Faxi - 01.12.1987, Page 54
Hv
1 vermg gengur 1
nýja starfinu sem lyftuvörður?
— Svona upp og niður.
Hv
t vermg gengur
konunni þinni í megrun?
— Vel, hún hvarf fyrir viku.
P
ú dansar alveg
dásamlega.
— Ég vildi að ég gæti sagt það
sama um þig.
— Pú gætir alveg sagt það sama
ef þú værir jafnlygin og ég.
Einu sinni datt
Gulli málari niður úr fjögurra
metra háum stiga án þess að
meiða sig nokkuð.
Hann stóð í neðsta þrepinu.
.Rf hverju læðast
Hafnfirðingar alltaf fram hjá
apótekunum?
— Til þess aö vekja ekki svefn-
pillurnar.
Uísa mín, læknir-
inn vill tala við þig.
— Ég vil ekki tala við hann.
Segðu að ég sé veik.
Jólasaga
Einu sinni var lítil telpa sem
hét Sirrý og hún var 8 úra og
átti heima í Keflavíkurbœ.
Hún átti bara eina vinkonu
sem hét Linda, en Linda var
nýflutt til Reykjavtkur og Sirrý
hafði þvi engan til að leika
við, en Sirrý fékk þó stundum
að fara til Lindu um helgar.
Það voru að koma jól og
Linda cetlaði að vera hjá Sirrý
þá. Sirrý var búin að kaupa
jólagjöf handa Lindu, hún
keypti styttu og hálsmen
handa henni. Nú voru aðeins
7 dagar tiljóla og Sirrý fannst
sem seinustu dagarnir œtluðu
aldrei að líða. Loks kom Þor-
láksmessa. Sirrý fór niður á
rútustöð til að taka á móti
Lindu. Þegar Linda kom fóru
þœr heim að taka upp úr
töskunum.
Jólin komu og þau byrjuðu
að borða og það var kalkún í
mat/nn. Linda hafði aldrei
smakkað kalkún, það voru
PáU
alltaf rjúpur íjólamat hjá
henni. Svo var möndlugjöf
mamma vann hana, það var
konfektkassi! Við fengum öll
einn mola að smakka. Síðan
fórum við að opna pakkana.
Ég fékk Barbiedúkku frá
mömmu og pabba og einn
œðislegan gráan kettling frá
Lindu, það var bestajóla-
gjöfin. Kötturinn hennar
Lindu sem heitir Lady hlýtur
að hafa fœtt hann, ég œtla að
kalla hann Mola. Linda var
mjög ánœgð með jólagjöfma
sem ég gaf henni, en mér
fannst min ekkert jafnast við
hennar jólagjöf.
Við höfum það bara gott og
bíðum eftir gamlárskvöldi. Svo
kom gamlárskvöld. Við
fengum að halda á stjörnu-
Ijósum og pabbi skaut flug-
eldum upp í loft, einn var
gallaður og fór smá upp og
lenti í götunni fyrir framan
garðinn. Sirrý stökk yfir girð-
inguna til að ná flugeldaium
en þá kom bíll og ók á Sirrý.
Allir hlupu að bílnum og bíl-
stjórinn stökk út og baðst
innilega afsökunar. Pabbi
hringdi á sjúkrabíl og maður-
inn sagðist koma rétt strax.
Linda óskaði sér þess að hún
hefði ekki komið, þá hefði
þetta kannski ekki skeð.
Pabbióskaði sér að hann
hefði keypt einhverja aðra
flugelda. Bílstjórinn óskaði sér
að hann hefði keyrt þegar. Sú
eina sem ekki óskaði sér var
mamma hún var í algjöru
sjokki, stóð bara og horfði út í
bláinn. Við heyrðum í sjúkra-
bílnum, allir horfðu á
mömmu. Nágrannarnir voru
að koma, œtluðu líklega að
spyrja hvað hefði komið fyrir.
Sjúkrabíllinn var komin þeir
tóku Sirrý og settu hana í bíl-
inn, pabbi hennar og mamma
fóru með. Löggan var þarna,
þeir spurðu bUstjórann hvort
hann hefði smakkað áfengi
um kvöldið, neitaði hann því,
er hann þá látinn blása í
einhverskonar poka, hafði
hann þá smakkað áfengi.
Löggan fór með hann og allir
aðrir fóru heim. Linda var ein
eftir, hún komst ekki inn,
pabbi hennar Sirrýjar hafði
lœst. Linda settist á tröpp-
umar og sofnaði.
Sirrý var í mikilli lífshœttu,
322 FAXI