Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 55

Faxi - 01.12.1987, Page 55
bíllinn hafði farið rétt fram hjá hjartanu, en œðar sem fluttu blóð þangað höfðu skemmst og einnig taugar sem lágu til fótanna. Lœknirinn varð að skera hana upp, mamma og pabbi biðu áhyggjufull á meðan. Loks eftir nokkra klukkutíma kom lœknirinn út, aðgerðin hafði tekist vel, nema eitt gátu þeir ekki lagað það voru fæturnir. Hún Sirrý gat ekki gengið meira, verður að vera í hjóla- stól það sem eftir er, en þó var ein von, það var að fara strax til Bandaríkjanna oggera aðgcrð þar. Þau fóru heim og sáu Lindu sitja sofandi á tröppunum. Þau fóru til hennar, sögðu hvað hefði gerst og að þau œtluðu að fara til Bandaríkjanna og buðu henni með þangað. Hana langaði að fara en sagðist fyrst þurfa að spyrja foreldrana, hringdi hún í þá og fyrst Sirrý var besta vinkona hennar leyfðu þau henni að fara. Var farið daginn eftir. Það var ekkert mjög gaman þarna samt reyndu allir að vera kátir. Við fórum í Disney World, See World en samt skemmti sér enginn mjög vel, allir voru áhyggjufullir út af Sirrý. Loks var liðin vika og aðgerðin búin, en ekki var víst hvort hún gœti gengið. Við fáum að vita það þegar umbúðirnar verða teknar af eftir mánuð. Við fórum aftur heim til íslands. Þessi mánuður var mjög lengi að líða en allt tekur enda um síðir og hann leið, og umbúðirnar voru teknar og Sirrý var öll máttlaus í fót- unum. Lœknirinn sagði að ef hún gœti lyft fótunum vœri hún í lagi. Hún reyndi, hún notaði alla sína krafta til að lyfta fótunum og viti menn hún gat það. Það var hennar dýrmœtasta jólagjöf. Á meðan þau voru í burtu hafði Moli ekkert fengið að borða og var ekkert nema skinnið og beinin, en Sirrý fannst samt vœnt um hann. Því allt er gott sem endar vel. Höf. Helga Magnúsdóttir, 11 ára. Jólin koma Bráðum koma blessuð jólin, — börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, — í það minnsta kerti og spil. Hvað það verður veit nú enginn, — vandi er um slfkt að spá. Eitt er víst, að alltaf verður ákaflega gaman þá. Máske þú fáir menn úr tini, — máske líka þetta kver. Við skulum bíða og sjá hvað setur — seinna vitnast hvernig fer. En ef þú skyldir eignast kverið, œtlar það að biðja þig að fletta hœgt — og fara alltaf fjarskalega vel með sig. Hér má lesa um hitt og þetta, heima og í skólunum, sem þau heyrðu, afi og amma, — ekki sízt á jólunum. FAXI 323

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.