Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 22

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 22
BÆJAR- 06 HÉRABSBÓKASAFNIB Mánagötu 7 í Keflavík Sími: 15155 Við lánum út bækur, tímarit, hljómplötur og myndbönd. Safnið er opið sem hér segir: Mánudaga og miðvikudaga kl. 15.00-22.00 Þriðjudaga — fimmtudaga kl. 15.00-19.00 Föstudaga kl. 15.00-20.00 MUNIÐ ORKU- REIKNINGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látið orkureikninginn hafa forgang Hitaveita Suðurnesja 6. gr. Blaðið sé ekki pólitískt og geri sér far um að ræða málin af drenglund, sanngirni og réttsýni. 7. gr. Blaðið komi út fyrst um sinn eftir sameiginlegri ákvörðun ritstjóra og ritnefndar. Stutt greinargerð Nefndin hefur einróma fallist á, að málfundafél. Faxi, gæfi út blað, eftir að hafa heyrt undirtektir manna á málfundi og aflaö sér upplýsinga um væntanlegar tekjur og gjöld, sbr. 1. gr. Um aðrar greinar nefndarálits- ins verður nánar rætt í framsögn. Nefndinni eru fullljósar þær tíma- fórnir, sem menn verða að færa í sambandi við útgáfu þessa, en hitt er henni eigi síður ljóst, að sam- fórnir félagsmanna á sviði blaða- útgáfu — mega koma mörgu því á framfæri, sem ella myndi fyrnast í hugskoti manna. Og verkefni „Keflvíkings" eru Iegio, sé gætilega af stað farið og stýrt í rétt horf. Valtýr Guðjónsson. Kristinn Pétursson. Hallgr. Th. Björnsson." Á fundinum ræddu menn nefnd- arálitið ýtarlega og á því voru að- eins gerðar smávægilegar breyting- ar. Greininni um nafngift blaðsins var t.d. ekki breytt, en samþykkt mótatkvæðalaust. Eigi að síður hef- ur blaðið borið nafnið „FAXI" allt frá fyrsta tölublaði. Ekki er ljóst hve- nær ákvörðun hefur verið tekin um að breyta nafninu, en nafnið „Kefl- víkingur" muna hafa þótt óheppi- lega langt á þriggja dálka blað. En Faxi aftur á móti eitt heppilegasta nafnið sem völ var á. Aukafundur var haldinn í félaginu 1. desember 1940 og var þar kosin fimm manna ritnefnd sem skipti með sér verkum. Þessi voru kosnir: Ragnar Guðleifsson, Kristinn Pét- ursson, Ingimundur Jónsson, Valtýr Guðjónsson og Guðni Magnússon. Fyrsta blað Faxa kom út 21. des- ember 1940. Valtýr Guðjónsson var ábyrgðarmaður og formaður blað- stjórnar, en Kristinn sá um inn- heimtu og afgreiðslu. Hélst það til áramóta 1941—42. Á rúmu ári komu 6 tölublöð, átta síður hvert. Verð hvers blaðs var 35 aurar, en upplag fimmhundruð eintök. Blaðstjórnarmönnum var nú fækkaði úr fimm í þrjá að fenginni reynslu við blaðið. Voru þeir Hall- grímur, Ragnar og Ingimundur í nefndinni. Réðu þeir Kristinn Pét- ursson sem ritstjóra og ábyrgðar- mann. Jón Tómasson tók við af- greiðslunni. Kristinn teiknaði nýjan haus fyrir blaðið og þátturinn „Úr flæðamálinu" hóf göngu sína. Prentuð voru sex hundruð eintök, en verð hvers blaðs 50 aurar. Þetta var 1942, komu þá út níu blöð. Árið 1943 hættir Kristinn rit- stjórn, en óbreytt blaðstjórn tekur að sér umsjá blaðsins og ábyrgð þess. Það ár heyrast fyrst „Raddir kvenna" í blaðinu. Blaðið fær betri pappír og út koma tíu blöð. Lausa- söluverð er ein króna. Fjórða árið, 1944, er starfslið hið sama og út koma tíu blöð. Kostar eintakið nú tvær krónur í lausasölu. Er það óbreytt a.m.k. til ársins 1949. Upplagið hækkað í sjö hundruð ein- tök. í lok ársins hætti Ingimundur Jónsson í ritnefndinni. Var Jón Tóm- asson kosinn í hans stað. Ragnar Guðleifsson tók við sem afgreiðslu- maður en Jón sá um auglýsingarnar og ritaði Flæðarmálið. I árslok 1946 varð Jón Þórarins- son afgreiðslumaður, Guðni Magn- ússon gjaldkeri, en Björn Pétursson tók að sér auglýsingaöflun. í ársbyrjun 1947 hætti Ragnar í blaðstjórn en Valtýr kom í hans stað. Jón Tómasson varð formaður blað- stjórnar í stað Hallgríms, en Stein- dór Pétursson tók að sér afgreiðslu blaðsins. Þannig var stjórnarliðið óbreytt til ársins 1949. Upplag varð þúsund eintök á sumum blöðum, en yfirleitt átta hundruð. Föst blaðstjórn sá um Faxa fram til ársins 1955, að Hallgrímur Th. Björnsson var ráðinn ritstjóri. Sr. Ól- afur Skúlason, nú dómprófastur, sá um sex blöð frá áramótum 1954 til vors. Hallgrímur var ritstjóri sam- fellt til ársins 1972, að núverandi rit- stjóri Magnús Gíslason, tók við. í tíð Hallgríms, á viðreisnarárun- um, kostaði blaðið þrjátíu krónur. Hélst það verð lengi og hækkaði lítt þó annað yxi. Nú kostar Faxi 350 krónur og þykir engum mikið þar sem hann er litprentaður. Fyrstu tvö árin var Faxi prentaður i Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en 1943 og 1944 í prentsmiðjunni Eddu hf. í Reykjavík. í desember 1944 flytur prentunin í Alþýðuprentsmiðjuna við Vitastíg. Við brottför Hallgríms af blaðinu, eða fljótlega á eftir, prentaði Grágás sf. í Keflavík blaðið, þar til árið 1974 að fyrirtæki í Hafnarfirði tóku að sér þrykkið. Eins og áður segir var markmið blaðsins að ræða öll framfaramál Suðurnesja í víðustu merkingu. Áður er getið ritnefndarmanna sem sáu um fyrstu tölublöðin. í ávarpi til lesenda í fyrsta tölu- blaðinu, segir Valtýr Guðjónsson m.a.: „Stjórn þessa blaðs hafa á hendi 5 menn. 3 þeirra eru valdir sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna þriggja, Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Blaðið verður því ópólitískt, þ.e.a.s. heldur ekki uppi málssókn eða málsvörn neins stjórnmálaflokks. Fyrst um sinn mun það koma út þegar efni er fyrir hendi, en þegar stundir líða, með jöfnu millibili, t.d. hálfsmánaðar- 22 FAXl

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.