Faxi - 01.01.1989, Blaðsíða 27
Landssambandið gegn áfengisbölinu
18. þingsitt 29. nóv. sl. Þingið var
mJög vel sótt.
''orrnaður Landssambandsins, Páll
Daníelsson, baðst undan endur-
Hiöri en hann hafði gegnt því starfi í
Ttma tvo áratugi. Pormaður var ein-
fórna kosinn Helgi Seljan fyrrv. al-
Þtngismaður.
Gestur þingsins og aðalræðumaður
varOlafur RagnarGrímsson fjármála-
ráðherra. Hann ræddi um breytt við-
horf í áfengismálum víða um heim en
itau miða yfirleitt að því að draga úr
áfengisneyslu.
Eftirfarandi tillögur voru samþykkt-
ará 18. þingi Landssambandsins gegn
áfengisböli 29. nóv. sl.:
hing Landssambandsins gegn
afengisbölinu leggur áherslu á aukið
fræðslustarf um vímuefni. Þingið tel-
Ur að ríkissjóður verði að leggja fram
á næsta ári að minnsta kosti 100 mill-
Jónir til áfengisvarna og bindindis-
fræðslu.
111. þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu skorar á Alþingi að af-
nema öll fríðindi í sambandi viö
áfengiskaup.
18. þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu samþykkir að beina því
l'l stjómvalda aö láta gera úttekt á
Þeim kostnaði sem neysla áfengis
veldur í þjóðfélaginu.
l-'ram komi:
1. Kostnaður ríkissjóðs.
2. Kostnaður sveitarfélaga.
3. Annar kostnaður.
18. þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu beinir þeim eindregnu
tilmælum til yfirvalda að veita aðeins
óáfenga drykki í opinberum veislum.
18. þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu samþykkir að beina því
til stjórnvalda að áfengi og tóbak verði
tekið út úr vísitölu framfærslukostn-
aöar. Með því yrði unnt að beita virk-
ari veröstýringu í þeim tilgangi aö
draga úr tjóni af völdum neyslu þess-
ara el'na.
ÁLYKTUN
Besta og fljótvirkasta framkvæmdin
í heilbrigðismálum er að draga úr
áfengisneyslu.
Virk áfengismálastefna.
18. þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu, haldið í Ttmplarahöll
Reykjavíkur 29. nóv. 1988, beinir
þeim tilmælum til stjórnvalda að taka
á áfengismálum af festu og framfylgja
virkri áfengismálastefnu sem miðar
að því að dregið sé úr neyslu áfengis.
Minna áfengi — aukið heilbrigði:
Aukinni áfengisneyslu l'ylgir aukiö
álag á heilbrigöiskerfiö. Viðurkennd
eru tengsl heildarneyslu áfengis og
þess tjóns sem al' henni hlýst. Þingið
bendir á tilmæli Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar um að dregið
verði úr áfengisneyslu svo að heil-
brigði efiist.
Hve miklu bætir bjórinn við?
í frumvarpi til fjárlaga 1989 er áætlað
að bjómeysla það ár nemi 6,2 millj.
lítra og þar með gert ráð fyrir því sem
margir óttuðust að bjórinn yki heild-
ameyslu áfengis. Ef miðað er við að
styrkleiki bjórsins sé á bilinu 3—5% af
rúmmáli þýðir þetta magn 19-33%
aukningu á áfengisneyslu á einu ári
og er þá gert ráð fyrir aö neysla á öðm
áfengi en bjór minnki um 3% eins og
fram kemur í frumvarpinu. Ekki er
tekið tillit til þess möguleika að neysla
drykkja, s.s. pilsners, minnki.
Þótt hér sé aðeins um tilbúið fjár-
hagsdæmi að ræða úr Fjármálaráðu-
neytinu er full ástæða til að taka það
alvarlega því að áður hefur veriö bent
á að líklega aukist heildarneysla
áfengis með tilkomu bjórsins þótt
sumir áköfustu talsmenn hans hafi
haldið hinu gagnstæða fram.
Hærra verð:
Til að freista þess að spoma gegn því
að neysla aukist vegna bjórsins þarf að
endurskoða verðlagningu áfengis. Á
síðustu ámm hefur verð á áfengi ekki
hækkað í samræmi við ýmsar neyslu-
vömr og skemmri tíma tekur að vinna
fyrir áfengi en áður. Verð á áfengi
þarf því að hækka verulega frá því
sem nú er til þess að hindra að al-
menn áfengisneysla aukist vegna
bjórsins.
Auglýsingabann:
Auglýsingar á vöm ýta undir og hvetja
til neyslu. Hið sama gildir um auglýs-
ingar á áfengi. Framfylgja þarf af al-
vöru gildandi auglýsingabanni á
áfengi og láta það einnig ná yfir vöm-
merki þannig að sé á markaði áfengi
undir tiltekitu vömmerki verði
óheimilt að auglýsa aðra vöm undir
sama merki, s.s. drykki með minna
vínandamagni en 2,25% af rúmmáli.
Hagsmunir:
Gæta verður að því að einstaklingar
og fyrirtæki hafi sem minnstra
hagsmuna að gæta við framleiðslu,
sölu og dreifingu áfengis. Fái mark-
aðs- og gróðaöfi að leika lausum hala
í áfengismálum verður allt vamarstarf
erfitt því að þá verður við fjárhagslegt
ofurefii að etja.
SPARISJÓÐURINN
í KEFLAVÍK
Suðurgötu 6, simí 92-15800
Njarðvík, Grundarvegi 23, sími 92-14800
örygásbók -Trompbók
rr *
„ lvær i
öruggum
vexli
FAXI 27