Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 7
Vegur lagður úr Hafnarfirði
til Keflavíkur
Þáttur úr endurminningum Sigurgeirs Gíslasonar
vegaverkstjóra og sparisjóðsgjaldkera í Hafnarfirði,
f 9. nóv. 1868, d. 25. des. 1952.
í bókinni ,,Hundrad Hafnfirdingar“ eftir
Magnús Jónsson, segir hann:
Sigurgeir um seinni cir
seðla varði binginn.
Hérna Bakkus hyggjuflár
hitti andstœðinginn.
(algjör bindindismaður).
Áriö 1904 var byrjað aö byggja
veginn milli Hafnarfjarðar og
Keflavíkur, síöan til Grindavíkur.
Sigurgeir segir svo frá:
Fyrsta fjárveitingin til þeirrar
vegageröar var 2.800 kr. úr sýslu-
sjóöi, og jafnhá upphæð úr lands-
sjóði.
Vegur þessi er 38 km. langur og
var byggður á 9 sumrum. Kostn-
aöur við vegagerðina alla varð 128
þúsund kr. Þegar þessu verki var
lokið, var farið að ræða um veginn
til Grindavíkur og voru mjög
skiptar skoðanir um hvar hann
skyldi liggja. Sumir vildu fara upp
frá Njarðvíkur-fitjum og vestan
við Þorbjörn, aðrir vildu fara upp
frá Vogunum og þar yfir Skagann.
Kr skoðunarmunur þessi stóð sem
hæst, gerði ég þá tillögu að fara
skyldi mitt á milli og vegurinn
lagður af Vogastapa og fyrir aust-
an Þorbjöm og að þvi ráði var horf-
ið.
Vegagerð þessi stóð yfir í 4 ár og
varð kostnaðurinn við hana um 60
þús. kr. og vegalengdin 16 km.
Þegar við vomm að byggja Suð-
urnesjaveginn vora hestamir
mesta áhyggjuefni mitt. Handa
þeim varð að sækja bæði hey og
vatn langar leiðir. Stundum varð
t.d. að sækja vatnið allt að 7 km.
vegalengd, en það er nær \'A klst.
lestaferð aðra leiðina.
Er leið á sumarið 1911, tók ég
það ráð að hafa hestana helmingi
færri, en nota þá alla daga. En þá
byggði ég hesthús og hafði hestana
á innigjöf allan síðari hluta sum-
arsins. Þessu hélt ég svo öll sumr-
in upp frá því, á meðan ég var við
byggingu Suöumesjaveganna og
sé ég eftir því ennþá að ég byrjaði
ekki á þessu fyrr.
Það var oft bæði illt og broslegt
að heyra hvað menn sögðu um
þessa nýjung, veginn. Flestum of-
bauð breiddin 5 álnir (3,15 m.).
Þannig kostaði það t.d. mikið stríð
að fá að hafa veginn fyrst út frá
Hafnarfirði 6 álnir í stað 5 álnir.
Margir töldu þriggja álna
(1,90 m.) breiðan veg fullnægj-
andi. Þó var einn karl á Vatns-
leysuströndinni ákveðnastur.
Hann sagði að vart mundi unnið
vitlausara verk en að leggja þenn-
an veg, því að enginn mundi verða
svo grannhygginn að fara að flytja
þungavöra landleiðina þama suð-
ur eftir þar sem blessaður sjórinn
lægi með allri ströndinni. Aftur á
móti lofaði öldungur einn Guð fyr-
ir, að hann skyldi hafa lofað sér að
lifa það að sjá veg kominn yfir all-
an Almenninginn. En það era
hraunin þama syðra kölluð einu
nafni.
(Heimildir tír l.tbl. 1. úiv. ,,Verkstjór-
itm" 1943).
Gudmundur B. Jónsson.
sinni greitt mannsæmandi kaup
við þennan höfuðatvinnuveg þjóð-
arinnar. Þegar komið er inn á
þessi mál, þá vill Marteinn ekki
skafa utan af hlutunum, en við
skulum koma að þeirri hlið mála
síðar í viðtalinu.
