Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Síða 76

Faxi - 01.12.1987, Síða 76
HVALSNESKIRKJA 100 ÁRA FRAMHALD AF BLS. 285. að steininum var gerð í kringum 1920. Furðulegt er að steininn skyldi ekki finnast fyrr, því hann fór ekki jafn vel í hleðslunni og hinir, ruggaði alltaf þegar á hann var stig- ið. Bautastein þennan vann sr. Hall- grímur eigin hendi og reisti dóttur sinni er lést 1649. Steinninn er nú varðveittur í kór kirkjunnar og vafa- laust mesti dýrgripur sem hún geymir auk þess að vera dýrmæt- asta minning um sr. Hallgrím Pét- ursson fyrir utan Passíusálmana. Ekki hefur ennþá verið minnst á hljóðfæri í kirkjunni, en talið er að hljóðfæri hafi komið fljótt í hana og hafi Ketill sjálfur lagt það til. 1906 er komið annað nýtt hljóðfæri, síð- an skipt um 1928, 1947 og 1952 en þá var fengið tveggja hljómborða harmoníum. Núverandi hljóðfæri, 7 radda pípuorgel var vígt í sept- ember 1985. Það var stórkostleg stund að heyra og sjá margra ára draum rætast. Óska ég söfnuðinum hjartanlega til hamingju með hljóð- færið. Um muni kirkjunnar skal þetta sagt: þeir elztu eru frá 1820. Er það minni kirkjuklukkan, silfur kaleik- ur og korpóralklútur frá sama tíma. Skímarfontur frá ámnum 1835-37 en tinskál sem honum fylgir er áletruð ártalinu 1824. Sú saga fylgir þessum skímarfonti að Erlendur bóndi Guðmundsson á Stafnesi smíðaði hann og gaf þáverandi kirkju á Hvalsnesi. Vann hann merkið rúmliggjandi, en sagt er að hann hafi legið máttlaus frá mitti í 15 ár, en síðan komist á fætur eftir að hann gaf kirkjunni gripinn. Altaristaflan máluð af Sigurði Guðmundssyni 1867 og altarið frá sama tíma. Stóra kirkjuklukkan er áheit frá sóknarbömum þjóðhátíð- arárið 1874. Aðrir munir sem í kirkjunni em, eru fengnir í þessa kirkju beint, langflestir gefnir. Já, gjafir til kirkjunnar em orðnar svo fjölmargar að allt of langt mál yrði að telja þær upp hér. Skal því aðeins þakkað af alhug fyrir þann hlýhug og velvilja sem fólkið sýnir kirkjunni með gjöfum sínum. Þó finnst mér við hæfi að minnast gjafa afkomenda Ketils í Kotvogi, þeirra Vigdísar Ketilsdóttur og dótt- ur hennar, listakonunnar Unnar Ólafsdóttur sem þær gáfu í tilefni 75 ára afmælis kirkjunnar. Þá gaf Vig- dís Guðbrandsbiblíu ásamt hefðar- dúk, en Unnur og maður hennar, Óli M. ísaksson, gáfu forkunnar- fagran rauðan hökul úr íslenzkri ull, skreyttan balderingu og ís- lenzkum steinum. Hökullinn er unnin af Unni sjálfri og hefur hún jafnframt unnið altarisklæði og fána kirkjunnar fyrir aðra gefendur. Jafnframt gáfu þau hjón steinda gluggann yfir dyrum kirkjunnar. Er hann unninn af dönskum lista- manni og táknar sólampprásina en helgimyndin í honum á að minna á upprisu lífsins. Verður nú gerð stutt grein fyrir embættismönnum kirkjunnar. Byrja ég á prestunum og em þeir í þessari röð: Fyrstur var sr. Jens Pálsson sem vígði kirkjuna í um- boði biskups. Tók hann við Út- skálaprestakalli 1886 og þjónaði í 10 ár. Sr. Bjami Þórarinsson, sr. Sig- urður P. Sívertsen settur og sr. Friðrik Hallgrímsson stuttan tíma hver. Sr. Kristinn Daníelsson kom 1903. sr. Friðrik J. Rafnar settur 1916, tók við kalli 1917, sr. Helgi Ámason settur 1927, sr. Eiríkur S. Brynjólfsson 1928—52 að undan- skildu einu ári sem hann fór til Vest- urheims og var þá sr. Valdimar J. Eylands settur í 1 ár í ijarveru hans. 1952 tók sr. Guðmundur Guð- mundsson við prestakallinu og þjónaði til ársins 1986 öðmm prest- um lengur við þessa kirkju eða 34 ár. Núverandi sóknarprestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson er því 11. í röð prestanna. Meðhjálparar kirkjunnar eru öllu Óska öllum Suðurnesjamönnum gíebiíegra jóía og farécefó komanbi dr§, Með þökk fyrir stuðning og samskipti á líðnu ári. Krabbameinsfélag Suðumesja SPORTBÚÐ ÓSKARS í nýju húsnæöi — stærri og betri búö Hjá okkur fáiö þið úrval vinsælla jólagjafa. Skíöi frá Atomic. Skó og bindingar frá Salomon. Dúnúlpur frá Newsport. ÞAÐ’ ER OPIÐ HJÁ OKKUR DAGLEGA FRÁ KL. 9—18 OG A LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10 OG FRAM EFTIR DEGI. — í NÆSTA NÁGRENNI VIÐ OKKUR ERU NÆG BÍLASTÆÐI. SPORTBÚÐ ÓSKARS HAFNARGÖTU 23 — SÍMI 14922 344 FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.