Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.1989, Side 14

Faxi - 01.09.1989, Side 14
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Keflavíkur 32 • hluti ið, er báturinn var sextán sjómílur NV af Garðskaga, kom mikill leki að honum. Síðar kom í Ijós, að slanga svokölluð kælivatnshosa, hafði far- ið í sundur, og það ollið lekanum. Skipstjóri sendi þegar út neyðarkall og komu þrír bátar á staðinn um kl. ellefu. Klukkan hálf tólf var vélin í Bjargey að stöðvast, en nokkru seinna var daela sett um borð í bát- inn. Var þá kominn mikill sjór I vélar- rúm. Vonin KE 2 tók Bjargey í tog og dró hana til Keflavíkur. Þangað var komið aö morgni fimmtudagsins 9. ágúst. Veður var stillt allan tlmann og því engin hætta á ferðum. Á Bjargey voru fimm menn, þar af 1973 Valþór GK strandar utan við Stekkjarhamar Um miðnætti, föstudaginn 23. mars 1973, strandaði v.þ. Valþor GK 25 I klettunum rétt innan við Fiskiðju. Var það skammt utan við Stekkjarhamar. (sjórétti, sem fór fram strax eftir strandið, kom f ram, að Valþór var að fara tll aöstoðar m.s. Bakkafossi, sem var með fast í skrúfunni. En skipiö var skammt undan landi í Vatnsnesvík. Um það bil sem Valþór kom að Bakkafossi, losnaði tógiö úr skrúfu skipsins, og hélt þaö til hafs. En skömmu slðar fékk Valþór tóg í skrúfuna og stöövaðist vél bátsins. Var þetta svipað tógi þvl er Bakka- Valþór GK 25 ú strandstad vid klcttanu rétt utan við Stekkjarhamar. GÆSLUVELLIR KEFLAVÍKURBÆJAR Gæsluvellir Keflavíkurbæjar við Midtún og Heiðarból verða opnir á tímabilinu 15. sept. til 1. maí frá kl. 13—16 alla virka daga nema laugardaga. Baugholts- og Ásabrautarvellir verða lokaðir frá 30. september. Félagsmálastjóri foss hafði innanborös, en ekki þótti sannað, að tógið í skrúfu bátsins væri frá Bakkafossi. Þar sem vindur var strekkings- hvass af norðaustri, rak Valþór und- an sjó og vindi. Kalt var og nokkurt brim viö ströndina. Bar bátinn upp í kletta skammt innan við Stekkjar- hamar og strandaði hann þar. Bjarg- aðist áhöfn bátsins greiðlega í land, á kaöli, sem strengdur var úr bátn- um í stóran stein. Báturinn náðist ekki út og eyöilagðist þarna. Svipað atvik gerðist 1964, er Katla og Eldey voru hætt komin. Var það nær og innar viö höfnina. Valþór var áttatíu og sjö lestir að stærð, smlöaður úr eik í Danmörku 1960. Aðaleigandi hans var Magn- ús Þórarinsson (Keflavík. (Suðum.tíðindi 30. mars 1973: „Valþór GK strandar f Njarðvfk“). V.B. Bjargey hætt komin Síödegis, miövikudaginn 8. ágúst 1973, lagði vélbáturinn Bjargey KE 126, úr Keflavlkurhöfn til rækjuveiða. Um kl. tlu um kvöld- þrír bræður. Skipstjóri var Jón Ey- fjörð Eirlksson, sem var einn af eig- endum bátsins. Bjargey var sextíu lesta eikarbátur, hét áður Sindri frá Reykjavík. Báturinn var smlðaður I Ytri-Njarðvík 1956. Vél: Buda-Dies- el, 340 hestöfl. (Vísir 9. ágúst 1973: „Bátur í nauðum út af Garðskaga“. Tfminn 10. ágúst 1973: „Leki kom að rækjubát út af Garðskaga“). Bát slítur upp — annar sekkur Skömmu eftir hádegi, sunnudag- inn 23. sept. 1973, kom sunnan úr hafi mjög djúp lægð, sem hélt síðan noröuryfir landið. Um leiö gerði hér eitt mestafárviðri, sem geysað hef- ur síðustu árin. Voru þetta eftir- stöðvar fellibylsins Ellenar, sem mikinn skaða gerði við strendur Ameríku. Stóð veðurofsinn fram á mánudag, en lægöi er leiö á daginn. ( Reykjavlk mældist vindhraði 108 hnútar I mestu hryöjunum. Að- eins einu sinni hafði þá mælst jafn- mikill vindur I Reykjavík. Það var 1942. Þá mældust 109 hnútar. 202 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.