því að kerlingin skyldi ekki
fremur ganga í sjóinn en hengja sig
með svona óburðugum hætti, gall
Ingimundur vinnumaður við og
sagði að kvenfólkinu væri svo farið,
að því þætti mikið fyrir að væta sig.
Hreppstjóramir létu sér ekki lynda
þessi svör. Þeir afréðu að hræra ekki
meira við líkinu en þeir höfðu þegar
gert. Þeir tóku það ekki úr snömnni
og skipuðu Jóni Sæmundssyni að
ábyrgjast það uns æðri valdsmenn
kæmu til og legðu úrskurð á þetta
mál. Þeir vildu ekki taka á sig neina
ábyrgð. En eitt var það sem þeir létu
undir höfuð leggjast. Þeir gerðu
hvorki héraðsdómara né landfógeta
boð. Útskálaprestar létu það líka
farast fyrir, en það höfðu báðir sér
til afsökunar að þeir þóttust eiga
yfirvaldanna von suður á nesin þá
og þegar.
Degi síðar bar annan gest frá
Gufuskálum að garði á Útskálum.
Að þessu sinni var það Jón bóndi
Sæmundsson sjálfur. Hann var
þungur á brúnina, hafði hratt á og
vildi þegar hafa tal af séra Agli. Er-
indi hans var að leita leyfist sóknar-
prestsins til þess að dysja lík Elínar
Stefánsdóttur hið bráðasta. Flutti
hann mál sitt af ákefð og kvartaði
sáran yfir því ef hann ætti að varð-
veita líkið dögum saman í fiskhjalli
sínum í sumarhita. Því að fljótt
gerðist illur þefur og ókræsilegur á
harðætið. Þeim Jóni og presti bar
aldrei fyllilega saman um hvemig
svörhefðu fallið. Bóndi sagði fullum
fetum að prestur hefði leyft sér að
dysja líkið en prestur lést hafa
maldað í móinn og skírskotaði til
þess að valdsmanna Skúla fógeta
eða Vigfúsar Þórarinssonar væri
von á hverri stundu. Stundum varði
hann mál sitt með þeim orðum að
hann hefði áminnt Jón um að láta
það bíða ójarðað uns valdsmennim-
ir kæmu en varð þó að kannast við,
að hann hefði í öðm orðinu ekki
kveðið fastar að en svo, að hann
vildi ekki að Jón hefðist neitt að
næsta dag. Yrðu þeir Skúli og Vig-
fús ókomnir á öðm kvöldi bryti
nauðsyn lög, en gæta yrði Jón þess
að grafa líkið djúpt og dysja það á
kristilegan hátt.
Heima á Gufuskálum höfðu menn
ekki svo mjög orð á dauninum af
kerlingarhróinu, hitt var annað mál
að hún kynni að ganga aftur. Höfðu
fleiri borið þann ugg í brjósti á
Gufuskálum að illt myndi af henni
standa dauðri og var fólki þar ekki
rótt eftir að sól var sigin við jökul. Af
þessu spmttu orðræður um það,
hvað helst væri til vamar og tæpti
Jón á því að hefta myndi göngu
hennar ef losað væri um hálsliðina.
Morguninn eftir Útskálaferðina
kvaddi bóndi til fjóra menn til þess
að dysja kerlingu í Gufuskálastekk.
Til starfans valdi hann vinnumenn
sína tvo, Ingimund Bjamason og
Ingjald Jónsson, Þorkel Gunn-
laugsson hjáleigumann og Sigurð
nokkurn Guðbrandsson hinn
fjórða, aldraðan sjómann. Lést
hann hafa til þessa samþykki séra
Egils og gaf mönnum sínum það ráð
að leggja kerlingu á grúfu í gröfina
og búa að öðm leyti svo um að hún
lægi kyrr. Þeir félagar bám nú líkið
úr hjallinum og tóku til verka. Ingj-
aldur og Ingimundur vom ótrauðir
en Sigurður Guðbrandsson svo
skelfdur að hann vissi tæpast sitt
rjúkandi ráð. Engum sögum fer af
Þorkeli en þó mun hann ekki hafa
haft sig meira í frammi en vera
þurfti. Þegar þeir höfðu grafið
gn,'fju er þeim þótti hæfileg kom
Jón til þeirra til þess að líta til með
þeim. Hafði hann þar nokkur orða-
skipti við vinnumennina sína og var
það saga þeirra beggja að hann hefði
sagt, þegar hann hafði virt líkið fyr-
ir sér, að best væri að skera höfuðið
af bolnum. Virðist þeim orðum hafa
verið beint til Ingimundar og dró nú
húsbóndi hans upp brennivíns-
flösku og staup er hann skenkti á
tvívegis handa honum, svo að kjark-
ur brygðist honum síður. Við þessu
vildi Jón þó aldrei gangast. Af Sig-
urði Guðbrandssyni var engin vitn-
eskja höfð, því að hann hafði gleymt
öllu sem gerðist fyrir hræðslusakir,
en Þorkell Gunnlaugsson virðist
hafa hvarflað frá á meðan Jón ræddi
við vinnumenn sína. En báðir höfðu
þeir heyrt orð húsbóndans á sama
veg. Jón var í brott farinn er Ingi-
mundur dró upp hníf og mælti við
Ingjald. Skal þá gilda. Ingjaldur
kvað já við og brá hnífnum.
Þorkell sem stóð hjá sagði um leið
og Ingimundur brá hnífnum á háls
kerlingar. Því viljið þið gera þetta
piltar. Eruð þið vissir um að ekki
verði grafið upp. Annar hvor svaraði
að það hefði presturinn fortekið.
Luku þeir síðan verki sínu. Þegar
þeir höfðu afhöfðað kerlingu snör-
uðu þeir líkinu á grúfu í gröfina,
settu höfuðið við þjó og snéru nefi til
saurbæjar. Að því búnu báru jieir á
það stóra steina bæði á herðar og
fætur og huldu loks hræið moldu og
gijóti. Þegar þeir gengu frá dysinni
mælti Ingjaldur. Þú bíður þar döpur
dómsins.
Helstu heimildir: Dóma- og
þingabók Gullbringu- og Kjósar-
sýslu. Annálar kirkjubóka Útskála.
Viðbót
Árið 1920 er ég, undirritaður 8
ára og á þá heima í Holti í GanM hjá
fósturforeldrum mínum Soffíu
Magnúsdóttur og Ingimundi Jóns-
syni, er þar bjuggu. í september það
ár biður fóstra mín, Soffía, mig að
fara inn að Vesturkoti í Leiru til
Þorsteins Eggertssonar með bréf.
Þau Soffía og Þorsteinn voru góðir
vinir og hafði ég oft komið með
Soffíu að Vesturkoti og það var ekk-
ert mál fyrir mig að hlaupa inn berg
með bréf til Þorsteins. Ég kom að
Vesturkoti klukkan 3 eftir hádegi.
Þorsteinn var ekki heima, hann var
niður við sjó í fiskhúsum við Gufu-
skálavör. Ég hafði ekki komið þar
áður. Þar voru þrír skúrar, tveir sem
stóðu rétt saman og hjallur sem stóð
utaní hól suðaustan megin við
Gufuskálavör. Ég fór inn í hjallinn
og
Sími 11777
Sími 14777
óska' öllum Suðurnesjamönnum og öðrum
viðskiptavinum
©íebtíegro jóla og
foróœíbor ó komonbt óri
VEISLUÞTÓNUSTAN
HAFNARGÖTU 62 - SÍMI 11777
314 FAXI