Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1989, Síða 30

Faxi - 01.09.1989, Síða 30
hvirfli til ilja áður en við fórum inn. Engin sprengja fannst svo við gátum lagt af stað. Þegar við lentum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, þurftum við sem betur fer ekki að fara í gegnum aðra leit, því tollvörð- urinn lá á bæn. Við stoppuðum í Amman í eina nótt, flugum svo morguninn eftir til Aqaba sem er ferðamannabær í Suður-Jórdaníu, við Rauðahafið. Við þurftum líka að fara í gegnum svona rosalega leit í það skiptið. Við stoppuðum í Aqaba í 3 daga, keyrðum þaðan út f eyðimörkina Wadi rum í loftræstri rútu. Ekki veitti af því það var 50°C hiti úti. í Wadi rum hittum við fyrir bedú- ínahöfðingjann, en bedúínar kallast þeir menn sem lifa úti í eyðimörk- inni. Þeir búa í einhverskonar strigatjöldum og ferðast um á úlf- öldum. Bedúínahöfðinginn, sem átti 3 konur og 34 böm, og fannst ekkert merkilegt við það, bauð okkur vel- komin með fsköldu límonaði og spilaði svo fyrir okkur á einhvers- konar einstrengja fiðlu sem hann nuddaði í sífellu með hesthárum sem strengd vom á litla tijágrein. Svo fómm við aftan á LandRover- jeppum um alla eyðimörkina, horfðum á sólina setjast, borðuðum og dönsuðum með þeim og fómm svo aftur til Aqaba. Við keyrðum svo upp alla Jordan- íu í rútu, syntum í Dauða hafinu, sem var mjög skrýtið, því það er 8 sinnum saltara en sjórinn, svo mað- ur flýtur og það er alveg ómögulegt að synda þar. Við fómm einnig til Petra, sem er einn mesti ferðamannastaður þar í landi. Petra var einn stærsti verslunar- staður arabalandanna, um 10.000-6.000 f.k. Þar er að finna heila borg höggna í stein. Þetta hafði allt týnst inni í sandfjalli en svo kom jarðskjálfti og þá fannst þetta allt aftur. Það er alveg ótrúlega fallegt um að litast þarna og það þyrfti heila viku til að sjá allt. Við vomm þama einn dag, frá moigni til kvölds, riðum á hestum og úlföld- um út um allt. Við skoðuðum alveg ótal margt þama og sjóndeildarhringur minn stækkaði mjög við þessa ferð. Við enduðum í Amman. Þar vor- um við í tvo daga. Það er mjög gam- an að rölta þama um og skoða markaðina. Amman er byggð upp á sjö hæðum og er þess vegna mjög brött og erfitt að labba. Einn morg- uninn vildi svo illa til að ég varð viðskila við hópinn með John, strák úr bekknum. Við vissum hvorki nafnið á hótelinu né á götunni. Við vomm -virkilega illa stödd. Hann æddi svoleiðis áfram upp og niður götumar með mig til að finna hótel í 750.000 manna borg. Það reyndist erfitt. En svo datt mér snjallræði í hug. Ég fór inn á ferðaskrifstofu og fann þannig nafnið á hótelinu og við tókum leigubíl þangað. Ég hélt ég myndi deyja eftir alla gönguna. Fólkið veitti mér mjög mikla at- hygli þama úti vegna þess hve ljós á hömnd ég var og svo náttúrlega að vera bláeygð fannst þeim algjört æði. Fólkið sat í skugganum meðfram götunni og hrópaði: „Welcome, Welcome" er ég gekk hjá. Einn strákur gerðist svo djarfur að spytja mig hversu margra úlfalda vitði ég væri!!! Ég varð alveg orðlaus. Þegar ég sagði fólkinu að ég væri frá íslandi vissi það ekkert hvað ég væri að bulla. Ég hefði alveg eins getað verið frá Legolandi. Það skipti bara um umræðuefni því það skildi ekkert af hveiju ég væri að reyna að ljúga það fullt, það gæti bara ekki verið að einhver lifði á þessari litlu eyju langt norður í höfum. Þrátt fyrir allt þetta sá ég frá heim- sókn páfans til íslands þama úti á enskri sjónvarpsstöð. Það var nú gott að koma aftur til Frakklands eftir þessa 8 daga og þá mat ég allt miklu betur en áður. Drekkanlegt vatn, ekki nein olíu- brák né neinar marflær í því eins og úti, rafmagn og fullt af öðm sem mér fannst bara sjálfsagt að hafa áð- ur. Ég lærði samt hvað ég get verið ánægð með lítið. Og munurinn að koma frá Frakk- landi til íslands var ennþá meiri. Við emm gjörspillt héma. Þann 17. júní fór ég á aldarafmæli Eiffel-tumsins. Þar söfnuðust sam- an um 600 þúsund manns til að fylgjast með glæsilegri flugeldasýn- ingu og fullt af skemmtiatriðum. Síðustu dagana var ég svo á fullu við að fara í hin og þessi söfn og kirkjur og allskonar staði sem ég hafði alltaf ætlað að fara að sjá allt árið en æ, mér fannst ég eiga eftir að vera svo lengi í París að ég sló þessu alltaf á frest. Svo vissi ég ekki fyrr en hugsa þurfti til heimferðar. Það var hálf skrýtið að koma heim aftur. Lífsgæðakapphlaupið er að hlaupa með íslendinga í gönur. Allir lifa um efni fram og kaupa allt sem þá langar í af því að náunginn við hliðina á svoleiðis. En mér finnst æðislega góð tilfinning að allir skuli þekkja alla. Maður getur farið út þegar maður vill. Við vitum virki- lega ekki hvað við eigum gott. Er ég lít til baka finnst mér eins og þetta ár hafi bara verið draumur. Ég lærði mikið á að fara svona út og ég hvet alla þá sem ganga með löngun um eins árs dvöl í ókunnugu landi í maganum, að láta verða af því. Alveg sama hvert landið er. Þetta víkkar sjóndeildarhringinn svo mikið. Keflavíkurbœr jjörutíu ára Við bláan sœ og brimi gnúða kletta er bœrinn okkar kœri orðinn til og teygir sig um hjalla og heiðarbrúnir, já, hœrra upp á móti sólaryl. Þá aldur hans nú telur tugi ára við tökum lagið, klœðumst spariflík. Með opnum huga afmœlinu fögnum, því okkar stolt er bœrinn, Keflavík. Og hér býr fólk með hreysti, vit og vilja, sem vakir yfir byggðarlagsins hag. Með starfi, íþrótt, list og gleði greinum því gefst að móta lífsins áralag. Sem fyrrum berjast sjómenn hörðum höndum á hrannarslóð, við djúpsins nornaseíð. I Keflavík á menning merka sögu og menntagyðjan varðar ungum leið. Hið litla þorp við lága strönd og víkur er löngu orðið þroskalegur bœr með strœti breið og stökkpall nýrra vona, um staðinn leikur hugsjónanna blœr. Þar framtíð mótast — fortíð sagan geymir, — við frelsi œskan lifir, heit og ör. Og senn mun vorið flytja blóm í bœinn, þá bjartar nœtur verða með f for. Lóa Þorkelsdóttir 218 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.