Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 74

Faxi - 01.12.1987, Page 74
IÞROTTIR Áhugi fyrir íþróttum er mikilí Óhætt er að segja, að áhugi fyrir íþróttaiðkun almennings hefur farið vaxandi á síðustu árum. Kemur það fýrst og fremst fram í því, að til sög- unnar eru komnir fjölmargir heilsu- ræktarstaðir, þar sem almenningur getur lagt stund á ýmsar tegundir heilsuræktar. Fyrst bar nokkuð á því, að þeir sem staði þessa ráku hefðu ekki nægilega menntun á sínu sviði, en á þessu hefur orðið umtalsverð breyting hin allra síð- ustu ár. Tilkoma þessar staða er mjög ánægjuleg, enda er sannleik- urinn sá, að almenningur á ekki greiðan aðgang að almennum íþróttamannavirkjum öðrum en sundlaugum. Flest íþróttahús eru í stöðugri notkun alla daga frá morgni til kvölds, íýrst fýrir skóla- íþróttir og síðan taka íþróttafélögin við. Æfingar í íþróttafélögunum beinast fýrst og fremst að keppnis- liðum fullorðinna svo og æfingum í flokkum hinna yngri meðlima. Fullorðið fóik á sáralitla möguleika á að komast þar að. Á undanfömum ámm hefur verið rekinn töluverður áróður fýrir því, að fólk stundi íþróttir - trimm er samnefnari fýrir þann áróður. Er ekki annað sjá, en að þessi áróður hafi í raun borið vemlegan árangur. w ^að svo, að hér á landi, þar sem sumarið er svo stutt, þá em það inniíþróttir, sérstaklega knattleikir, frjálsar íþróttir og fimleikar sem henta vel til þátttöku fullorðinna. En þá rekumst við á alvarlegan hjalla á vegi okkar — uppbygging íþróttahúsa hefur hvergi nærri fýlgt með þróuninni. Hér þarf að verða breyting á. H.H. Knattspyrna Knattspymuvertíðin hjá Í.B.K. 1987 var að mörgu leyti athyglis- verð. Aldrei hafa eins margir þátt- takendur verið sendir til keppni, þjálfaraskipti urðu hjá meistara- flokki á miðju kepnistímabili, ís- landsmeistaratitill kom til Keflavík- ur eftir átta ára bið, og ákvörðun sem kannski á eftir að verða tíma- mótaákvörðun var tekin, þ.e. sam- eiginlegar æfingar yngri flokkanna allt árið um kring, og þá ekki síst stofnun foreldrafélags. Í.B.K. tók þátt í öllum aldurs- flokkum á íslandsmótinu í knatt- spymu s.l. sumar. Árangurinn í meistaraflokki karla var því miður ekki eins góður og vænst hafði ver- ið, en árangurinn í yngri flokkunum mjög viðunandi. Ber þar fýrst að geta árangurs 5. fl. en þeir urðu íslands- meistarar í þeim aldursflokki. Strákamir léku í B.riðli og unnu hann glæsilega. í úrslitakeppninni sem var haldin hér í Keflavík var leikið í tveimur riðlum, og unnu Kristján Ingi Heigason. okkar menn sinn riðil glæsilega, en Valsmenn sigmðu í hinum riðlin- um. Urslitaleikurinn dugði ekki einn til, þar sem jafntefli varð eftir framlengingu. Fór því fram annar leikur á Stjömuvellinum í Garða- bæ. Var sá leikur ekki síður spenn- andi, eftir venjulegan leiktíma var enn jafnt, og þurfti því enn fram- lengingu. I framlengingunni fóru okkar menn á kostum og yfirspil- uðu Valsmenn, 3—1 urðu lokatöl- umar og íslandsmeistaratitillinn í höfn. 3. fl. karla stóð sig einnig vel, þeir komust í úrslit í bikarkeppn- inni. Úrslitaleikurinn fór fram á grasvellinum í Njarðvík og vom Framarar mótherjar okkar manna, en Fram hefur mjög sterku liði á að skipa, af mörgum taldir með besta liðið á landinu í þessum aldurs- flokki. Nú leikurinn var mjög jafn og spennandi. Okkar menn skor- uðu fýrsta markið, en Fram jafnaði aftur, og náði síðan að skora sigur- markið rétt fyrir leikslok. 3. fl. kvenna stóð sig mjög vel, þær unnu Gull og Silfurmótið, sem er eins- konar íslandsmót, fyrri hluti, en enduðu í 3ja sæti á Islandsmótinu seinni hluta. Meistaraflokkur kvenna má vel við sinn hlut una, þær sigldu lygnan sjó í 1. deildinni, og komust í und- anúrslit í bikarkeppninni, en töp- uðu þar fyrir Akranesi, sem tví- mælalaust hafði besta liðið í deild- inni, urðu enda íslandsmeistarar. Péturs þáttur Keelings Árangur meistaraflokks karla olli vonbrigðum er á heildina er litið. Liðið endaði í sjötta til sjöunda sæti, eftir að hafa verið í fallhættu um tíma. Frá fyrra ári missti liðið báða miðverðina, fyrirliðann Valþór og Gísla Grétars, sem reyndar byrjaði aftur seinnipart sumars. Skarð þessara leikmanna var vandfyllt í vöminni eins og markatalan sýndi, en að loknum þrettán leikjum hafði liðið fengið á sig þrjátíu mörk. Fyrir tímabilið var ráðinn enskur þjálfari, Peter Keeling, og voru bundnar miklar vonir við hann. Því miður olli hann vonbrigðum, hann var ekki sá þjálfari og leikstjórnandi er vonast var eftir. Honum tókst ekki að bæta veikleika liðsins, hann öðl- aðist ekki virðingu leikmanna, og hjá honum skapaðist algjört aga- leysi. Keeling var látinn hætta í byrj- un ágúst, og við tók annar Englend- ingur, F'rank Upton. Hans fyrsta verk var að bæta vömina, kallaði Gísla Grétars inn, setti Sigga Björg- vins í stöðu aftasta manns í vöm, árangurinn lét ekki á sér standa, lið- ið fékk ekki á sig mark í síðustu fimm leikjunum. Þessar breytingar komu því miður of seint, en þær gefa fýTÍrheit um betri tíma, og í framhaldi af þessu hefur Upton ver- ið ráðinnþjálfari liðsins næsta tíma- bil. íslandsmeistarar i 5. flokki 1987. 342 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.