Faxi

Volume

Faxi - 01.09.1989, Page 17

Faxi - 01.09.1989, Page 17
Árið 1946 voru samþykkt ný fræðslulög. Lög þessi lengdu skóla- skylduna um eitt ár, úr 14 ára aldri upp í 15 ára aldur, en um leið var sú breyting, að bamaskólanám styttist um einn vetur, en unglinganám varð skyldunám í tvo vetur. Bamaskóla- | námi lauk þá með bamaprófi við 12 ára aldur, en 14 ára luku nemendur unglingaprófi. Ný lög tóku síðan gildi árið 1974, svonefnd grunnskólalög. Með til- komu þeirra var bamapróf lagt nið- ur og ríkari áhersla var lögð á upp- eldishlutverk skólanna en áður. Skólaskylda var síðan lengd til 16 ára aldurs árið 1985. Ljúka nem- endur nú svonefndu samræmdu grunnskólaprófi. Ætla mætti að skólastarfið hefði tekið miklum breytingum á þessu fimmtíu ára tímabili, einkum þegar hafðar em í huga þær stórfelldu breytingar sem átt hafa sér stað úti í þjóðfélaginu. Margt gæti bent til að svo væri við fyrstu sýn, en ekki er víst að svo sé í raun. Bæði er að eðli og tilgangur kennslunnar er í raun óbreyttur, einkum á fyrstu árum námsins, sem sé að tileinka nem- endum lágmarksfæmi í lestri, skrift og stærðfræði, og svo hitt að skóli er í eðli sínu íhaldssöm stofnun sem leggur áherslu á að halda í heiðri viðurkennd gildi og ræktun ríkj- andi viðhorfa. Ekki er með þessu verið að halda því fram að framan- greind atriði séu neikvæð, aðeins verið að geta þess að eðlisbreytingar hafa ekki orðið eins miklar og gæti virst í fljótu bragði. Helstu breytingamar sem orðið hafa felast í breyttum aðferðum við kennslu og nám. Menn hafa áttað sig á því að beinhörð öflun þekking- aratriða er ekki kjami þess að þeim famist vel í lífinu, og þess vegna hef- ur verið lögð aukin áhersla á vinnu- brögð, að nemendur læri að finna upplýsingar og afla sér þekkingar á eigin spýtur, þar sem,, Enginn getur vitað allt“. Þá hafa grunnskólalögin lagt á skólana ríkari skyldur til að sinna beinu uppeldi nemenda sinna en áður var. Þar em falleg og háleit markmið á ferðinni, en því miður hefur skólunum ekki verið gert kleift að sinna því hlutverki. Til þess þarf margfaldan mannafla á við það sem skólar hafa aðgang að í dag og það kostar fé sem ekki verð- ur séð að þjóðfélagið hafi handbært um þessar mundir. Eitt þeirra atriða sem grunnskóla- lögin fela í sér er aukið lýðrseð Gert er ráð fyrir auknum áhriftu foreldra og nemenda í störfum sku ans. Auknum áhrifum fylgir auki ábyrgð. Nú á allra síðustu árui hafa menn rætt þann möguleika a hver skóli fái aukin völd yfir eigi starfsemi og til stendur að bind slíkt í lögum. Heimafólk öðlast þ meiri möguleika til að hafa áhrif það sem gerist í skólanum. í sam- ráði kennara, nemenda og foreldra skal móta þá stefnu sem skólinn setur sér. Þessi nýju viðhorf munu kreijast þess að allir aðilar sem hlut eiga að máli séu meðvitaðir um hvað fram fer í skólanum og hvaða leiðir æskilegast sé að fara. 50 ár fram í túnann Ekki er gott að sjá hvað ffamtíðin mun bera í skauti sér í skólamálum. Mikil umræða og umbrot eiga sér nú stað meðal skólafólks og sitt sýn- ist hverjum um hvaða leiðir séu heppilegastar. í núverandi grunn- skólalögum er lögð rík áhersla á að hver nemandi fá umönnum við sitt hæfi. Námið skal stuðla að al- hliða þroska hvers einstaklings og þess gætt að hann fái kennslu við sitt hæfi. Þessum markmiðum lag- anna hafa