Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 67

Faxi - 01.12.1987, Page 67
margra. Til að þjálfa ákvörðunar- töku er best að byrja með veigalitl- um ákvörðunum vegna þess að getuleysi á þessu sviði orsakast oft af hræðslu við ábyrgðina sem óhjá- kvæmilega fylgir því að taka ákvarðanir. Starfsrækt felst m.a. í að þjálfa vöðva og skynjun í að starfa saman. Athafnir okkar byggjast á samstill- ingu hreyfikerfis og vitkerfis heil- ans og þess vegna er mikilvægt að heilinn hafi fengið nægan tíma til að vinna að þessari samstillingu. Mun- urinn á líkamsþjálfun og starfsþjálf- un er að í líkamsþjálfun þjálfum við líkamann eingöngu sem verkfæri, en í starfsþjálfun nýtum við líkam- ann sem verkfæri til að framkvæma ákveðið verk og þá reynir á samstill- ingu hreyfikerfisins og vitkerfisins. þessi samstilling verður ósjálfráð þegar búið er að endurtaka hana nógu oft. Starfsrækt sem gefur af sér í hvaða verkefni sem er er því þjálfun þessarar samstillingar. Iæikur fellur undir starfsrækt, en mikilvægi leiks, á hvaða aldri sem er, hefur komið betur og betur í ljós í leit að þeim þáttum sem stuðla að alhliða heilbrigði. Lærdómsrækt felst m.a. í að þjálfa vitkerfi og vilkerfi heilans í að kom- ast að raunhæfum niðurstöðum um innri gerð og starfsemi hlutanna í umhverfi okkar, og í náttúrunni í heild. Mikilvægur liður í lærdóms- rækt er að rækta með sér hæfileika til að greina hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki. Margir standa hér höllum fæti vegna þess upplýsingaflóðs sem streymir frá nútímafjölmiðlum þar sem ljóst er að nokkuð vantar á að allir fjöl- miðlaaðilar hafi framtíðarheill al- mennings að leiðarljósi. Hér ríður því á að einstaklingurinn rækti með sér glöggskyggni í að greina milli áreiðanlegra og vafasamra heim- ilda. Annar mikilvægur þáttur í lærdómsrækt er notkun ímyndun- araflsins í að leita okkur að lausnum á viðfangsefnum. Félagsrækt felst m.a. í að þjálfa með sér leikni í viðskiptum og um- gengni við aðra og krefst samstill- ingar geðs, skilvits og vilja. Félags- rækt er þjálfun í að skiptast á sál- rænum verðmætum við aðra, þ.e. að gefa og þiggja, aðstoða og fá aðstoð, uppörva og fá uppörvun, leiða og láta leiðast, allt eftir þeim kring- umstæðum sem við erum í hverju sinni. Félagsleg einstefnuviðskipti eru trúlega einn mesti þrándur í götu í öllum persónutengslum. Að byggja upp persónutengsl með opn- ar samskiptarásir í báðar áttir er því eitt af mikilvægustu viðfangsefnum félagsræktar. Það eðlilega og óum- flýjanlega verð sem við verðum að greiða fyrir þá ánægju og gleði sem samskipti við aðra veita okkur eru lýðræðisleg viðhorf og aðgerðir. Þjálfun eigin atferlis í þá átt er því félagsrækt á hæsta stigi. Sjálfsrækt felst í að gera eitthvað af ráðnum hug til að auka sína eigin hæfileika og getu. Hér er ekki um að ræða venjulegan þroska sem hlýst af að takast á við vandamál líð- andi stundar, heldur fyrirfram- ■ákveðnar ráðstafanir til að þjálfa sjálfan sig og bæta á einhverjum ákveðnum sviðum, hvort sem það er gert á eigin spýtur, með þvf að sækja námskeið, eða stunda skóla. Þessi þáttur persónuræktar er að öllum líkindum sá mikilvægasti vegna þess að sjálfsrækt leiðir til já- kvæðari sjálfsmyndar, sem leiðir til meiri sjálfsvirðingar. Óhjákvæmi- legur undanfari sjálfsræktar er sjálfsrannsókn, þ.e. yfirveguð og gagnger úttekt á eigin hæfileikum, getu og stöðu í lífinu. Heilsurækt með tilliti til tilveru- sviðanna þriggja (heimspekisviðs- ins, trúarsviðsins og siðgæðissviðs- ins) er sjaldan til umræðu sem er ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi þessara viðskiptasviða. Mikilvæg- ustu ákvarðanir okkar í persónuleg- um málum, uppeldismálum, fé- lagsmálum og þjóðfélagsmálum, byggjast á þeim viðhorfum og skoð- unum sem viö höfum myndað með okkur á tilverusviðunum. Mikil- vægi þessa hlutar persónuræktar er því augljóst. Skoðanarækt felst í að vita um, byggja upp og staðfesta með sér eig- in stöðu í umræðuefnum og deilu- efnum samtíðarinnar. Margir virð- ast leiða þennan þátt persónurækt- ar hjá sér, en það skaðar persónu- heilsuna. Þar sem enginn getur um- flúið sitt eigið umhverfi og sérhver persóna er óumdeilanlega líkamleg- ur og viðskiptalegur hluti af því, er það sérhverjum í hag að taka af- stöðu til allra meiriháttar umræðu- efna og deiluefna, jafnvel þó sú af- staða komi hvergi fram opinberlega. Hagnaðurinn af að vita hvar við stöndum í málefnum líðandi stund- ar kemur okkur sjálfum fyrst og fremst að gagni, því skoðanaleysi leiðir oft til vandræða í umræðum, ráðaleysis í ákvörðunum og getu- leysis í framkvæmdum vegna skorts á gildismati fyrir hlutina. Það ástand eykur sannarlega ekki per- sónuheilsu okkar þar sem ein af af- leiðingunum er vöntun á stefnu- mörkun í lífi okkar. Hvaða stefnu skoðanir okkar taka fer oft eftir hvað aðrir telja mikilvægast og ákjósanlegast fyrir okkur sjálf, samfélag okkar og mannkynið í heild. En slfkt leiðir skiljanlega ekki til eigin skoðana og sannfær- inga. Hæsta stig skoðanaræktar er því að móta með sér eigin mæli- kvarða í þessum efnum. Að finna góða mælistiku er ekki auðvelt, en Verklýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Skrifstofur félagsins eru að Hafnargötu 80 Síminn er 12085. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9—17. Föstudaga kl. 9—3. (Síebiíeg jóí ©ott og faréceít nýtt árí Þökkum samskiptin á liðnu ári. HREPPSNEFND HAFNAHREPPS FAXI 335

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.