Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 32

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 32
Óhapp við Dráttarbraut Keflavíkur Flestum okkar veröur þad sjálfsagt næst í minni, þegar vetur þessi ber á góma, að hann hafi verið leiðinlegur, ávallt risjótt veðrátta, gæftaleysi og mikill snjór. Við munum ekki muna vel eftir góðviðrisdögunum, heldur muna því betur eftir þeim slæmu. Þannig erum við víst flest gerð, hvem- ig sem á því stendur. Samt verður þess minnst, að nokkra daga í febrúar kom það sér vel, að veðrið var skaplegt. Þá gerðist nefnilega óhapp við Dráttar- brautina í Kefalvík, þegar verið var að sjósetja hinn ljómandi fallega trébát, Eyrúnu ÁR 66 eftir nokkurra mánaða viðgerð í slippnum. Við þaö að skutur bátsins tók lítilsháttar niðri stuttu eft- ir að hann hafði verið sjósettur, þá laskaðist stýri og skrúfa bátsins og hann rak óðar upp í fjöru beint neðan við Dráttarbrautina. Ef veðrið hefði nú sýnt á sér hinar verri hliðar þessa daga, þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Starfsmenn dráttar- brautarinnar unnu ötullega að björg- un bátsins og fengu m.a. jarðýtu til aðstoðar eins og sést á meðfylgjandi mynd. Tókst björgunin giftusamlega og urðu skemmdir óverulegar. Vatnsveita Suðurnesja. Kaupstaðimir Kefiavík og Njarðvík menn standi straum af öllum kostnaöi við gerð hinna nýju vatnsbóla. Sigur í Parfs Landslið íslands í handknattleik gerði góða for til Parísar í febrúarmán- uði s.l. Þangað fór liðið til að keppa í svonefndri B-keppni, en þar voru menn að keppa um rétt til að leika í úrslitakeppni um heimsmeistaratitil- inn. Mun sú keppni fara fram í Tékkó- slóvakíu á næsta ári. Eftir frekar slak- an árangur á Ólympíuleikjunum í Seoul s.l. haust vom menn almennt ekki mjög bjartsýnir á að liðinu tækist að ná góðum árangri. Til þess að tryggja farseðilinn til Tékkóslóvakíu þurfti liðið að ná einu af sex efstu sæt- unum. Er skemmst fráþví að segja, að liðið var allan tímann í banastuði og sigraði í keppninni á mjög sannfær- andi hátt. Mjög margir fylgdust með leikjum liðsins, þvf jjeim var öllum lýst í útvarpi og nokkrum þeirra var sjónvarpað beint. Þannig var t.d. hátt- að með úrslitaleikinn sem var gegn Pólverjum. Leikurinn var fima skemmtilegur og sigur okkar manna aldrei í hættu. Reyndar var stór hópur íslendinga staddur í París til að horfa á leikinn. Var þetta hápunkturinn á ferli landsliðsins undir stjóm hins pólska þjálfara, Bogdan, en hann tek- ur nú líklega til við að þjálfa önnur lið. Og þá er bara að bíða og sjá, hvað gerist í Tékkó.l! hafa gert meö sér samning um að stofna nýja, sameiginlega vatnsveitu er mun verða rekin sem sjálfstætt sameignarfélag. Fyrsta verkefni hins nýja félags verður að taka í notkun ný vatnsból, því núverandi vatnsból eru í yfirvofandi mengunarhættu frá flug- vellinum, eins og áður hefur verið sagt frá hér í Faxa. Þegar utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, James A. Baker var hér í heimsókn, þá vom þessi mál rædd og í framhaldi af því var skipuð viðræðunefnd sem í sitja Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofustjóri vamamáladeildar utanríkisráðu- neytisins, Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur og Hannes Einarsson, formaðurbæjarráðsKefla- víkur. Er sú krafa gerð, að bandaríkja- Karlar og konur í Keflavfk og ná- grenni sameinast í eitt verkalýðs- félag Verkalýs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkakvennafélagið vora nýlega sameinuð í eitt félag undir nafni verkalýðsfélagsins. Á aðalfundi fé- lagsins fyrir nokkru var kosin ný stjóm og skipa hana eftirtaldir: Karl St. Guðnason, formaður Guðrún Ólafsdóttir, varaformaður Ema Gunnarsdóttir, ritari Guðmundur Einarsson, gjaldkeri Bjöm Jóhannsson, meðstj. Guðmann Héðinsson, meðstj. Hjördís TVaustadóttir, meðstj. 68 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.