Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1989, Blaðsíða 31

Faxi - 01.01.1989, Blaðsíða 31
síðan hreinsaður. Óþéttur botn- krani var talinn orsök lekans. (Tíminn 22. júní 1971: „Bátur nær sokkinn í Grindavíkurhöfn“). Maður drukknar Að kvöldi hins 28. júní 1971, fannst lík Guðmndar Tjörva Krist- jánssonar, í Keflavikurhöfn. Hans hafði verið saknað um skeið. Tjörvi var fimmtíu og fjögurra ára gamall. Hann stundaði sjómennsku lengst af. Hann var skipstjóri á v.b. Jakob, sem var hætt kominn vegna leka, skömmu fyrir 1950. (Sjá hér framar í annálnum.) Tjörvi var sonur Guð- rúnar og Stjána bláa, frá Holti i Keflavík. Stjáni drukknaði 1921. (Sjá hér framar.) Tjörvi lét eftir sig eiginkonu og þrjá uppkomna syni. (Mbl. 29. júní 1971: ,,Keflvíkingur fannst drukknaður í höfninni“. Tíminn 29. júní 1971: ,,Fannstlátinn í Keflavíkurhöfn“. Faxi, 3. tbl. 1981: ,,í minningu syst- kinanna frá Holti“). V/b Keilir nærri sokkinn í Keflavíkurhöfn Rétt fyrir miðnætti, laugardags- kvöldið 22. janúar 1972, var v.b. Keilir GK 400, nærri sokkinn í Keflavikurhöfn. Lá báturinn í krókn- um innst við hafnargarðinn. Er að var komið var báturinn nærri fullur af sjó, lest, lúkar og vélarhús. Þurfti þvi lítið af sjó í hann til viðbót- ar svo að hann sykki. Fenginn var krani til að lyfta bátnum upp og sið- an var sjónum dælt úr honum. Kom þá í Ijós að rekald hafði komist á milli báta, sem í króknum lágu, og brotið gat á Keili. Um kvöldið var þó stillt veður, en bleytuhríð. Keilir var flutt- ur á bíl til viðgerðar í Dráttarbraut Njarðvíkur. Keilir var níu lesta trébátur, smíð- aður í Garðabæ 1961. Aðaleigandi hans var Sveinn Björnsson, er þá bjó í Garðinum. (Mbl. 25. jan. 1972: „Sökk í Kefla- víkurhöfn“. Suðurnesjatíðindi 28. jan. 1972: ,,Bátur sökk í Keflavíkurhöfn“). V/b Lómur siglir á hafnargarðinn Helgina 18. til 19. mars 1972, er v.b. Lómur KE 101, var að koma úr róðri, sigldi hann á hafnargarðinn í Vatnsnesvik. Dældaðiststefni báts- ins nokkuð en skemmdir urðu ekki alvarlegar. Engan mann sakaði. Bát- urinn kom úr róðri að kvöldi til eða um nótt, en fremri hluti garðsins var rafmagnslaus. Orsakaði Ijósleysið áreksturinn. Lómur KE 101 var tæplega tvö hundruð lesta stálbátur. (Suðurnesjatíðindi 24. mars 1972: „Óhapp í Keflavíkurhöfn“). M/B LÓMUR KE 101. Mymdin cr tckin a/ bcítnum vid Moldc í Norcgi, cn þcir var hann byggdur cirid 1963. Eldur í Pólstjörnunni Er Pólstjarnan KE var á leið í róð- ur að morgni 10. apríl 1972, kom upp mikill eldur (vélarrúmi bátsins. Keflvikingur KE 100 var nærstadd- ur og tók Pólstjörnuna í tog. Á með- an var reynt að slökkva eldinn. Til Keflavíkur komu bátarnir um kl. hálf níu árdegis. Þar tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins með þvi að rjúfa gat á vélarhúsið. Pólstjarnan var sextiu til sjötiu lesta trébátur, eign Sjöstjörnunnar í Keflavík. (Vísir 10. apríl 1972: „Pólstjarnan dregin logandi til hafnar í morgun“). V/b Hrönn strandar undan Gerðum Umkl. hálf sex, 19. júní 1972, tók Hrönn KE 48 niðri fyrir utan Gerðar í Garði. Báturinn var á handfærum í Garðsjó og veður var hið besta. Sjór ládauður. Á