Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 13

Faxi - 01.02.1989, Blaðsíða 13
iMÍóbeincndurognemendurág(k)rislund. Frá vinstri. lntpbörg Þórhallsdóttir, Guð- rún Ása Giistavsdóttir, Hrönn Kristinsdóttir og Katrín Osk borgeirsdóttir. (Ljósm. Heimir Stfgsson). Stjórnarmenn VSFK voru vidstaddir námskeidsslit. Frá vinstri: Bjöm Jóhannsson, Hjördís Thiustadóttir, Karl St. Guðnason og Gudrún Ölafsdóttir, stjómandi nám- skeidsins. Endurmenntun Nýlega fór fram útskrift á nám- skeiði sem haldið var á vegum VSFK fyrir félagsmenn sem vinna á heilbrigðisstofnunum hér á svæð- inu. Þar er um að ræða sjúkrahúsið í Keflavík, dvalarheimili aldraða, heimahjúkrun, gæslukonur í Holta- skóla og heimilishjálpin fyrir aldraða. Námskeiðið var haldið með aðstoð MFA (Menningar- og fræðslusam- band alþýðu). Af hálfu VSFK hefur varaformaður félagsins, Guðrún Olafsdóttir, haft veg og vanda af undirbúningi og stjóm námskeiðs- ins, en jafnframt notið dyggrar að- stoðar TVyggva Þórs Aðalsteinsson- ar frá MFA og Ingibjargar Þórhalls- dóttur sem starfar á sjúkrahúsi Keflavíkur. Námskeiðið hafa sótt um 53 konur og stóð það yftr frá því íbyrjun nóvembers.l. haustogfram til 14. febrúar. Námskeiðið stóð alls í um 90 tíma. Fór öll kennsla fram utan vinnu, þannig að oft hefur ver- ið um langan vinnudag að ræða hjá þátttakendunum. Er þetta lengsta námskeið sem farið hefur fram á vegum VSFK. Við útskriftina ávarpaði Guðrún Ólafsdóttir þátttakendur og þakk- aði þeim fýrir góðan árangur og ástundun. Lýsti hún síðan aðdrag- anda þeim sem að námskeiðinu hefði verið, en það var haldið sam- kvæmt ákvæðum í kjarasamning- um. Námskeiðsgögn hefðu verið þau sömu og Sókn í Reykjavík hefði notað að öðru leiti en því, að bætt var við sérstöku efni er varðaði mannleg samskipti. Hefði sér virst einmitt þetta efni falla þátttakend- um vel í geð, því mannleg samskipti eru ávallt mjög þýðingarmikil í á vegum VSFK starfi þeirra. í lok ræðu sinnar færði Guðrún öllum þeim sem stutt hafa við þetta námskeiðahald. Nefndi hún m.a. sjúkrahús Keflavíkur, Keflavíkurbæ o.fl. Fleiri tóku til máls, m.a. bæjar- stjóri Keflavíkur, Guðfinnur Sigur- vinsson. Táldi hann námskeið sem þetta mjög gagnlegt. Fullvissaði hann þátttakendur um, að þeir Karl St. Gudnason afhendir þátttakendum skfrteini. Frá vinstri. Anna Frfmanns dótir, Ellen Stefánsdóttir og Ingunn Gudbjartsdóttir. FAXI 49

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.