Faxi - 01.12.1987, Síða 75
Sameiginlegar æfingar
Sá siður hefiir verið að félögin,
K.F.K. ogU.M.F.K. hafahaftæfmg-
ar sitt í hvoru lagi yfir vetrarmánuð-
ina, en æft og keppt sameiginlega
undir merki í .B.K. yfir sumarið. Nú
hefur verið samþykkt til reynslu að
allir flokkar æfi sameiginlega undir
merki Í.B.K. allan ársins hring frá
og með s.l. hausti og er vonast til að
þetta fyrirkomulag skili betri ár-
angri en verið hefur, þar sem leik-
menn æfa saman allt árið, heldur en
að þeir byrji ekki samæfingar fyrr
en að vori, og þá undir stjórn nýrra
þjálfara. Áður hafði hvort félag sína
þjálfara, síðan tók þriðji aðili við
sameiginlegum æfmgum að vori.
Foreldrafélag stofnað
Nú í haust var stofnað fyrsta for-
eldrafélagið í knattspymunni. Var fé-
lag þetta stofnað kringum Islands-
meistara 5. flokks. Er félagi þessu
ætlað það hlutverk að aðstoða við-
komandi flokk eins og hægt verður,
mæta á leiki, aðstoða þjálfara, afla
fjár til ákveðinna verkefna, og gera
yfirleitt allt það er nauðsynlegt er
talið til eflingar flokknum. Er von-
andi að stofnun þessa félags verði
hvatinn að stofnun fleiri slíkra fé-
laga, og er vonandi að allir flokkar
eignist sitt foreldrafélag sem fyrst, það
er ómetanlegur stuðningur. Að lok-
um. Er ekki kominn tími til að
stuðningsmannaklúbbur Í.B.K.
verði endurvakinn? Það er ómetan-
legt að hafa sterkan stuðnings-
mannahóp. Hvernig væri að þú
kæri stuðningsmaður og félagar
þínir tækjuð ykkur til og endur-
vektu félagið.
Með íþróttakvedju,
Kristján Ingi Helgason.
Þessi mynd aj Skúla Skúlasyni, hinum
ötula /ormanni körjuknattleiksráðs
ÍBK, er tekin fyrir leik UMFN og ÍBK.
Hann var að vonum ánœgóur með hinn
mikla áhuga sem leiknum var sýndur,
en hvort hann erjafh ánœgður með úr-
slitin látum við ósagt.
Körfuboltinn hefur farið vel af
stað í haust. Lið UMFN, UMFG og
ÍBK hafa farið vel af stað og eru lið
þeirra framarlega í flestum flokkum
karla og kvenna. Er þar að þakka
góðu starfi í yngri flokkunum hjá
öllum félögunum. Á einstaka stað
hefur þó borið á óþarfa kæruleysi,
eins og þegar lið í yngri flokkunum
mæta til keppni, án þess að nokkur
umsjónarmaður eða þjálfari sé með
liðinu. Slíkt kann ekki góðri lukku
að stýra og má helst ekki koma fyr-
ir. Kvennalið ÍBK eru efst í öllum
flokkum og er nú í fyrsta skipti góð-
ur möguleiki á íslandsmeistaratitli
hjá meistaraflokki. Viljum við hvetja
fólk til að mæta á leiki hjá þeim í
vetur, því þær eru famar að geta
leikið mjög góðan og skemmtilegan
körfubolta. Grindvíkingar sækja
enn í sig veðrið og eiga örugglega
góða möguleika á að komast í úrslit
Úrvaldsdeildarinnar. Leikur
UMFG og ÍBK í Keflavík var hörku-
spennandi og það var aðeins í lok
leiksins, að IBK tókst að síga fram
úr keppinautum sínum og sigra
með 80 stigum gegn 73.
Fyrsti stórleikur vetrarins var
heimaleikur UMFN gegn ÍBK.
Leikið var fyrir troðfullu húsi, alls
vom um 850 manns í húsinu og er
það aðsóknarmet. Njarðvíkingar
nutu þess að vera á heimavelli, en
annars var ekki mjög mikill munur á
liðunum. Greinilegt var, að liðunum
var uppálagt að spila stífar vamir, og
sóknarleikurinn var mjög kerfis-
bundinn. Skorið var því vægast sagt
lágt í leiknum og sigraði Njarðvík
með 64 stigum gegn 53. Það verður
að segjast eins og er, að leikuiinn
hefði getað orðið skemmtilegri fyrir
áhorfendaskarann, ef liðin hefðu
mátt leika frjálsari sóknarleik,
þannig að hinir frábæm leikmenn
beggja liða hefðu mátt gera meir
upp á eigin spýtur. Á þann hátt fæst
meiri hraði í leikinn og fleiri
skemmtilegri körfur em skoraðar.
Vonandi verður það upp á teningn-
um, þegar hðin mætast að nýju
þann 18. febrúar í vetur. Virðist fátt
geta komið í veg fyrir, að einmitt
þessi tvö lið muni beijast um titlana
í körfuboltanum í vetur.
Ægir Agústsson
íslandsmeistari
í pílukasti
Mikill og vaxandi áhugi er nú á
íþrótt er nefhist pílukast (enska
nafnið er Darts) og er óvíða jafhmikill
áhugi og í Grindavík. Þegar síðasta
Islandsmót fór fram í beinni útsend-
ingu hjá Stöð 2 þann 14. nóv. s.l. þá
vom þar þrír af fjómm þátttakend-
unum sem vom frá Grindavík, þ.e.
bræðumir Pétur og Guðjón Hauks-
synir og íslandsmeistarinn 1986,
Ægir Agústsson. í úrshtum lentu
þeir Pétur og Ægir og sigraði Ægir af
miklu öryggi.
Suðurnesjaliðin
í körfubolta
skara fram úr í
flestum flokkum
Þessi mynd var tekin í
leik 3. jlokks UMFN og
ÍBK. Það er Gunnar
Örlygsson úr Njarðvik
sem býr sig undir að
taka vftakast. Guðni,
Kristinn, og Brynjar
eru tilbúnir í frákastið.
ÍBK sigraði í þessum
leik með nokkrum-
yjtrburðum.
Bylgja Sverrisdóttir í
kröppum dansi undir
körfunni í leik á möti
KR.
Sendum Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum
okkar bestujóla- og nýársóskir
UMBOÐSSKRIFSTOFA J.T.
FAXI 343