Faxi - 01.09.1989, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR
um í Þýskalandi. Frá árinu 1970
hefur félagið sjö sinnum orðið
Þýskalandsmeistari og átta sinnum
bikarmeistari. Ekki slakur árangur
það.
Þótt UMFN hafi verið heimilt að
styrkja lið sitt með tveimur útlend-
ingum, þá léku aðeins Njarðvíking-
ar með liðinu að þessu sinni og stóð
liðið fýllilega fýrir sínu. Liðsmenn
Bayer 04 voru flestir höfðinu hærri
en heimamenn og varð það Njarð-
víkingunum að falli þegar upp var
staðið, því svo miklir voru yfirburð-
ir þýska liðsins undir körfunum.
Leikurinn var í heild hin besta
skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorf-
endur sem mættu á leikinn. bótt all-
ir leikmenn hafi staðið vel fyrir
sínu, þá verður sérstaklega að nefna
framgöngu Téits Örlygssonar og ís-
aks Tómassonar. Tfeitur var stiga-
hæsti maður leiksins og áttu leik-
menn Bayem 04 í miklum erfiðleik-
um með að stöðva hann. ísak var
góður í sókn og vöm og skoraði
margar gullfallegar körfur. Þýska
liðið lék mjög hraðan og ákveðinn
sóknarleik, þótt oft hafi þeir sótt af
meira kappi en forsjá. Leiknum
lauk með sigri Bayer 04 sem skor-
uðu 112 stig gegn 81 stigi UMFN.
Hinn 26 ára gamli Gunther Behnke
vakti mikla athygli, þó ekki væri
nema fyrir þá sök, að hann er heilir
2.20 m á hæð.
Eftirtaldir leikmenn léku þennan
leik fyrir UMFN undir stjóm Gunn-
ars Þorvarðarsonar: Tfeitur Örlygs-
son, ísak Tómasson, Kristinn Ein-
arsson, Helgi Rafnsson, Jóhannes
Kristbjömsson, Ástþór Ingason,
Sigmundur Herbertsson, Georg
Birgisson, Friðrik Rúnarson og
Friðrik Ragnarsson.
HH.
Knuttspyrnumcnn jrumtíöarinnargœli jiessi mynd hcitid. Hún gctur hcnt mönnum ú þaö, uö þött illa haþ úraö uní sinn, /xí
cr /ramtíöin hjört og efniviöurinn nœgur. Ljósm. l’.Kct.
*
Að afloknu Islandsmóti
Laugardaginn 16. september lauk
Íslandsmótinuíknattspymu. Mótið
var búið að vera mjög opið allt
sumarið, því nýliðamir FH og KA
höfðu kitlað gömlu risunum undir
iljum og vom í efstu sætunum fyrir
síðustu umferð. Suðumesjaliðið í
fyrstu deild ÍBK stóð sig ekki vel
þetta sumarið. Þrátt fyrir að liðið
ætti góða spretti inn á milli, þá vant-
aði of oft herslumuninn í leik liðs-
ins. Sigramir urðu of fáir og örlögin
urðu fall í aðra deild. Vonandi verð-
ur dvölin þar aðeins eitt ár. í liðinu
em margir efnilegir leikmenn sem
vonandi halda áfram með liðinu.
Síðasta umferð íslandsmótsins
var ein sú mest spennandi sem und-
irritaður man eftir. Allir leikir dags-
ins vom þýðingarmiklir. Sjónvarps-
og útvarpsstöðvarnar höfðu mikinn
viðbúnað, þó ríkissjónvarpið sæi
ekki ástæðu til að mæta til leiks fyrr
en að afloknum fyrri hálfleik. í
Hafnarfirði léku FH og Fylkir —
efsta og neðsta liðið. — Urslit urðu
2—1 Fylki í vil. Með sigri í leiknum
hefði FH hlotið meistaratitilinn.
Fylkir gerði sitt besta til að forða
falli í aðra deild, en réðu ekki við
það, að á Akureyri sigraði Þór lið IA
og varð þannig ofar en Fylkir. í
Keflavík áttust við KA og ÍBK. Með
sigri gat ÍBK tryggt vem sína í deild-
inni. Úrslit urðu 2—0 fýrir KA og
þar sem FH tapaði sínum leik, þá
urðu KA piltamir meistarar. Svo
skemmtilega vill til að það em liðin
nákvæmlega sextíu ár frá því KA
tók fyrst þátt í íslandsmótinu.
Langri bið er nú lokið — meistara-
bikarinn á ný kominn norður yfir
heiðar - við óskum þeim til ham-
ingju. Fram vann síðan sigur á Vík-
ingi og þeir tryggðu sér með því sæti
í Evrópukeppni, því Valur vann KR
og kom í veg fyrir Evrópuþátttöku
þeirra. Sem sagt ótrúlega spenn-
andi dagur í knattspymunni.
Víðir úr Garði stóð einnig í
ströngu þennan dag. Liðið lék við
lið Selfoss og sigraði 2—1. Þessi sig-
ur hefði getað tryggt Víði sæti í
fyrstu deild á nýjan leik, en þá hefði
Breiðablik þurft að vinna ÍBV á
Kópavogsvelli. Því miður urðu úr-
slit þveröfug og ÍBV tekur sæti í
fyrstu deild á næsta ári ásamt
Stjömunni úr Garðabæ sem vann
það afrek að komast upp í aðra deild
í vor og vinna hana.
Og Grindavík stóð einnig í stór-
ræðum þennan eftirminnilega
laugardag. Þeir léku til úrslita um
sigurlaunin í þriðju deild, töpuðu
þeim slag að vísu fyrir Siglfirðing-
um, en hafa samt sem áður tryggt
sér rétt í annarri deild næsta sumar.
Sem sagt: Næsta sumar leika þijú
Suðumesjalið í annarri deild. Var
einhver að tala um nágrannaslag!
Evrópukeppni
í Körfuknattleik
Það fór vel á því, að það væm
UMFN sem riðu á vaðið með að taka
á nýjan leik þátt í Evrópukeppni í
körfuknattleik. ísíensk lið hafa ekki
verið með í ein fimm ár, en nú senda
þrjú félög lið sín í slíka keppni, þ.e.
UMFN, IBK og KR.
Þriðjudaginn 26. sept. s.l. mættu
Njarðvíkingar hði Bayer Leverku-
sen í Njarðvfk. Eins og flestum er
kunnugt, þá hefur UMFN verið
besta íslenska liðið í allmörg ár og
hefur frá árinu 1981 sex sinnum
orðið íslandsmeistari og bikar-
meistari síðustu þijú árin. Bayer 04
hefur í mörg ár verið með bestu lið-
rrmrggrTOi
FAXI 213