Faxi - 01.09.1989, Qupperneq 8
eajkit
6. tölublað
49 árgangur
Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson,
aðst.ritstj., Guðfinnur Sigurvinsson, Hilmar Pétursson og
Birgir Guðnason.
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.
Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114.
Filmu- og plötugerð: Myndróf. >
Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar.
MALFUNDARFELAGIÐ FAXI
FIMMTÍU ÁRA
Þann 10. október 1939 var stofnað í Keflavík Málfundarfé-
lagið Faxi. Stofnfélagar voru Margeir Jónsson, Guðni Magn-
ússon, Ingvi Loftsson, Ragnar Guðleifsson, Valtýr Guðjóns-
son og Hallgrímur Th. Bjömsson. Allt voru þetta ungir og
framsæknir menn sem létu sig málefni líðandi stundar miklu
skipta. Jaíhíramt því sem þeir tóku af lífi og sál þátt í atvinnu-
lífi í bænum, þá tóku þeir mikinn þátt í félagslegu starfi. Fé-
lagið var stofnað til þess að félagamir gætu þjálfað með sér
hvers kyns ræðumennsku, umræður, ritun fundagerða og
annað er laut að góðri framsögn íslensks máls.
FYRSTA FUNDARFERÐIN
Fundargerðir félagsins eru merk og góð heimild um starfið.
Sú fyrsta er stutt og því gott sýnishorn nú í tilefni tímamót-
anna.
1. fundur.
FUNDARGERÐ
Þriðjud. 10. okt. 1939 komu nokkrir menn saman í húsi
Ingva Loftssonar við Suðurgötu 37 í Keflavík í þeim tilgangi
að stofna málfundafélag.
Mennimir vom sem hér segir:
Guðni Magnússon, málarameistari
Hallgr. Th. Björnsson, kennari
Ingvi Lx>ftsson, múrarameistari
Margeir Jónsson, reiðhjólasmiður
Ragnar Guðleifsson, deildarstjóri í Kron
Valtýr Guðjónsson, kennari
Málfundafélagið var síðan stofnað á fundinum af áðurtöld-
um mönnum og var þá lagt fram fmmvarp til laga fyrir félagið,
sem var samþykkt með nokkrum breytingum sem lög fyrir fé-
lagið, eftir talsverðar umræður.
Þá var skv. fyrirmælum laganna kosinn formaður fyrir fé-
lagið og hlaut kosningu Valtýr Guðjónsson.
Eftir þetta setti formaður fund í hinu nýstofnaða félagi og
kvaddi hann Margeir Jónsson til að vera fundarstjóra en Hall-
gr. Bjömsson til að gegna ritarastörfum.
Fundurinn fjallaði síðan um inntöu nýrra félaga, og var
stungið upp á nokkmm mönnum í því tilefni, og var þeim
Margeiri Jónssyni og Ragnari Guðleifssyni falið á hendur að
tala við þessa menn.
Við umræðurnar kom í ljós, að fundarmenn yfirleitt óskuðu
eftir að pólitískum stælum væri haldið utan umræðna á fund-
um félagsins.
Formaður skipaði Hallgr. Björnsson til þess að hafa fram-
sögu á næsta fundi félagsins, — síðan var fundi slitið.
Hallgr. Th. Björnsson.
TÓLF FÉLAGAR
Félagið dafnaði vel og því óx ört fiskur um hrygg. Fljótlega
bættust fleiri í hópinn, s.s. Kristinn Reyr, Ingimundur Jóns-
son, Sverrir Júlíusson, Danival Danivalsson, Steindór Pét-
ursson og Jón Tómasson svo einhverjir séu tilnefndir. Hefur
félagið frá upphafi starfað óslitið allt fram á þennan dag. í eðli
sínu er Faxi félag sem starfar í kyrrþey, fundir eru t.d. haldnir
til skiptis á heimilum félaganna. í dag eru félagar Faxa tólf
talsins en sá fjöldi félaga hefur haldist óbreyttur svo til frá
upphafi. Í gegnum árin hefur Málfundarfélagið Faxi skilið eft-
ir sín spor í samfélaginu, m.a. með þátttöku í hvers kyns
menningarstarfsemi, en fyrst og fremst má þakka það útgáfu
félagsins á Mánaðarblaðinu Faxa.
BLAÐIÐ FAXI
Strax á öðru ári var sú ákvörðun tekin í félaginu að ráðast
í útgáfu á blaði. Var því gefið nafnið Faxi og fýrsta blaðið kom
út 21. desember 1940. í ávarpi Valtýs Guðjónssonar ábyrgðar-
manns blaðsins kemur fram að tilgangurinn með útgáfu
blaðsins sé meðal annars sá, að gefa héraðsbúum sjálfum kost
á að fylgjast með því sem er að gerast í þessu fjölmenna og
stóra héraði. Mikil þögn ríkir hér í menningar- og framfara-
málum bæði innan og utan héraðsins. Jafnffamt er vakin at-
hygli á þeim væna skerf sem Suðumesjabúar leggja til þjóðar-
búsins. Verðskuldi hann því annað en þögnina eina. Hefur
blaðið komið út æ síðan og verður 50 ára á næsta ári.
En samkvæmt fastri hefð munu Faxafélagar hefja vetrar-
starfið með afmælisfundi 10. október og að þessu sinni með
sérstökum dagamun á hálfrar aldar afmælinu.
196 FAXI
j