Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1989, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1989, Blaðsíða 9
Til fróðleiks og gamans fyrir les- ^ndur Faxa ætla ég í stuttu máli að fjalla um Evrópukeppni atvinnu- manna í golfi. Keppni þessi saman- stendur af 35 mótum í karlaflokki °g nokkuð færri í kvennaflokki. Golf hefur átt sívaxandi vinsæld- um að fagna á undanförnum árum un óvíða hafa vinsældir aukist jafn mikið og í Evrópu. Þess sjást reynd- ar ágætlega merki hér á landi, því fjöldi þeirra sem stunda þessa skemmtilegu íþrótt fer jafnt og þétt vaxandi. Golfíþróttin hefur verið stunduð nteira og minna í fimm aldir og eru upptök hennar að ilestra dómi í Skotlandi. Á síðari hluta nítjándu aldarinnar festi golftð rætur í Ameríku og síðustu 40-50 ár hafa flandaríkjamenn verið leiðandi í Iþróttinni. Meöal þekktustu golf- leikara þarlendra má nefna Ben Hogan, Amold Palmer, Jack Niklaus og 'Ióm Watson. Á síðasta áratug hafa golfleikarar frá Evrópu m meir skarað iramur. I>egar spánver]- Inn Severiano Ballesteros vaió bresk- ur meistari áriö 1979 ruddi hann brautina fyrir aðra evrópska golf- leikara, s.s. Bemhard Langer frá V- fýskalandi, Sandy Lyle frá Skot- landi, Nick Faldo frá Englandi og Iæe Woosnam frá Wales. Sem dæmi um gott gengi evrópsku golfleikar- unna, þá hefur liö Evrópu í tvö síð- ustu skiptin unnið Ryder Cup sem er keppni milli Bandariskra og l-vrópskra atvinnumanna. bessi keppni fer nú fram í sumar og á flelfry golfvellinum í Englandi og stefnir allt í þaö, að þetta verði einn mesti íþróttaviðburöur ársins 1989. bess má síðan aö lokum geta, að ýmsir frábærir golfleikarar hata komið frá Ástralíu (Greg Norman, Gavid Graham, Peter Thomson), fra Suður-Afríku (Gary Player, Mark McNulty og Nick Price) og flapan (Tommy Nakajima og Isao Aoki). Severiano Ballesteros Ekki er hægt að skrifa um golf í Evrópu án þess að minnast sérstak- lega á hinn litríka, spánska golf- snilling - Seve Ballesteros. Þessi 31 árs golfleikari aldist upp við golf- völl, þar sem faðir hans var vallar- vörður og milli þess sem hann vann fyrir sér sem kylfusveinn, þá var hann öllum stundum að æfa sig. Hann gerðist snemma atvinnumað- ur og vakti fljótlega athygli fyrir djarflegan leik og ótrúlega hæfni við að bjarga sér úr vandræðum. í þá daga var golf ekki almenningsíþrótt á Spáni, heldur var það mest leikið meöal ferðamanna, en smátt og smátt fóru Seve og aðrir ungir golf- leikarar að láta að sér kveða og þar með vaknaði áhugi landa hans. Sigur hans í breska opna mótinu 1979 verður lengi í minnum haföur einkum fyrir óvenjulega högglengd hans og snilli í kring um flatimar. Síðan þá hefur Ballesteros leikið og sigrað um allan heim og er hann nú tvímælalaust besti golfleikari í heiminum. Peningaverðlaun í mótum Heildarverðlaun í mótunum í Evrópu á árinu 1988 vom nálægt tíu milljónum punda, eða hátt í níu- hundruðmilljónir íslenskra króna. Það er sænska stórfyrirtækið Volvo sem er aðalbakhjarl Evrópumót- anna, en síðan eru aðrir bakhjarlar fyrir hvert mót. Fyrsta mót ársins fór fram að þessu sinni á Santa Ponsa golfvellinum á Mollorka í mars, og var þaö Ballesteros sjálfur sem var aðalhvatamaður þess. Það var í fyrsta skipti sem slíkt stórmót fór fram á Mallorka og tókst það í alla staði mjög vel. Ballesteros lét ekki sitt eftir liggja og vann mótið og var sex höggum á undan hinum efnilega landa sínum, Jose-Maria Olazabal. Síðan tók við hvert mot- ið á fætur öðru, uns síðasta mótið, Volvo Masters, fór fram á Valder- ama vellinum á Spáni í október. Það 1. Severiano Ballesteros .... Spánn 39.466.308 2. Nick Faldo England 30.412.706 3. Jose-Maria Olazabal Spánn 24.993.282 4. lan Woosnam Wales 20.538.182 5. Sandy Lyle Skotland 16.257.971 6. Mark McNulty Zimbabwe 15.818.661 7. Des Smyth írland 15.028.519 8. Mark James England 13.363.492 9. Ronan Raferty N-lrland 11.571.293 10. Jose Rivero Spánn 11.300.539 11. Gordon Brand jr 10.940.914 12. Peter Baker England 10.870.256 13. Howard Clark England 10.418.939 14. Barry Lane England 10.418.939 15. Eamonn Darcy írland 9.818.124 16. Peter Senior Ástralía 9.011.068 17. Roger Chapman England 8.718.862 18. Mark Mouland Wales 8.353.775 19. Chris Moody England 8.352.579 20. Denis Durnian England 8.295.075 21. Roger Davis Ástralía 8.145.985 22. Anders Forsbrand Svíþjóð 7.855.591 23. Christy O. Connor jr Svíþjóð 7.381.500 24. Craig Parry Ástralía 7.147.794 25. Miguel Martin Spánn 6.658.498 fór vel á því, að sigurvegarinn varð Nick Faldo frá Englandi, en hann var á síðasta ári jafnbesti golfleikari heimsins, því hann varð sigurvegari í tveimur mótum, en varð alls átta sinnum í öðru sæti. í öðru til fjóióa sæti urðu síðan Ballesteros, Sandy Lyle og lan Woosnam og skipuðu þannig fjóru bestu golfleikarar Evrópu sér í efstu sætin. Þátttaka Volvo Eins og áður hefur verið minnst á, þá hefur Volvo veitt Eviópumót- unum mikinn stuðning. Áhuga Volvo má að nokkru rekja til þess góða árangur, er sænskir golfleikar- ar hafa náð að undanfömu. Þeir þekktustu eru Anders Forsbrand (22), Mats Lanner (44), Ove Sell- berg (57) og Magnus Persson (66). Einn danskur golfleikari hefur náð sæmilegum árangri, þ.e. Steen Tinning (120). Að mínu áliti er það aðeins tímaspursmál hvenær ís- lenskir golfleikarar ná því takmarki að taka þátt í þessum mótum því við eigum nú þegar tvo til þrjá sem em orðnir nógu góðir. (Ulfar Jónsson, Sigurður Sigurðsson). (Tölur í sviga sýna röð á verðlaunalista). Lokastaðan í Evrópumótunum Hér til hliðar birtist listi yfir þá 25 golfleikara, sem bestum árangri náðu 1988, hvað peningaverðlaun snertir. Þessi listi gefur nokkuð til kynna hvemig menn stóðu sig al- mennt, en segir þó ekki alla söguna. Kannski verður hægt að segja meira frá því síðar. Nú þegar hefur verið tilkynnt, að á árinu 1989 verði heildarverðlaun í Evrópumótunum 11,6 milljón pund. Ekki sem verst FAXI 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.