Ferðalög og íþróttir
Áður en við höldum lengra í að
ræða meira um fisk og fisk-
vinnslu, þá viljum við fá tækifæri
til að kynnast nánar öðram
hliðum á viðmælanda okkar. Það
er á margra vitorði, að Marteinn
er mikill ferðaáhugamaður og
einnig hefur hann ávallt verið
liðtækur íþróttamaður. Sem ungl-
ingur lék hann bæði fótbolta og
körfubolta, var í hópi þeirra sem
byijuðu með körfuna í Keflavík. Á
undanfömum áram hefur hann
verið í hópi betri golfara. Og þeir
eru fáir sem slá lengri golfhögg en
hann. Við spyrjum, hvort hann
hafi tíma til að sinna þessum
áhugamálum með þetta mikilli
vinnu. Svarið er aðeins. Það má
alltaf finna tíma til þess sem maður
hefur áhuga á. Hann segir einnig að
það sé rétt, að hann hafi víða flækst.
Hér áður fyrr var mest unnið á
vetram og gafst þá tækifæri til á
sumrin að bregða undir sig betri
fætinum og ferðast. Hefur hann
ferðast mikið, bæði innan lands og
utan. Mest hefur hann þó haft
gaman af þeim golfferðum sem
hann hefur tekið þátt í. Spánn,
írland, Bretland, Mallorca. Allt
era þetta nöfn sem kalla fram
góðar endurminningar um leik á
skemmtilegum völlum í góðum
félagsskap.
Að hætti víkinganna hefur
Marteinn gert strandhögg vestur á
írlandi. Hefur hann eignast þaðan
góða vinkonu, er Patricia MacGirl
heitir. Hún býr nú hér og starfar á
Sjúkrahúsinu í Keflavík, en hún
er lærður hjúkranarfræðingur og
ljósmóðir.
Skólanám og sumarvinna
Eftir bamaskólanám lá leiðin í
Gagnfræðaskólann í Keflavík, þar
sem gagnfræðaprófið var tekið.
Síðan tók við tveggja ára fram-
haldsnám við skólann. Hann hafði
uppranalega ætlað sér í tækni-
nám, en þar sem of fáir nemendur
höfðu áhuga á því, þá var sú
braut ekki kennd og fór hann í
stað þess á viðskiptabraut. Afleið-
ingin af þessu öllu saman varð sú,
að hann missti allan áhuga á
frekara námi.
Eins og allra krakka var siður á
þessum áram og reyndar að
mestu leiti enn, þá var verið að
vinna á sumrin. Nokkur ár vann
hann við að bera út póst í afleys-
ingum. En með skólanum vann
hann oft í fiski á kvöldin og um
helgar, því þá var oftast mikla
vinnu að fá. Oft var líka gefið frí í
skólanum, svo hægt væri að
bjarga verðmætum í landburði,
því fast starfsfólk húsanna hafði
engan veginn undan við
vinnsluna.
Fyrsta fasta starfið
Eftir að skólanum lauk vorið
1970, þá réðist Marteinn til starfa
við Hraðfrystihús Keflavíkur, eða
Stóra-Milljón eins og frystihúsið
almennt var kallað. Á þessum
áram var mikið um að vera.
Hingað komu aðkomumenn í stór-
um stíl og dvöldust þá í verbúðum
yfir vertíðina. Þetta var oft harð-
duglegt fólk sem vann af miklum
krafti. Marteinn minnist nokkurra
manna úr Landeyjunum sem vora
hér á vertíð. Ef mikill fiskur barst
að landi á laugardegi og það átti
að fara á ball um kvöldið eða nótt-
ina, þá var heldur betur handa-
gangur í öskjunum. Þá var hamast
svo svitinn bogaði af mönnum, en
á ballið komust þeir. Ekki vora
þeir nú jafn hressir morguninn
eftir.
Á áranum 1973-1974 flytur
Marteinn sig síðan yfir til Heimis
hf. sem nú heitir Útvegsmiðstöðin
og þar hefur hann unnið æ síðan.
Aðbúnaður við vinnsluna
Við biðjum Matta að bera saman
aðbúnaðinn við vinnsluna í dag og
fyrir tuttugu áram. Þá er nú
kannski fyrst til að taka, að
vinnutíminn var þá miklu lengri
en hann er í dag. Yfir vertíðina
var unnið alla daga ffam að og
yftr miðnæti, bæði á virkum
dögum og oftast um helgar. í dag
era það tíu tímarnir sem gilda, þó
FAXI 43