Faxi - 01.12.1987, Síða 72
M/b Ólafur Magnússon KE 25, 58 tonn að stœrð. Á myndinni má sjá að báturinn
er kominn með bvalbak, en upprunalega voru þessir50—75 tonna bátar bvalbaks-
lausir.
m
M/b Gullfaxi NK 6, stœrsti bátur, sem Egill hefur teiknað, 180 tonn að stœrð.
„IKILISKAL. .
FRAMHALD AF BLS. 289.
endilega fá Halldór til aö nota
Mumma - teikninguna, en vildi þó
fá að breyta henni ofurlítið. En það
var ekki til að tala um, hann vildi
ekki stærri bát og ekki breyta neinu
verulegu, bara fá hann minni en
Mummi var.
Gunnar Hámundarson hefur
reynst alveg sérstakt happaskip.
Umhirða bátsins hefur alla tíð verið
til fyrirmyndar. Það hefur að sjálf-
sögðu úrslitaþýðingu. Eftir nánast
sams konar teikningu voru smíðað-
ir að mig minnir einir tveir bátar úti
í Svíþjóð og fyrir Berg á Jaðri í
Garði, Faxi 50 tonna bátur, sem síð-
ar hét Unnur, ef ég man rétt. Sá bát-
ur er bara sá best smíðaði bátur,
sem ég hef nokkum tíma séð.
Það vom 4 bræður sem smíðuðu
hann. Þeir áttu eins konar heimilis-
skipasmíðastöð og unnu saman við
smíði bátsins.
'Mkningar af 70 tonna
bátum og stærri
Upp úr þessu fór ég svo að teikna
70-75 tonna báta. Þeirra á meðal
vom Bergvík, Hilmir, Ámi Geir,
Jón Gunnlaugs í Sandgerði og
Máni, Þórkatla og Þorbjöm í
Grindavík, svo nokkrir séu nefndir.
Bátar þessir vom allir smíðaðir
erlendis nema einn. Hann var smíð-
aður á Norðfirði.
Fyrsta bátinn í þessum stærðar-
flokki teiknaði ég fyrir Óskar Vald-
imarsson á Homafirði. Hann var
þekktur aflamaður, nú nýdáinn.
Það varð að samkomulagi milli okk-
ar, að pláss þyrfti að vera fyrir síld-
amót aftan við stýrishús, enda var
þá kraftblökkin komin í farvatnið
hér heima. Þeir reyndust almennt
góðir þessir 70—75 tonna bátar.
Svo teiknaði ég tvo 110 tonna báta,
Hilmi 11 og Guðbjörgina frá ísafirði
og síðar eina þijá 120—130 tonna.
Einn þeirra var smíðaður í Vest-
mannaeyjum, annar í Svíþjóð og sá
þriðji í Dröfn í Hafnarfirði. Stærsti
bátur sem byggður var eftir teikn-
ingu frá mér var Gullfaxi frá Norð-
firði. Hann var smíðaður í Svíþjóð,
180 tonn að stærð. Allir þessir bátar
yfir 100 tonn vom að sjálfsögðu með
bátadekk. En í kjölfarið á þessu og
reyndar nokkm áður fóm að koma
til sögunnar stálbátar, almennt
120—200 tonn að stærð.
Sú þróun leiddi til þess að ekki
var um mikinn fjölda trébáta að
ræða eftir það, nema þá báta innan
við 50 tonn að stærð.
Frambyggðir bátar
hafa marga kosti
Um þetta leyti teiknaði ég fyrsta
frambyggöa bátinn, Baldur, l’yrir
Ólaf Bjömsson o.fl. Hann var smíð-
aður í Djúpvík, Svíþjóð og er 40
tonn að stærð. Þá hafði ég um tíma
viðað að mér miklu af báta- og
skipatímaritum frá Bandaríkjun-
um. Þar vöktu athygli mína fram-
byggðir bátar. Það sem gerir fram-
byggða báta betri en þessa með
hefðbundna laginu er það, að dekk-
plássið er samfellt og mikið stærra
hlutfallslega en ella. Svo er það ann-
að, að mannaplássið er mikið betra
svona á einum stað.
Nú fór líkt og með fyrsta bátinn
sem ég teiknaði, því ég fleygði einn-
ig fyrstu teikningunni minni af
frambyggðum bát.
Það sem með þurfti nú til úrbóta
var aðfæra ,,miðbandið“ fram. Við
það myndaðist mikilvægt pláss í
bakskipinu og báturinn varð miklu
meira sjóskip, að mínu áliti, enda
hefur Baldur reynst happaskip.
Síðan hef ég teiknað þó nokkuð
marga frambyggða báta, þeir henta
miklu betur fyrir margskonar veiði-
skap t.d. snurvoð og net.
M.a. var einn frambyggður bátur
smíðaður í Skipasmíðastöð Njarð-
víkur. Sá bátur hét Hólmar og gekk
frá Sandgerði.
Sannleikurinn er sá að suður í
löndum er miklu meira af fram- en
afturbyggðum bátum. Þróun fram-
byggðra báta hér er enn skammt á
veg komin. Afturbyggða lagið er
leifar frá víkingaöldinni. Eg sann-
færðist um það, þegar ég skoðaði
eina knörrinn sem varðveist hefur.
Hann er í Hróarskeldusafninu. Þó
nokkrar teikningar gerði ég svo á ár-
unum 1960-1970 af 30 tonna bát-
um, bæði frambyggðum og aftur-
byggðum.
Þeir byggðu nokkuð marga slíka
báta, á Fáskrúðsfirði eina sex og
nokkra á Skagaströnd og Stykkis-
hólmi.
En nú held ég að það sé algjörlega
búið með alla trébátasmíði.
Eins og málin hafa þróast henta
þeir ekki lengur allra báta best. Þeir
hafa því miður yfirleitt enst stutt
vegna þurrafúa, en undantekningar
eru þó frá því. Besta eik sem ég hef
nokkurn tíma kynnst var í Ólafi
Magnússyni og Mumma. Hún var
vestan úr Klettafjöllum.
Að sjálfsögðu er nú svo komið að
þeim fæklutr stöðugt, sem kunna til
verka viö trébátasmíði.
Svo er á hitt að líta að á þessu
tímabili, sem ég var að teikna og
smíða báta, þá fór notkun á stáli og
áli í þessa trébáta sífellt vaxandi.
Stýrishúsin, kapparoglúgukarm-
ar breyttust fyrst úr tré í málm og
síðar t.d. möstur og bómur.
Eg er nú fyrir löngu hættur að
teikna báta og hef látið frá mér
teikniborðið.
Framhald í næsta blaði
FAXI
óskar lesendum sínum
nær ogfjær
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
340 FAXI