Hrönn voru tveir menn og sofnaði annar mannanna við stýrið með fyrrgreindum afleið- ingum. Fljótlega kom handfæratrilla og gerði tilraunir til að ná Hrönn á flot. En ekki bar það árangur. Ákváðu skipverjar að bfða síðdegis- flóðs. Um kl. hálf átta um kvöldið losnaði báturinn sjálfkrafa. Virtist hann ekkert skemmdur. Hrönn KE 48 var tíu lesta bátur, smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði. Báturinn var nýlegur. (Tíminn 20. júní 1972: ,,Tók niðri, þegar rórmaðurinn sofnaði“). Þórshamar sekkur í Keflavíkurhöfn Að morgni mánudagsins, 14. ágúst 1972, sökk v.b. Þórshamar RE 28 í Keflavíkurhöfn. Á sjönda tímanum um morguninn tóku skip- verjar á vélbátnum Óla Tóftum eftir því, að Þórshamar var farinn að síga. En báturinn lá utan á Óla Tóft- um. Stóð á éndum að Þórshamar sökk eftir að honum var rennt upp- að bryggju, fram undan Hafnarbúð- inni. Þannig stóð báturinn í botni að aftan, en hluti stefnis var upp úr sjónum. Þórshamar var mannlaus er þetta gerðist. Áhöfnin saman- stóð af utanbæjarmönnum og var enginn þeirra nálægur. Er fjaraði út var dælt úr bátnum og síðan var hann dreginn í slipp í Ytri-Njarðvík. Miklar skemmdir urðu á bátnum en orsök lekans var talinn bilaður botn- krani. Þórshamar RE 26 var gamall, sextíu lesta trébátur. Hann hét áður ísleifur III frá Vestmannaeyjum. (Vísir 14. ágúst 1972: ,,Sökk í Qör- unni í Keflavík“). Tíminn 15. ágúst 1972: ,,60 lesta bát- ur sökk í höfninni“. Mbl. 15. ágúst 1972: ,,Sökk í höfn- inni“. Suðurnesjatíðindi 18. ágúst 1972: ,,Sökk í Keflavíkurhöfn“). Eldur í m.s. Hólmsbergi í hádeginu, um kl. 12.15, mánu- daginn 16. okt. 1972, kviknaði i m.a. Hólmsbergi KE 16, þar sem báturinn lá í Njarðvíkurhöfn, tilbúinn í róður. Báturinn var mannlaus er eldurinn kom upp og því var hann orðinn talsvert magnaður, er slökkvilið kom. Vareldurinn mestur í káetu og stýrishúsi. Einnig í skil- rúmi við vélarhús. Eldsupptök voru ókunn. Urðu miklar skemmdir á bátnum og þannig eyðilögðust öll tæki í stýrishúsi. Var tjónið metið á hundruð þúsunda króna. Hólmsberg KE 16, var hundrað og ein lest að stærð, tréskip, í eigu Útvarar hf. í Keflavík. Aðaleigendur voru: Jón og Guðlaugur Tómassyn- ir og Örn Ingólfsson. Báturinn hét áður Helga Björg og var þá gerður út frá Skagaströnd. (Mbl. 17. okt. 1972: „Hundruð þús. kr. tjón“. Þjóðv. 17. okt. 1972: „Eldur í báti í Njarðvík"). Eldur í tveimur bátum Rétt fyrir miðjan desember kviknaði í tveimur bátum ( Keflavík. Lá annar þeirra, Sjöstjarnan KE 8, i höfninni. Var eldurinn.í astikkassa fram við lúkar. Urðu þar töluverðar skemmdir af eldi og reyk. En slökkviliði tókst að hindra út- breiðslu eldsins. Sjöstjarnan fórst 1973. (Sjá siðar.) Skömmu síöar, að kvöldlagi, kviknaði f v.b. Sigurbjörgu KE 98, þar sem hún stóð uppi út f slipp. Enginn var þar við vinnu og varð eldsins vart af tilviljun. Tókst slökkviliði að koma í veg fyrir veru- legt tjón, sem annars hefði orðið, ef eldsins hefði ekki orðiö vart tíman- lega. (Tíminn 16. des. 1972: „Eldur í tveim Keflavíkurbátum* ‘). Framhald í næsta blaði FAXI 31

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.