Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 31

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 31
SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM antinopel, höggormar og froskar og býflugnabú, þar sem sýnd er mynd- breyting skorkvikinda." Eflaust þætti þetta fátækur kostur í dag, en þetta voru þeir hlutir sem kennslan var miðuð við. Ekki hefur skólinn aukið mikið við áhöld sín næstu ár, en til samanburðar þá tökum við árið 1900—1901. Skólahúsinu sem skólinn starfaði í frá og með haustinu 1890 til 1911 er lýst af Bjama Þórarinssyni (presti), sem hafði þá yfirumsjón skólans sem formaður skólanefndarinnar. Þessa lýsingu skrifar hann árið 1896, 31. ágúst; „Kennslan hefur farið fram í 2 stofum 48.6 m3, 51.2 m3 á stærð, svo í efri deild hefir 1.93 m3 komið á hvert bam, 2.11 m3 í hinni neðri, svo mikið vantar á að rúmið sé fullnægj- andi; við enda skólans er forstofa með snögum sem bömin hengja í föt sín og hafast við í, í 5 mínútunum þegar illt er veður, framundan skól- anum er rúmgóður flötur (tún) sem bömin geta leikið sér á.“ Það er framför að bömin hafi eitt- hvað svæði til að leika sér á, og jafn- vel vantar enn í dag leiksvæði við skóla svo fullnægjandi sé. Af ann- arri aðstöðu í húsinu er það að segja að þau virðast öll hafa borðpláss og skúffú til að geyma dót frá sér í. Lausir munir skólans vom þá: ,,2 svartar veggtöflur 1.20 m2 hvor á stærð, 14 tveggjamannaborð með áföstum bekkjum og skúffum, 1 langborð með 4 skúffum fyrir 8 böm með 2 bekkjum með bakslám. 1 langborð lélegt fyrir 6 böm með engum slám. 1 langborð lélegt fyrir 6 böm með engri skúffu, loks 1 borð með einni skúffú fyrir 4 böm, 2 kennarapúlt, annað á palli, þeim fylgja þrífættir tréstólar.“ Það má geta þess að byrjun þessa skólaárs þ.e. 1896-97, þá vom 39 nemendur sem byijuðu við skól- ann, þannig að þessi aðbúnaður má ekki minni vera. Arið áður vom nemendur 49, sem er það fjölmenn- asta sem við skólann hefur verið og var á því tímabili sem við tókum fyr- ir. Miðað við 49 nemendur þá hefur hvert pláss verið skipað, því sam- kvæmt lausum munum skólans komast 49 í sæti, en hafa þá minna skúffúpláss. Ekki virðist skólinn hafa aukið kennsluáhöld sín mikið á þessum ámm, þ.e. 10 ámm seinna. Þá er skólinn búinn að bæta við sig eftir- farandi hlutum: Ný kristileg smárit, 20 eintök og sín 10 af hvom. Dæmisögur Esóps og stafrófi náttúmvísindanna. Veggmynd af Evrópu og aðra af Gyðingalandi. 1 eintak af För píla- grímsins frá þessum heimi til hins ókomna, sem kennarinn geymdi. Einnig hefur skólinn eignast tvo hrákadalla. Það má segja að starfssemi skól- ans sé í föstum skorðum alveg til ársins 1911, en þá flytur hann í nýtt húsnæði sem hreppurinn lét byggja með eigin fé og lánsfé. Það em því þáttaskil í sögu skólans, því eins og áður er sagt er það fyrsti vísir að nú- verandi húsnæði skólans. Látum við því hér vera kaflaskil í ritgerð okkar. E. Nemendur. Á þeim tíma sem skólinn tók til starfa (1872), þá var ekki almennur vilji bænda að stofna hann, heldur er hann stofnaður vegna dugnaðar Sigurðar B. Sívertsens og þeirra sem gáfu fé og vinnu til skólabygg- ingarinnar. Því er ljóst að það er ekki almenn- ur vilji foreldra að senda böm sín í skólann. Einnig mun fjárskortur hafa haldið aftur af mörgum sem vildu senda böm sín í skólann, en gátu ekki vegna lélegs efnahags á heimilunum. Fjöldi bama í sókninni var um 92 á aldrinum 8 til 14 ára. Þau böm sem nefnd em og flokk- uð í dagbókinni em 15, auk nokk- urra eldri bama sem læra aðrar ,,vísindagreinar“, ogeru þess vegna ekki flokkuð með. Við álítum að þau hafi verið 3 að tölu, en sök- um þess hve bókin hefur farið illa, þá er ekki hægt að lesa nema 2 nöfn greinilega. Seinna kemur fram að 3 hafi verið utanskóla og lært annað en kennt var í skólanum „lfklega dönsku og landafræði." Af þessu má sjá að 18 böm af 92 hafi hafið nám í byijun fýrsta starfs- árs skólans. Miðað við það húsnæði sem skól- inn hafði til umráða, þá hefur hann ekki getað sinnt mikið fleiri með góðu móti. Námsgreinamar vom fyrst 5, þ.e. kristindómur, biblíusögur, lestur, skrift og reikningur. í lok skólaársins em 18 skráðir nemendur í skólanum, en 3 af þeim hafa lært eitthvað réttritun og dönsku, 3 hafa því bæst við. Næstu ár fram til 1887, þá er nokkuð svipaður nemendafjöldi. „Skólinn var sóttur eftir vonum, vom 20 böm að meðaltali hvem vetur.“ , ,Bömin em tekin á skólann og úr skólanum á ýmsum tímum einkum fyrst framan af, stöðugra seinna." Ástæður fyrir því af hverju bömin em tekin úr skólanum em ekki allt- af að finna, en fjöldi þeirra hefur verið4-5, t.d. árin 1872 og 1875, en síðan hefur komið meiri regla á tölu nemenda. Bömin hafa eflaust þótt nauðsynlegur vinnukraftur heima við, og því hafa foreldramir tekið þau úr skólanum, eða vegna fjár- skorts. Nemendum var gefinn vitnisburð- ur eftir hveija viku um framför þeirra, gáfur og siðferði. Einnig hélt kennarinn skýrslu um kennslu sína og , .yfirheyrslu bamanna eftir viku hverja.“ í siðferði fá öll bömin „ágætlega" öll árin fram til ársins 1881, en þá kemur fyrsta athugasemd um hegð- un í nóvember. „í siðferði fá öll bömin einkunn- ina ágætlega, nema Þórarinn Magn- ússon fær einkunnina dável — vel (42/3), hann hefur verið forsprakki hinna annarra yngri pilta í ófagurri hegðun í stað þess að vera þeim til fyrirmyndar í siðprýði og góðri hátt- semi, einnig hefur hann lítt látið að umvöndunum kennara. Einnig skal þess getið, að Tómas, Einar Berg- þórsson og Sigmundur, hafa verið hans ötulir fylgifiskar, en áminnast að bæta sig framvegis." Einnig er þess getið í desember að Tómas Nikulásson hafi komið inn til bæna og viðhaldið ófögmm hlátri og vakið, .stórkostlegt hneyksli," en hann fékk 3= laklega. Ástæðan fyrir þessari hegðun er eflaust sú, að sbr. lýsingu á Jóni Jónssyni sem var þá kennari, hafi Framhald á bls. 70 1 áUNIÐ DRKII- REO [NINGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látið orkureikninginn hafa forgang fj Hitaveita Suðurnesja FAXI 67

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.