skólamir ekki sinnt nægilega að mati margra. Sú hefð, að allir nemendur á sama aldurs- stigi séu að fást við sömu verkefnin á sama tíma, er verulegur dragbítur á að komið sé til móts við hvem og einn miðað við hans þroska. Þegar bam nær tilteknum aldri er það nú oft látð fást við verkefni sem það ræður ekki við, eða er alltof létt, ein- ungis vegna þess að verkefnið er miðað við tiltekinn aldur. Síðan er reynt að koma til móts við þá sem verst ráða við verkefnin með sér- kennslu. Mikilvægt er að þess sé gætt að nemendum sé hvorki ofboðið í námi sínu né misboðið. Þær raddir verða sífellt háværari meðal skólafólks, að það væri skynsamlegra að áfanga- skipta þeim námsþáttum sem æfá bein fæmiatriði, svo sem stæið- ffæði, lestur og hluta íslensku- námsins, en sinna félagslegri þörf nemendanna f greinum eins og sam- félagsftæði og verklegum greinum með því að láta jafnaldra fylgjast að í þeim greinum. Samræmt grunn- skólapróf verði afnumið, en grunn- skólamir útskrifi nemendur með tiltekin, upptalin fæmiatriði annan vegar og einkunnir í sameiginlegu námi hins vegar. Framhaldsskólar VakJimar Össumrson. Aðalsteinn Tbitsson. Sigurður Ólafsson. Gudjón Þ. Krístjdnsson. taki síðan við nemendum á þeim stað sem þeir eru staddir í raun, meti styrkleika þeirra og veikleika og bjóði þeim nám í samræði við það. Aukin verði starfs- og námsráð- gjöf. Nú í dag em brýnustu verkefni Grunnskólans í Sandgerði þau, að halda áfram uppbyggingu skóla- húsnæðis, þannig að nemendur geti lokið grunnskólanámi í Sandgerði. í dag er skólinn tvísetinn, en gert er ráð fyrir einsetningu ffá 4.-9. bekkjar. Uppbygging skólasafns er þegar hafin, en skólasafn er eitt mikilvæg- asta tækið í nútíma skólastarfi. Efla þarf verklega menntun í skólanum og náðist í þeim efnum stór áfangi á síðasta ári, er tekin var í notkun heimilisfiæðistofa. En betur má ef duga skal. Bygging smíðastofu og sérstakrar stofu fyrir myndmennt »og sauma er orðin mjög brýn. Eitt mikilvægasta verkefiti þeirra sem með skólamál fara á næstu ár- um verður að fást við sívaxandi kennaraskort og snúa við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað. að kennarar fáist ekki til starfa og «tór hluti útskrifaðra kennara leiti í ðnnur störf. Þessi vandi hefur bitn- að einna mest á litlum skólum úti á landi. Vandamálin eru mörg og vandröt- uð hin rétta leið og vafamál hvort hún er til. En umrasða um skólamál er skólunum lífsnauðsyn. Ef ekki er stöðug umræða í gangi er hætta á að skólastarfið falli í farveg vana og nauðsynleg endurskoðun eigi sér ekki stað. Það sem öllu máli skiptir í starfi skóla og heimila er, að þac takist með samvinnu að byggja upp hamingjusama einstaklinga með heilbrigð lífsviðhorf, sjálfstæða dómgreind og umhyggju fýrir sjálfu aér og umhverfi sínu. Thkist það er framtíðin björt. Guðjón Þ. Kristjánsson Nemendur Sandgerðisskóla í Miðneshreppi eru í dag 253 talsins og hefur fjöldi þeirra hin síðustu ár verið sem hér segir: 1986 voru þeir 236, 1987 voru þeir 254 og 1988 voru þeir 258 talsins. í skólanum er forskóladeild og síðan er kennt í 1,- 8. bekk, en 9. bekkur sækir Holta- skóla í Keflavík, því ekki er nægi- legt húsrými fyrir hann ennþá í skólanum. Tíðindamaður Faxa heimsótti Sandgerðisskólann fyrir FAXI 205

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.