Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1989, Blaðsíða 35

Faxi - 01.01.1989, Blaðsíða 35
Skúli missti sína góðu og mikil- hæfu konu hinn 14. nóvember 1961. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu aðeins 59 ára gömul. Var þá sár harmur að fjölskyldunni kveðinn og það stóra skarð sem Sigríður lét eftir sig varð aldrei fyllt að nýju. Skúli tók sér eiginkonumissinn mjög nærri svo að segja má, að hann yrði aldrei samur maður eftir það. TYúin var honum dýrmætur og blessaður styrkur á þessum þungbæru stund- um þegar sorgin og söknuðurinn nístu allra sárast og börnin hans lögðu sig fram við að létta honum þyngstu byrðarnar. Sjálfúr fann hann líka svölun og hvíld í slarli sínu og stundaði það af enn meiri kostgæfni en fyrr, ef um slíkt var hægt að tala. Um nokkurt skeið hélt yngsta dóttirin, Ragnheiður, heimili með föður sínum og fjölskyldu sinni. Eftir að hún flutti í sitt eigið hús- næði bjó Skúli einn á Vallargötunni, með dyggilegri aðstoð og ómetan- legum stuðningi dætra sinna. En nú var kvöldið farið að nálgast í lífi Skúla Oddleifssonar. Hann varð fyrir því áfalli að detta og brotna illa fyrir áratug eða þar um bil. Upp úr því fór líkamlegri heilsu aö hnigna, en andlegri reisn hélt hann alla tíð. Fyrir þremur árum gerðist Skúli vistmaður á dvalarheimilinu Garð- vangi í Garði og naut þar mikillar og góðrar umhyggju. Nokkru fyrir síð- ustu jól var hann fluttur á sjúkra- húsið í Keflavík og þar andaðist hann hinn 3. þessa mánaðar. Með Skúla Oddleifssyni er geng- inn mætur og mikilhæfur dreng- skaparmaður, traustur og verðugur lulltrúi aldamótakynslóðarinnar, sem nú er sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu. Hann var harðdug- legur, skarpgreindur, fjölfróður og bráðskemmtilegur. Hann var dag- farsprúður, ljúfur og viðmótshlýr, en talsvert var hann þó skapmikill, þegar því var að skipta, gat orðið eins og stormsveipur, ef honum mislíkaöi alvarlega. En hann var líka flestum sáttfúsari og fljótari að setja sig í annarra spor. Hann var örlátur, gjafmildur, oft stórgjöfull og hjálpfús, þar sem hann vissi þess þörf. Yfirleitt vildi hann alls staðar reynast vel og öllum gott gera. Eins og áður hefir komið fram var hann mikill og einlægur trúmaður. Hann var mikill ljóðavinur og fram á síðustu ár las hann og lærði ógrynni af sálmum og andlegum ljóðum og fann sér í því hugsvölun og hugarstyrk, sem aldrei brást. Skúli og fjölskylda hans voru meðal hinna trúföstu kirkjugesta í Keflavíkurkirkju á meðan ég þjón- aði þar. Við Skúli ræddum líka all- oft saman um andleg mál og því var mér vel kunnugt um þann sess, sem kristin trú og kristin kirkja skipuðu í vitund hans. Ég minntist í upphafi á sólskins- daginn þegar ég sá Skúla Oddleifs- son í fyrsta sinn. t>að var líka á sól- skinsdegi, sem ég sá hann síðast. l>að var 24. júlí 1983, þegar síra Olafur sonur hans var vígður bisk- upsvígslu í Skálholtsdómkirkju. Sr. Ólafur kvaddi mig til þess hlut- verks, að lýsa vígslu, eins og það er nefnt. Þegar ég kom upp í predik- unarstólinn og leit yfir hinn stóra söfnuð, sem í kirkjunni var á þess- um hátíöisdegi, þá sé ég Skúla sitja þar ásamt börnum sínum í einum fremstu bekkjanna. Mér varö star- sýnt á blessaöan gamla manninn. Það var sami svipurinn á honum þarna í kirkjunni eins og þegar hann stóð í skóladyrunum í Kefla- vík forðum. Sólin ljómaði í augum hans, brosið bjarta og heiða var máski ennþá hreinna og tærara á þessari stundu. l>að fór ekki á milli mála: Þama skinu mér geislar frá biðjandi föðurhjarta. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðmm ástvinum Skúla Oddleifssonar sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveöjur og biðjum þeim öllum blessunar Guðs, giftu og farsældar á framtíö- arvegi. Björn Jónsson. Sundlaug Grindavíkur Sími 68561 Opið sem hér segir: Mánudaga - Föstudaga: Börn kl. 16.00 -19.00 Fullorðnir kl. 19.00 - 21.00 Sauna klefinn er alltaf opinn á kvöldin Konur: Mánud. - Miðvikud. - Föstud kl. 19.00 - 21.00 FAXI 35

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.