Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 37

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 37
RA.UÐSKINNA. HIN NÝRRI — SR. JÓN THORARENSEN SUDURNESJAANNÁLL * eftir Sigurð B. Sívertsen prest á Utskálum I Scindgerdi: Þar bjó Sigurður eldri Runólfsson, faðir Guðna. Mun hann hafa komið hingað eftir lögréttumann Jón Narfason, sem deyði árið 1691. Eftir hann bjó hér lögréttumaður Runólf- ur Sigurðsson, sonur hans, sem giftur var Þórunni Kortsdóttur frá Kirkjubóli. Á Kirkjubóli: Þar var lögréttumaður Vilhjálmur Jónsson. Hann var seinni maður Snjólaugar, dóttur Sigurðar Núps- sonar frá Esjubergi, en áður hafði hún átt Jón TUmason á Kirkjubóli. Vilhjálmur var talinn merkismaður. Hann varð úti á Skaganum, þá er hann kom frá Útskálum seint um kvöld frá greftri systur sinnar, og hafði hann verið drukkinn. Það var 1706, en lengi gengu þau munnmæli, að Gunna nokkur Ón- undardóttir, hjáleigukona hans, I Viú hana cr kenndur Gunnuhver á Kcykjancsi (sjá hjúVsögur Jóns Arnxsonar). sem heitast hafði og gengið aftur, hefði unnið á honum. Sama vetur- inn dó kona hans, Snjólaug og synir hans. Helgi, sem einnig bjó á Kirkju- bóli, og var giftur Góu Gísladóttur, systur Ólafs biskups, en dóttur Gísla lögréttumanns í Njarðvík og Jón bróðir hans, líka giftur og bam- laus. Gróa átti seinna Kort Jónsson, lögréttumann á Kirkjubóli. Þeirra dóttir var Auðbjörg, kona Guðna sýslumanns. (Hún dó árið 1767). Á Úískd/um: Þar var prestur síra Gísli Jónsson, sonur lögréttumanns Jóns Hall- dórssonar í Innri-Njarðvík, og Kristínar Jakobsdóttur. Hann deyði 1710 eða 1711. Bróðir hans var Þor- kell lögréttumaður í Njarðvík, faðir Jóns rektors Þorkelssonar. Á Stóra-Hólmi: Þar bjó Ámi Jakobsson, bróðir Kristínar í Njarðvík. 1701 fiskaðist á Suðumesjum töluvert af geimef eða geimyt. Á einum degi 14 í hlut, en hann var sagður ferstrendur, flatur á kvið og baki, að áti eins og silungur. Gengu þá harðindi svo, að fólk lagði sér helst til átu söl, rætur, fjallagrös og jafnvel fiskabein, er sumir fluttu til heimila sinna og seyddu sér til matar. Eyddust útkjálkar þá nærri þvi og harðinda sveitir, urðu margir bráð- kvaddir. Á Suðumesjum lögðust hjón ein til hvílu. Kvartaði maður- inn um sáran fótakulda. Konan vildi fara til fóta og verma hann. Önduðust þau bæði þar á eftir. 1702. Þá urðu 30 menn bráð- kvaddir á Suðurnesjum. Dmkkn- uðu 3 menn af skipi bóndans Run- ólfs Sveinssonar á Stafnesi. 1703 rak hval suður í Höfhum, og reið Páll Beyer frá Bessastöðum til að sjá fyrir honum. Skipstapi við Keflavíkurkaupstað. Dmkknuðu þar 4 menn. Annar varð á Bátsendum. Dmkknuðu 3 danskir þar, sem fóm til fiskróðurs. Þá dmkknuðu 4 menn í Innri- Njarðvík, ætluðu þar í land á báti af áttæringi, er komið hafði úr ál með fiskfarm í Keflavík. Vom þeir dmkknir. Er þeir komu inn á vík- ina, hvessti snögglega. Týndust þeir þar, en tveir komust af. Það vom tveir vinnumenn Þorkels Jónsson- ar, er þar bjó, og húsmaður hinn þriðji. En fjórði frá Narfakoti, vinnumaður. 1705 vom 40 marsvín rekin á land í Innri-Njarðvík. Sama ár, 20. febr- úar, dmkknaði Guðmundur Jóns- son á Kalmannstjöm og fjórir menn með honum. Nokkm fýrr dmkkn- aði einn maður af báti frá Gufuskál- um. Öndvert á góu kom norðanveður mikið með frosti og lagnaðarís, fyrir Suðumesjum, og rak burt fisk all- an, er þar var fyrir. Sex skippund var þá hæstur hlutur á Stafnesi. 1706 urðu fimm skipstapar á Suð- umesjum. Flestum mönnum var bjargað. Dmkknuðu 11 menn á NORÐURLANDAMÖT í KÖRFUKNATTLEIK - POLAR CUP Stórriðburðar á Suðnrnesjum Dagana 26—29. apríl 1989 verður haldið í Grindavík — Njarðvík — Keflavík Norðurlandamót í körfuknattleik. * Komið og sjáið landslið Islands keppa við landslið Finna, Dana, Svíþjóðar og Noregs. Sjáið skærustu leikmenn á Norðurlöndunum sýna listir sínar. Nánar auglýst síðar. ^im^H Framkvœmdanefnd NM89 FAXI 73

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.