Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 21
SKÓLAR
SUÐUR-
NESJUM
SKÓLAR
Á SUDURNiSJUM
/ síðasía blaði var fjallað um Grindavíkurskóla og upp-
haf barnafrœðslu þar. Að þessu sinni heimsœkjum við
Gerðaskóla íGarði ogstöldrum viðþar nokkra stund. Að
visu hefur verið skrifað all mikið í Faxa um Gerðaskóla,
► því skólinn er sá elsti á Suðurnesjum og reyndar einn sá
elsti á öllu landinu. Gerðaskóli var stofnaður árið 1872
og þegar haldið var upp á 100 ára afmœli hans 1972, þá
birti Faxi frásögn og greinar um skólann, m.a. tvœr
greinar eftir Sveinbjörn Arnason, fyrrverandi skóla-
stjóra.
Ungur kennari sem nú kennir við Gerðaskóla, Jón
Ögmundsson, tók það sem prófverkefni við Kennarahá-
skólann ásamt félaga sínum, Sveini Karlssyni, að skrifa
sögu Gerðaskóla á tímabilinu 1872—1911. Þar sem frá-
sögn hans er byggð á góðum einstökum heimildum sem
skólinn hefur haldið til haga frá fyrstu tíð, þá œtlum við
hér að birta nokkurn úrdrátt úr ritgerð Jóns. Þar sem hér
er um nokkuð mikið efni að rœða, þá munum við að
þessu sinni aðeins stikla á stóru úr sögu skólansfrá 1911
oggefst vonandi tœkifœri síðar til að bœta nokkuð úr því.
Hefst nú frásögn Jóns.
I. Aðdragandi og stofhun Gerðaskóla
Aðdragandi að stofnun skólans
var nokkuð langur, en það var fyrst
upp úr 1860, að séra Sigurður
Brynjólfsson Sívertsen prestur að
Útskálum fór að ræða við héraðs-
' búa um stofnun hans. Séra Sigurö-
ur fór fram á fjárframlög frá bænd-
um í þessum tilgangi, en varð þó
misjafnlega ágengt.
Séra Sigurður var um sextugt þeg-
ar þetta var, fæddur 1808. Hann
hafði verið prestur að Útskálum síð-
1 an 1837, en áður hafði hann verið
aðstoðarprestur föður síns, séra
Brynjólfs Sigurðssonar Sívertsen í
sex ár og þjónaði kirkjunum á
Hvalsnesi og í Kirkjuvogi. Sigurður
þótti merkisprestur og var hvort
tveggja í senn, kennimaður góður
og búmaður mikill, auk þess fræði-
maður í íslenskri sögu og ættvísi.
Hann var hjálpsamur fátæklingum,
og lét sér annt um uppfræðingu
bama.
Sigurði varð það fljótlega ljóst, að
skólinn kæmist ekki á stofn nema
með allverulegum samskotum
sóknarbama sinna. Viðbrögð al-
mennings við þessari hugmynd Sig-
urðar vom eins og áður segir afar
misjöfn, margir vom jafnvel mjög
andvígir henni, og mæltu sér til
málsbóta, ,,að ekki hefðu gömlu
mennimir haft skóla, en komist af
samt.“
Þetta sýnir vel að jarðvegurinn var
fremur illa plægður fyrir hugmynd-
ir séra Sigurðar, það var því ljóst að
það mundi ekki verða létt verk að
hrinda þeim í framkvæmd. Þrátt
fyrir þetta lét séra Sigurður ekki
bugast, enda dugmaður hinn mesti
og auk þess mikill áhugamaður um
öll menningarmál.
Nú líður og bíður, án þess að neitt
gerist í málinu. Þá gerist það að
prestur fær bréf frá Þórami Böðv-
arssyni prófasti í Görðum, þess efn-
is að séra Sigurður gangist fyrir
samskotum í sókn sinni til handa
J
FAXI 57